Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 8
VIÐSKIPTI 8 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ S VÍINN Gunnar Eklund er framkvæmdastjóri skrif- stofunnar í Columbia, Maryland, en hann hefur áratuga reynslu í ferða- þjónustu. Aðspurður segir Gunnar að hjá skrifstofunni starfi alls 106 manns, þar af sextán á útistöðvum skrifstofunnar í Bandaríkjunum en níutíu á sjálfri skrifstofunni í Col- umbia. „Flugleiðir fljúga til sex staða í Norður-Ameríku: Halifax, Minnea- polis, Boston, New York, Orlando og Baltimore/Washington. en undir okk- ar skrifstofu heyrir, auk Norður-Am- eríku, Mið- og Suður-Ameríka og Karíbahafið. Við köllum þetta einu nafni vestursvæðið til hægðarauka.“ Starfsmönnum fækkað en umsvifin aukist Gunnar segir að hér áður fyrr hafi starfað mun fleiri starfsmenn en þeim hafi fækkað á sama tíma og umsvifin hafi verið að aukast. „Þetta hefur tek- ist með bættri tækni og framþróun í upplýsingatækni.“ Aðspurður segir Gunnar að sín vinna felist meðal ann- ars í að setja skrifstofunni markmið og hafa umsjón með skipulagi og upp- byggingu starfseminnar. „Þá má ekki gleyma að það er mjög mikilvægt fyr- ir þjónustufyrirtæki á borð við Flug- leiðir að hafa á að skipa fólki sem hef- ur til að bera mikla þjónustulund.“ Gunnar segist leggja mikið upp úr starfsmannamálunum, að fá fólk til þess að vinna saman að settum mark- miðum og sjá til þess að starfsandinn sé góður. Það sé algert lykilatriði til þess að ná árangri. „Markaðsaðstæður hér í Banda- ríkjunum eru allt aðrar en hjá Flug- leiðum á Íslandi. Í Bandaríkjunum eru Flugleiðir eins og lítill fiskur í stóru vatni og það þýðir að menn verða að setja sér mjög skýr markmið með starfseminni, við höfum ekki efni á að dreifa kröftunum í annað en það sem mestu máli skiptir. Það að menn skiptist stöðugt á upplýsingum er líka mikilvægt og við setjumst niður viku- lega til þess að fara yfir öll mál og leiðrétta það sem miður hefur farið í áætlunum. Við höfum yfir að ráða mjög góðu upplýsingakerfi og erum með nýjustu tölurnar og getum raun- ar séð dag frá degi fyrir hvert svæði hvað gengur vel og hvað illa. Þannig getum við brugðist ákaflega fljótt við þegar hlutirnir ganga ekki eftir eða leiðrétt markmiðin ef því er að skipta.“ Gunnar segir að mikið sé lagt upp úr markaðssókn fyrstu mánuði árs- ins. Ákaflega vel hafi gengið í febrúar og mars á þessu ári og mjög mörg flug hafi verið fullbókuð. Aðspurður segir Gunnar að Flugleiðir hafi flutt um 226.000 farþega (ein leið) af vest- ursvæðinu og til Íslands og Evrópu en til samanburðar megi nefna að fjöldi farþega hafi verið 187.000 árið áður en það sé 21% aukning milli ára, mælt í fjölda farþega. Ætla megi að tekjurnar hafi aukist um svipað mikið og fjöldi farþega. „Þannig að árið í fyrra var mjög gott ár fyrir okkur. Velta okkar í farmiðasölu eingöngu var – Icelandair Holliday hefur einnig miklar tekjur af því að selja pakka- ferðir – 60,4 milljónir dala í fyrra en það gerir hátt í 5,7 milljarða íslenskra króna þannig að það er ekki verið að tala um litlar upphæðir. Háannatím- inn hjá okkur og bestu mánuðirnir í veltu eru júní, júlí og ágúst en hin síð- ari ár hafa vetrarmánuðirnir og þá sérstaklega febrúar og mars komið vel út. Á þeim tíma eru tekjur af hverjum farþega vissulega nokkru minni en yfir háannatímann en þá er meðalverð á hvern farþega mun hærra og það eru því mjög mikilvægir mánuðir fyrir okkur.“ Gunnar segir að hver farþegi sem Flugleiðir flytja frá Bandaríkjunum til Íslands og Evrópu sé orðinn mikilvægur vegna þróunar á gengi íslensku krónunnar. „Sala á farmiðum héðan er því orðin ákaflega mikilvæg fyrir félagið í heild, ekki síst vegna þess að stærst- ur hluti útgjalda félagsins er í dölum.“ Ná mikilli umfjöllun í fjölmiðlum Gunnar segir að einn helsti árang- urinn í markaðs- og kynningarstarf- inu í Bandaríkjunum sé að hafa náð að fá mjög mikla umfjöllun í fjölmiðl- um síðustu árin án þess að kosta mjög miklu fé til auglýsinga. Gunnar tekur fram að kynning á Íslandi og Flug- leiðum haldist að miklu leyti í hendur í Bandaríkjunum. „Skemmtileg og áhugaverð skrif um Ísland eru mik- ilvæg fyrir okkur og skila sér í auk- inni sölu. Blaða- og tímaritsgreinar um Ísland, sögu þess, náttúru, hvern- ig sé hægt að komast þangað og hvað sé hægt að gera þar gera Ísland að spennandi ferðamannastað í huga manna. Við höfum ekki efni á að aug- lýsa í dýrum blöðum eins og stóru flugfélögin og reynum þess vegna frekar að fá greinaskrif um Ísland en fólk les slíkar greinar oft af mikilli at- hygli og þær skila því oft miklu.“ Aðspurður segir Gunnar að það séu einkum tvenns konar hópar fólks sem ferðist til Íslands frá vestur- svæðinu og markhóparnir séu því í reynd tveir. Fólk sem ferðist til ís- lands yfir sumarmánuðina fari fyrst og fremst til þess að skoða náttúruna og landslagið og nýti sér afþreying- armöguleika í tengslum við þá hluti. Þetta sé yfirleitt miðaldra eða eldra fólk. „Hinn hópurinn er yngra og vel launað fólk sem fer í styttri ferðir til Íslands utan hánnatímans, oft yfir eina helgi, fyrst og fremst til þess að skemmta sér og upplifa næturlífið í Reykjavík enda hafa fjölmiðlar fjallað nokkuð ítarlega um hið „villta“ næt- urlíf í Reykjavík.“ Gunnar segir að vaxandi spurn sé eftir slíkum ferðum. Ísland sé í senn framandi staður og ekki sé lengi verið að fljúga þangað og það skipti vita- skuld máli. Ekkert mál sé fyrir yngri Bandaríkjamenn að skella sér í helg- arferð til Reykjavíkur. Það megi því segja að markhóparnir yfir vetrar- og sumartímann séu mjög ólíkir. „Besta auglýsingin sem við getum fengið er þegar fólk lætur vel af ferð sinni til Ís- lands og af Flugleiðum og það er það sem hefur verið að gerast. Þess vegna hefur farþegum utan háannatíma fjölgað jafnmikið og raun ber vitni. Skandinavía mikilvægur markaður „Ferðir til Íslands eru hins vegar bara hluti af flutningum okkar á far- þegum. Þegar litið er á heildartekj- urnar í fyrra var tæpur þriðjungur vegna ferða til Íslands en tveir þriðju hlutar teknanna komu vegna ferða til Skandinavíu og Evrópu. Skandinavía er mikilvægur markaður og skilar okkur 24% af heildartekjum. Mið- Evrópa með Frankfurt, París og Amsterdam skilar um 23% og Lond- on og Glasgow skila 21%. Við erum auðvitað alltaf að reyna að auka um- ferðina til og frá Íslandi og þegar við seljum fólki ferð til Íslands er ekkert því til fyrirstöðu að við getum líka selt því ferð til Lundúna eða Frankfurt þannig að frá viðskiptalegu sjónar- miði skiptir það máli að auka umferð- ina til Íslands. Það er forgangsatriði í markmiðssetningu okkar að selja fleiri ferðir til og frá Íslandi, það er langmikilvægasta verkefni okkar sem vinnum hér hjá Flugleiðum í Col- umbia. Það verður vitaskuld að vera visst jafnvægi í flugáætlunum okkar, þ.e. að nýtingin sé góð á öllum fjórum leggjunum, eins og við köllum þá, þ.e. til og frá Íslandi, frá Íslandi til Evr- ópu og frá Evrópu og til baka. Annað mikilvægt markmið snýr að áfanga- stöðum í Skandinavíu. Verðsam- keppnin í fluginu til Lundúna er til að mynda ákaflega hörð og lítið upp úr því að hafa en ferðirnar sem við selj- um til Skandinavíu skila mun meira og því eðlilegt að við leggjum áherslu á þær.“ Gunnar segir að eitt helsta vanda- málið á markaðinum sé það að flutn- ingsgetan og sá fjöldi farþega sem flugfélögin geta flutt er meira eða minna sú sama á veturna og sumrin. Þetta tákni að flutningsgeta flug- félaganna almennt sé mjög mikil yfir veturinn og þá sé verðsamkeppnin líka mjög hörð. Mikill árangur í sölu ferða á Netinu Magnús Stephensen, markaðs- stjóri Flugleiða í Columbia, segir að sitt hlutverk sé fyrst og fremst að markaðssetja Ísland sem áfangastað. „Þetta skiptist þó eiginlega í þrennt. Ég sé mestmegnis um markaðsmál, auglýsingar og kynningar. Svo og er það Netið og sala á Netinu í gegnum vefsíðu okkar og tengingar við aðrar vinsælar vefsíður. Í þriðja lagi er það svo verðlagningin á farmiðum okkar til ferðaskrifstofa, hópa og einstak- linga. Starfið hefur breyst mjög mikið á síðustu þremur árum eða svo. Þegar ég byrjaði fannst mér markaðsstarf- semin dálítið takmörkuð, menn ein- beittu sér fyrst og fremst að því að selja Ísland sem náttúruperlu. Slíkar ferðir einskorðast hins vegar við sum- artímann þannig að ég leit á það sem mitt hlutverk að nýta allt sem Ísland hefur upp á að bjóða og það er miklu meira en náttúran ein og sér. Magnús segir að hjá Flugleiðum í Columbia hafi menn lagt mikla áherslu á allt sem kalla megi menningu Íslands í víðum skilningi. „Við höfum reynt að skapa eftirspurn eftir ferðum í kring- um alls kyns atburði sem eru að ger- ast á Íslandi. Yfir sumartímann selj- um við Ísland sem náttúruperlu en yfir vetrartímann verðum við að reyna að selja eitthvað annað. Það er mjög erfitt að selja náttúru og veð- urfar á Íslandi yfir vetrarmánuðina, það er eiginlega alveg vonlaust. Við verðum þess vegna stundum að reyna að „búa til“ atburði til þess að fá ferðamenn til þess að koma til Ís- lands, Ísland eitt sér virðist ekki alltaf vera alveg nóg.“ Nýsköpun og frjó hugsun í markaðsstarfinu nauðsynleg „Við gerum þetta meðal annars með því að taka þátt í alls kyns við- burðum eins og til að mynda sýning- um margs konar, ungfrú Ísland.is og tónleikaviðburðum, svo eitthvað sé nefnt. Við höfum einnig gert þetta hreinlega sjálfir eins með Iceland Airways-músíkfestivalið eða -hátíðina sem við unnum í samvinnu við Mast- ercard, menningarborgina, Hr. Örlyg og útgáfufyrirtæki hérna vestra. Þetta var raunar bara lítil hugdetta sem við fengum og hún virkaði mjög vel. Á endanum fór heill aragrúi af blaðamönnum og fulltrúum útgáfu- fyrirtækja til Íslands í tilefni af mús- íkhátíðinni. Við erum ekkert síður að $% # #  #&# ' "(' )*  '+,&' '+ ''+ &# ""'+-&.+#'+ '  # #&/' &)0     $% & /+ '  1'- #'/# -'   #"+ &- 1+ -  ' -)% #2-& 3-  &&  2- 4.#- ,1  2-& ' /-  1&##. - & '3+, -'  #"  ' +&" && 3+5-)(' 1-+". '2-)0      $  /  '-6  1 #  ' ' ,-4#1 +  #/+' 7   )+ /+1&- #'8+##'& & - &.+- 3 /&,1'+   9:; )0 $* '41&"#'## 1 + /+' ) & 3-,+2- )  #&"5' )0              ! "#! " ! $#! $ ! #! $%%# $%%& $%%%   '  ' $%%( $%%) *  '  + ' , -  .   /01 '  2 34  .   /01   & ( # 5  " $ $%% $%%# "  1    6   ' 0  0  $%)%" 333   '  " $ Gunnar Eklund, framkvæmdastjóri skrifstofu Flugleiða í Columbia. Ísland meira en náttúran Aðalstöðvar Flugleiða í Bandaríkjunum eru í Columbia, rétt fyrir utan Baltimore og þar starfa um níutíu manns við að selja og markaðssetja ferðir til Íslands og áfanga- staða annars staðar í Evrópu. Arnór Gísli Ólafsson heimsótti skrifstofuna í Columbia og kynnti sér starfsemina þar vestra. Flugleiðir með öflugt markaðsstarf í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.