Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 12
VIÐSKIPTI
12 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fujitsu-Siemens C383 FA
verð m.vsk79.900,-
Flatskjár
Keflavík • Sími 421 4044
taeknival.is
Reykjavík • Sími 550 4000
Akureyri • Sími 461 5000
Minnkaðu rafmagnseyðsluna
Sparaðu plássið
Engin útgeislun
Fullkomin skerpa
Engin bjögun
Flott útlit
15” TFT skjár
Upplausn 1024x768
TCO´99 gæðastimpill
EFTIR tuttugu ár á íslenska flutn-
ingamiðlunarmarkaðnum hefur Jón-
ar Transport nú hafið útrás. Í fyrra
voru opnaðar skrifstofur í Hollandi
og Danmörku og frá því 1. mars
starfrækir fyrirtækið skrifstofu við
Heathrow flugvöll í útjaðri London,
þar sem aðaláherslan er á flugfrakt.
Skipafraktin fer hins vegar um skrif-
stofu Jónar Transport í Immingham,
en stjórnun og sölustarfsemi fyrir-
tækisins er stýrt frá Heathrow skrif-
stofunni.
Það eru hundruð fyrirtækja í lág-
reistum byggingum allt í kringum
Terminal 4 á Heathrow og mörg
þeirra einbeita sér að flutningsmiðl-
un. Jónar Transport UK hefur komið
sér fyrir innandyra hjá einu þessara
fyrirtækja og hefur þar bæði skrif-
stofu- og vörugeymsluaðstöðu og
svipað er gert í Immingham eins og
tíðkast hjá flutningsmiðlurum. Fyr-
irtækið sér um að sækja vörur til út-
flytjenda, ganga frá pappírum og
sjálfum vörunum til sendingar og
koma þeim til móttakanda tollaf-
greiddum.
Um þetta sér Jónar og hefur gert í
um tuttugu ár, en með umsvifum er-
lendis aukast möguleikarnir enn,
ekki aðeins á hefðbundnum lausnum,
heldur og á nýjum möguleikum, enn
betur sniðnum að þörfum viðskipta-
vinarins.
Möguleikar í flutningum hafa auk-
ist verulega, ekki síst vegna þess að
fraktrými í flugi til og frá Íslandi hef-
ur aukist gífurlega undanfarin ár.
Þar með hefur samkeppnin aukist,
og þá einnig þjónustan sem boðið er
upp á, en fraktverð lækkað.
Fjölbreytt þjónusta, sérsniðin að
þörfum viðskiptavinarins
Að sögn Steins eru það þrjár flutn-
ingalausnir, sem Jónar Transport
bjóða í Bretlandi. Það er í fyrsta lagi
skipafrakt, í öðru lagi flugfrakt og í
þriðja lagi hraðflutningar. Skipa-
sendingum er safnað saman daglega
til Immingham og sendar vikulega
þaðan til Íslands. Síðasti skilafrestur
er kl. 17 á þriðjudögum og vörusend-
ingar þá komnar til Reykjavíkur eftir
næsta mánudag eða þriðjudag. Varan
er þá komin í hendur móttakanda
heima 5–12 dögum eftir að hún er
send frá viðkomandi útflytjanda í
Bretlandi, allt eftir því hvenær hún er
afhent.
Í öðru lagi býður Jónar Transport
40–48 tíma þjónustu í almennri flug-
frakt, það er frá dyrum útflytjanda að
dyrum móttakanda heima, en vörum
er safnað saman daglega um allar
Bretlandseyjar. Þriðji möguleikinn í
sendingarþjónustu Jóna er svo 24
tíma hraðsendingarþjónusta. Steinn
bendir á að með opnun útibúa í Dan-
mörku, Hollandi og nú einnig í Bret-
landi hafi opnast möguleikarnir á því
að senda frakt milliliðalaust milli
þessara landa, auk þess sem hægt sé
að bjóða upp á enn betri þjónustu,
sérsniðna að þörfum viðskiptavin-
anna heima. „Það er tvímælalaust
mikill kostur að vera á staðnum, bæði
heima og erlendis og skynja þannig
nákvæmlega þarfir markaðarins á
hverjum stað á hverjum tíma,“ segir
Steinn og segir að ætlunin sé að
kanna nánar á næstu mánuðum þá
möguleika, sem skrifstofurnar er-
lendis feli í sér.
En það eru ekki hvað síst nýjar að-
stæður í flugfrakt, sem hafa stórauk-
ið möguleikana á undanförnum árum.
Steinn hikar ekki við að tala um bylt-
ingu í þessum efnum. Um nokkurt
skeið hefur verið haldið uppi daglegu
fraktflugi á vegum Flugleiða frá meg-
inlandi Evrópu og Bandaríkjunum,
sem hafa gjörbreytt flugfraktflór-
unni, auk flugs Flugleiða frá Edin-
borg. Þá hefur Cargolux flogið und-
anfarin ár einu sinni til tvisvar í viku
frá Lúxemborg og New York. Nýlega
hefur nýr aðili haslað sér völl á mark-
aðnum, Bláfugl, sem flýgur nær dag-
lega til og frá Köln í Þýskalandi og
East Midlands í Englandi. Þaðan
bjóða Jónar Transport jafnvel upp á
það nýnæmi að taka sumar skipa-
fraktvörur í flugfrakt til að spara við-
skiptavinum dýrmætan tíma.
„Samkeppnin er mikil. Það hefur
leitt til þess að þjónustan hefur aukist
til muna og verðið á flugfrakt hefur
lækkað verulega undanfarin ár,“ seg-
ir Steinn. Sama er að segja um að-
stæður í skipafrakt. Þar er einnig
mikil og virk samkeppni í gangi eins
og í sjálfri flutningsmiðluninni. „Þeg-
ar við hjá gömlu Flutningsmiðluninni
og Jónum tókum til starfa fyrir um
tuttugu árum voru bara erlendir að-
ilar í þessum geira, þeir smurðu vel á
og þjónustan var gloppótt. Við höfum
margsinnis sýnt og sannað að það er
innflytjendum og þá um leið neytend-
um í hag þegar innlendir aðilar eins
og við fylgjum sjálfir sendingunum
eftir. Það hefur leitt til lækkaðs verðs
og betri þjónustu.“
Útrás er rökrétt framhald
Langmestur hluti þjónustu Jóna
Transport er innflutningur til Ís-
lands, þótt útflutningur sé alltaf tölu-
verður, en stórir útflytjendur á Ís-
landi sjá margir um sín mál sjálfir.
„Við Íslendingar erum stórtækir
neytendur og það vekur reyndar oft
undrun erlendra samstarfsaðila að
sjá hve mikið er flutt til Íslands miðað
við hvað er flutt til annarra smá-
þjóða,“ segir Steinn og nefnir til gam-
ans að þegar hann var fyrir nokkrum
árum á ferð um Madeira, eyju með
um 200 þúsund íbúa, tók hann eftir á
daglegri göngu nálægt aðalhöfninni
að þar voru að jafnaði aðeins nokkrir
gámar sjáanlegir og tvö smáskip
sáust alla vikuna, sem er eitthvað
annað en gámafjöllin og farskipa-
fjöldinn við Reykjavíkurhöfn, þótt
kannski sé ólíku saman að jafna.
Langmest af flutningi Jóna fer því
til Íslands, en Steinn hefur greinilega
í huga að athuga frekari möguleika á
umsvifum erlendis og þá að nýta
skrifstofurnar í Hollandi, Danmörku
og Bretlandi. „Samkeppnin á Evr-
ópumarkaðnum er rosalega hörð og
kemur til dæmis greinilega fram hér
á Heathrow, en í þessum geira er
aragrúi af stórum og litlum fyrirtækj-
um. Mörg þeirra eru sérhæfð, til
dæmis í flutningi ákveðinna vöruteg-
unda eða milli einstakra landa.“ Þess-
ar hörðu aðstæður hræða þó ekki
Stein, sem segir að Jónar hafi áhuga
á að skoða Evrópumarkaðinn og
reyndar heimsmarkaðinn í rólegheit-
um. „Við ætlum okkur ekki að finna
hjólið upp aftur, eins og sumir, en það
er alltaf hægt að finna nýja fleti, hag-
ræða hlutum til betri vegar og búa
eitthvað til, sem aðrir hafa kannski
ekki sinnt sem skyldi. Það er einmitt
mun hægara um vik þegar við erum á
staðnum. Það er nú einu sinni þannig
að manni opnast nýjar víddir og mað-
ur eflir enn þekkingarsviðið við að
starfa erlendis,“ segir hann af sann-
færingarkrafti.
En starfsemin í Bretlandi hefur
einnig opnað nýjar víddir í huga
Steins, sem hafði í raun ætlað að taka
sér einhverja hvíld frá daglegu
amstri. Hann lét af störfum um mitt
árið í fyrra, eins og hann hafði ákveð-
ið fyrir löngu og fór að sinna hugð-
arefnum eins og golfinu og ferðalög-
um með Línu, eiginkonu sinni. En
þegar ný starfsemi í Bretlandi kom
upp varð löngunin eftir að spreyta sig
við nýjar aðstæður ofan á, enda
Steinn endurnærður eftir hálfs árs
frí. Bretland er líka sérlega girnileg-
ur kostur fyrir hann og konu hans,
þar sem tvær dætur og fjögur barna-
börn þeirra búa í Bretlandi og brátt
bætist yngsta dóttirin í hópinn vegna
náms.
Nýjar áskoranir við nýjar aðstæð-
ur eiga greinilega vel við Stein, sem
viðurkennir með bros á vör að hörð
samkeppni og leitin að nýjum mögu-
leikum og tækifærum sé einkar örv-
andi. „Adrenalínið flæðir og maður
blómstrar þegar maður þarf að tak-
ast á við eitthvað nýtt, berjast svolítið
og hafa fyrir hlutunum. Það á iðulega
við vinnuna, ekkert síður en áhuga-
málin eins og fótboltann, körfubolt-
ann, tennis og golfið, sem maður hef-
ur stundað ásamt öðru um dagana,“
hnykkir hann á.
„Það opnast nýjar víddir
við að starfa erlendis“
Samkeppnin á flutningamiðlunar-
markaðnum er hörð, en með því að vera
á staðnum er alltaf von á því að koma
auga á eitthvað nýtt eins og Sigrún
Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við
Stein Sveinsson, framkvæmdastjóra Jónar
Transport í Englandi.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
Steinn Sveinsson, framkvæmdastjóri Jónar Transport í Englandi.
sd@uti.is
VEXTIR hafa meiri áhrif á gengi
hlutabréfa á erlendum mörkuðum á
næstu mánuðum en minnkandi hag-
vöxtur, að mati Viðskiptastofu
Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sam-
kvæmt mánaðarlegri umfjöllun um
erlenda verðbréfamarkaði á Netinu.
Sérfræðingar SPH telja ólíklegt að
vextir hækki á næstunni, sem ætti
að hafa jákvæð áhrif á gengi hluta-
bréfa. Þá telja þeir að hlutabréf séu í
dag almennt vænlegur fjárfesting-
arkostur og að helstu kauptækifær-
in leynist í evruríkjum. Viðskipta-
stofan hefur valið belgíska bankann
KBC Bank and Insurance, sem býð-
ur bæði banka- og tryggingaþjón-
ustu, sem fyrirtæki mánaðarins í
apríl.
Sérfræðingar SPH, þeir Már
Wolfgang Mixa og Bjarki Rafn Ei-
ríksson, segja að ótrúlegar breyting-
ar hafi orðið í viðhorfum og vænt-
ingum manna til hlutabréfa undan-
farið. Fyrir um ári hafi NASDAQ-
hlutabréfavísitalan hrunið og sumir
markaðsaðilar talað um öskrandi
tækifæri. Þó svo að flestar kennitöl-
ur hafi bent til þess að tæknigeirinn
í heild væri gróflega ofmetinn hafi
sáralítil gagnrýni á rökin fyrir háu
gengi hlutabréfa í hátæknigeiranum
komið fram. Eitt atriði hafi gert það
að verkum að erfitt hafi verið að
sannfærast um að gömlu gildin giltu
enn og það hafi verið almennar spár
um mikinn hagvöxt, ekki einungis í
Bandaríkjunum heldur á heimsvísu.
Of mikið spáð í minnkandi hagvöxt
„Helstu breytingarnar að okkar
mati eru tvennar,“ segja sérfræðing-
ar SPH. „Annars vegar að búið er að
slá á þá óhóflegu bjartsýni sem ein-
kenndi hlutabréfamarkaði, sem líkt-
ist orðið um tíma meira keðjubréfi
en langtímafjárfestingu, enda var
umræðan í fjölmiðlum oft beint að
„spennandi“ fjárfestingum en ekki
áhugaverðum kostum til áhættufjár-
festinga. Auk þess hafa væntingar
um hagvöxt minnkað undanfarna
mánuði sem hefur grafið undan
tiltrú manna á hlutabréf.“
Sérfræðingarnir segja óumdeilan-
legt að fjárfestar hafi um tíma verið
með óraunhæfar væntingar til
„spennandi“ hlutabréfa. Að sama
skapi hafi viðbrögð við minnkandi
hagvexti verið snörp og líkjast vænt-
ingum um kreppu. Eftirspurn virð-
ist fara minnkandi og töluverð ónýtt
framleiðslugeta virðist vera í hag-
kerfinu sem byggst hafi upp á und-
anförnum misserum. Einhvern tíma
gæti tekið að vinda ofan af þeirri
birgðasöfnun sem þessu fylgir.
Á sama tíma og hagvaxtarhorfur
hafi verið að breytast hafi vextir ver-
ið lækkaðir til muna víðs vegar um
heim. Þó svo að hagvöxtur hafi til
styttri tíma haft mikil áhrif á rekst-
ur fyrirtækja hafi vextir þó enn
meiri áhrif á gengi hlutabréfa þegar
litið sé til almennrar leitni á hluta-
bréfamörkuðum.
Skýrt dæmi um þetta sé saman-
burður í Bandaríkjunum á ávöxtun-
arkröfu ríkisskuldabréfa og gengi
hlutabréfa árin 1964 til 1981 og 1981
til 2000. Hagvöxtur hafi verið meiri á
fyrra tímabilinu en gengi hlutabréfa
hafi staðið í stað á því tímabili. Á síð-
ara tímabilinu hafi vextir hins vegar
lækkað og gengi hlutabréfa u.þ.b.
tólffaldaðist á þá.
Evrópski fjármálageirinn vanmetinn
Evrópsk hlutabréf eru vænlegur
fjárfestingarkostur í dag að mati
sérfræðinga SPH. Í dag sé gerð mun
hærri ávöxtunarkrafa til hlutabréfa
á flestum mörkuðum en til ríkis-
skuldabréfa.
Þó svo að tilhneiging sé til að fjár-
festa nú í skuldabréfum telja sér-
fræðingarnir að þau tækifæri séu
tímabundið fyrir bí. Í fyrra hafi þau
verið til staðar en eftir lækkun
ávöxtunarkröfu á flestum ríkis-
skuldabréfum telji þeir að tækifærin
nú leynist í hlutabréfum.
Mat SPH á erlendum verðbréfamörkuðum
Hlutabréf almennt væn-
legur fjárfestingarkostur