Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 4
Elín Snorradóttir framan við ýmsar plöntur sem eru í uppeldi í garðhúsinu. ELÍN Snorradóttir hefurfrá árinu 1981 komið sérupp garði með fjölbreytt-um tegundum blóma og runna, þar sem margvíslegar plöntur standa í blóma hver á fætur annarri frá því snemma á vorin og langt fram eftir hausti. Þegar blaðamaður heimsótti Elínu í lok apríl var fjöldi krókusa og lauka í blóma og ótrúlegt að sjá fjölda lit- ríkra blóma blasa hvarvetna við á köldum aprílmorgni. Tegundirnar sem Elín hefur plantað niður í garð- inn skipta hundruðum frá því hún hóf garðræktina í garði þeirra hjóna á Seltjarnarnesi að Vallarbraut 21 og sjálf segist hún telja að þær séu komnar yfir þúsund. Flestar þekkir hún plöntunar með nafni, ef ekki all- ar, eins og blaðamaður kemst að þegar hann fylgir Elínu eftir um garðinn og kíkir inn í garðhúsið. Laukar, krókusar og prímúlur standa í blóma og margar skemmti- legar plöntur hafa skotið rótum eftir sáningu í garðhúsinu. Tegundir og afbrigði eru með fjölbreyttasta hætti og Elín bendir á krummalilju með svörtum blómum, hvíta blásól, snæ- klukku, rósablöðku og engjablöðku, bleikt afbrigði, stjörnublöðku, berg- lykla, steinbrjóta, dvergaskó, fyllta prímúlu, rauðfeld, júlíulykil, silfur- lykil, síberíulilju og roðalykil, svo eitthvað sé nefnt. Garðurinn birtist grænn undan snjónum Elín sagðist hafa byrjað að sá í janúar í vetur og þegar hlýnar setur hún plönturnar niður í garðinn og bíður síðan eftir að allt standi í blóma. Hún segir að hægt sé að rækta ýmislegt hér á landi og prófar ýmsar tegundir. Elín segir þó að oft sé vindasamt og kalt á Nesinu og talsverð hafgola, sérstaklega í norð- austanáttinni. Það hefur hins vegar bæði sína kosti og galla. Ýmsar plöntur sem hún ræktar þrífast bet- ur í kulda og spretta vel upp, á með- an aðrar plöntur sem þurfa meiri hita ná sér síður á strik. Verst af öllu í veðurfarinu er þó bleyta og hláka á veturna, að sögn Elínar, og einnig þegar tíðarfar er lengi með kulda og sól og jörð stend- ur auð. Í fyrravetur, þegar mikið snjóaði, kom garðurinn hins vegar allur grænn undan snjónum og fjöl- ærir laukar í blóma gægðust upp úr snjónum. Skemmtilegur félagsskapur Aðspurð um það hvort ekki sé mikil vinna að halda garðinum í horf- inu og beðunum hreinum og lausum við illgresi, segist Elín ekki líta þannig á málið, enda skipti ánægjan af garðvinnunni meiru. Hún tínir allt illgresi jafnóðum upp og segist eyða sínum tíma meira og minna í garð- inum á sumrin og fá í staðinn heil- mikla og heilnæma útiveru. Í barátt- unni við illgresi og arfa notar hún ekkert eitur en lætur puttana duga í baráttunni, þar sem fíflarnir eru erf- iðastir viðureignar. Elín er meðlimur í Garðyrkju- félaginu og segir að í gegnum áhuga sinn á garðyrkju hafi hún eignast marga félaga og vini með sama áhugamál. Hún er meðlimur í svo- kölluðum Dalíuklúbbi en félagar í þeim klúbbi hittast reglulega og búa til blómaskreytingar og skipast jafn- framt á blómum á sérstökum blóma- skiptafundum. Þá er farið í inn- kaupa- og skemmtiferð og er félagsskapurinn hinn skemmtileg- asti í alla staði, segir Elín, bæði plönturnar og mannfólkið. Elín Snorradóttir safnar garðplöntum á Seltjarnarnesi Garður í blóma frá vori fram á haust Rósablaðka (Lewisia tweedyii). Elín fer höndum um Calocartus uniflorus, en plantan hefur ekkert íslenskt nafn. Ýmsar plöntur í uppeldi í garðhúsi Elínar.Fagurblár vorkrókus (Crocus vernus) í fullum blóma í apríl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Elín hugar að steinhæðabeði framan við húsið, þar sem hún hefur jafnan um 100 steinhæðaplöntur. 4 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gæði, úrval og gott verð! • Fást með loki eða öryggishlíf • Fáanlegir með vatns- og loftnuddkerfum • Margir litir, 10 gerðir sem rúma 4-12 manns • veitum ráðgjöf um niðursetningu og frágang Framleiðum einnig hornbaðker úr akrýli. Komið og skoðið baðkerin og pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 Netfang: pottar@trefjar.is Heimasíða: www.trefjar.is Verð frá aðeins kr. 94.860,- Heitirpottar tré. Einnig er moltan ágætis áburð- ur á grasflatir. Í dag getur fólk nýtt sér ýmsar gerðir safntunna og safnkassa sem hægt er að fá tilbúið í verslunum. Áður fyrr var notast við tveggja til þriggja hólfa heimasmíðaða kassa sem reyndar standa enn þá fyrir sínu þrátt fyrir að plastvörur hafi auðveldað fólki að hefja jarðgerð. Þá getur safnhaugur sem hlaðinn er beint á jörðinni komið að ágætist notum, auk margs kyns íláta sem ekki voru í upphafi ætluð til jarð- gerðar. Þar má t.d. nefna fiskikör úr plasti sem oft má fá útlitsgölluð fyrir lítið verð frá framleiðendum. Allt lífrænt, rotnanlegt efni sem fellur til í eldhúsinu eða garðinum hentar til moltugerðar. Hins vegar ætti að forðast að setja kjöt eða fisk saman við ef unnið er með opinn kassa, því meindýr geta sótt í slíkt. Hráefnunum má skipta í tvo hópa, annars vegar grænt efni, t.d. nýsleg- ið gras og grænmetisafskurð, sem er köfnunarefnisríkt, og hins vegar brúnt efni, t.d. sag og trjágreinar, sem er kolefnisríkt. Til þess að ná ferlinu rétt af stað þarf að blanda hráefnum rétt sam- an. Þó að erfitt sé að segja nákvæm- lega til um hlutföllin má í grófum dráttum segja að þriðjungur blönd- unnar eigi að vera brúnefni. Massinn þarf að vera hæfilega rakur og laus í sér þegar búið er að blanda hann. Þegar hitaferlið fer síðan af stað verður að lofta um hauginn með því að hræra í honum, því annars geta örverurnar klárað súrefnið og ferlið stöðvast. Æskilegt er að halda hit- anum í haugunum í a.m.k. fjóra daga til að eyðileggja illgresisfræ og drepa allt venjulegt sjúkdómssmit. FÆRST hefur í vöxt að fólk stundi eigin jarðgerð með því að búa til sína eigin gróðurmold í safnkössum heima við. Molta er íslenska heitið yfir þá afurð sem til verður í slíkri jarðgerð, þ.e. að umbreyta lífrænu hráefni í moldarkennt efni. Slíkt nið- urbrot fer einnig fram í náttúrunni en auðvitað án afskipta mannsins. Fæstum reynist erfitt að nota molt- una til ræktunar í garðinum eða við sumarbústaðinn. Bestur árangur næst ef moltan er notuð í efsta lag t.d. beða, í pottum eða umhverfis Að búa til sína eigin moltu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.