Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 14
14 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GARÐEIGENDUR Nova- Grow Nýjung í garðrækt!! Nýjung í garðræ kt!! Grasdúkurinn – Bylting í umhirðu garða Léttur, meðfærilegur dúkur með grasfræi • einföld notkun Jarðvegur undirbúinn • dúkur sniðinn til. • lagður yfir moldina Grasdúkurinn er vökvaður reglulega. UPP SPRETTUR GRAS EINFÖLD, ÁRANGURSRÍK OG HREINLEG AÐFERÐ ILLGRESIÐ hefur verið einnversti óvinur garðyrkjufólksum langan aldur, en það erólíklegt og jafnframt óæski- legt að uppræta það í eitt skipti fyrir öll. Í seinni tíð hefur baráttan þó orðið nokkuð óvægin með tilkomu eiturefna og almennri notkun þeirra. Margir garðáhugamenn forðast þó að nota eitur og leggja frekar áherslu á vistvænni vinnubrögð og margir fagmenn í garðyrkju hafa einnig horfið að miklu leyti frá notk- un eiturs til að uppræta illgresi. Í grófum dráttum má segja að um tvo flokka illgresis sé að ræða; ein- ært illgresi og tví- og fjölært illgresi. Einært illgresi spírar upp af fræi snemma sumars og er um að ræða mikinn fjölda illgresisplantna, s.s. haugarfa. Tví- og fjölært illgresi má einnig nefna rótarillgresi og meðal þess má t.d. nefna njóla. Í hópi ill- gresisplantna eru oft hraustlegar og fallegar plöntur eins og t.d. túnfífill og skriðsóley, en gallinn er sá að oft skjóta þær ekki upp kollinum á rétt- um stöðum. Baldur Gunnlaugsson, garðyrkju- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins, segir mikilvægt að þær aðferðir sem við notum við upprætingu illgresis valdi sem minnstum skaða á lífríkinu og séu í sátt við umhverfið. Hann segist vilja minnka eiturefnanotkun mjög mikið að fenginni reynslu. „Ég hef prófað að sleppa eiturefnum og náð ágætis tökum á því. Þetta snýst um það hvernig hægt er að gera hlutina án eiturefna, t.d. með yfirlagsefn- um.“ Að sögn Baldurs er nauðsynlegt að átta sig á því að eitrun með illgresislyfjum er fjarri því að vera framtíðarlausn á þessu vandamáli. Þó svo að nauðsynlegt sé við ákveðn- ar aðstæður að grípa til eiturefna þurfi alltaf að vinna að fyrirbyggj- andi aðgerðum í leiðinni. „Ég tel að sé illgresi orðið mjög mikið í beðum og ofboðslega mikið af tvíæru ill- gresi sérstaklega, þá sé allt í lagi að nýta sér eiturefni. En maður verður að hugsa fyrir því að eitthvað annað taki við og finna aðrar aðferðir til að halda illgresinu niðri.“ Garðeigendur nota of mikið af illgresiseyði Baldur segir það einfalda stað- reynd að jörðin leitist alltaf við að mynda einhverja gróðurhulu og gríðarlegt magn af fræi sé í loftinu og í jarðveginum. „Og það kemur fljótt þegar eiturefnið hættir að virka. Þá ertu kominn með sama vandamálið og ef þú heldur áfram að eitra ertu kominn í ákveðinn víta- hring. Það er auðvitað ekki skyn- samlegt á þessum tímum og auðvitað viljum við öll draga úr þessu. Danir eru komnir mjög langt í þessum mál- um og öll þeirra sveitarfélög gerðu með sér samning fyrir nokkrum ár- um um að hætta allri eiturefnanotk- un árið 2003.“ Garðeigendur hérlendis nota of mikið af illgresiseyði í sínu nánasta umhverfi, að mati Baldurs. Hann bendir jafnframt á að þó eiturefni séu flokkuð í svokallaðan C-flokk, sem er mildasti eiturefnaflokkurinn, sé ekki hættulaust að umgangast þau. Þar má nefna vinsæl efni eins og Casoron, sem mikið er selt af hér á landi en var bannað í Danmörku fyrir fimm árum. Ástæðan er sú að þegar Casoron brotnar niður um- myndast það í ákveðið efni sem kall- ast bam, en það efni hefur fundist mjög víða í drykkjarvatni og er afar óhollt. Notað eins og hálfgerð snyrtivara í garða Baldur segir Casoron drepa nán- ast allar tegundir illgresis og endast í jarðveginum í 4-5 ár. En jafnframt því hefur efnið mikil áhrif á ýmis jarðvegsdýr sem lifa í efstu lögum jarðvegsins og eru mikilvæg fyrir plöntur og forðast þennan mengaða jarðveg eða drepast. „Það er svolítill uggur í manni því þetta er notað eins og hálfgerð snyrtivara í garða. Ég hef sjálfur notað þetta efni og hef verulega reynslu af notkun eiturefna. Menn eru að dreifa þessu í beðin og þar er efnið í mörg ár. Á þessum tíma þarft þú eitthvað að vera að sýsla í beð- unum og þetta efni berst á mann. Ég get ekki sagt til um áhrifin, en það ber að varast að nota efni sem hafa svona mikinn endingartíma.“ Ýmsar aðferðir er hægt að nota til að losna við illgresi og halda því fjarri beðum. Að stinga illgresið upp og róta nógu oft í beðum er að sjálf- sögðu besta aðferðin, að sögn Bald- urs, einföld, ódýr og virkar vel eins og eiturefnin. Hins vegar leiðist fólki slík vinna til lengdar og því er oft gripið til annarra ráða. Mikilvægt er að stunda fyrir- byggjandi aðgerðir og sífellt fleira fagfólk sem sér um stór svæði stund- ar slíkar aðferðir. Í því skyni notast margir við yfirlagsefni sem halda ill- gresinu vel niðri og gefa sum hver frá sér næringu og stuðla jafnframt að jarðvegsbótum sem virka jákvætt á næringarframboð jarðvegslífvera og plantna. Slík yfirlagsefni eru m.a. nýslegið gras, dagblöð eða pappi, trjákurl, sandur og molta. Harðsvírað illgresi eins og njóli nær að skjóta rótum eða vaxa upp í gegnum öll þessi efni, en þær illgresisplöntur sem ná í gegn eru veigalitlar þegar þær skjóta upp kollinum og því mun auðveldara að fjarlægja þær. Besta aðferðin er að planta undirgróðri Notkun undirgróðurs, þekjugróð- urs og ýmissa plantna úr náttúrunni er varanlegasta leiðin til að útiloka illgresi sem völ er á. Baldur segir að lykilatriði nútíma umhirðutækni sé að skapa þéttan gróðurbotn, hvar sem plöntubeð eru. „Besta aðferðin er að planta ein- hverjum undirgróðri, einhverjum þekjandi gróðri eða nógu mörgum plöntum til að loka beðinu, hvort sem það eru runnar eða fjölærar plöntur, vegna þess að plöntur í botninum tempra jarðveginn og búa til miklu betri vaxtarskilyrði fyrir hærri plönturnar og sjálfa sig í leið- inni.“ Þá segir Baldur það skipta veru- legu máli hvernig svæðin eru hönnuð í upphafi til að losna við illgresi og að vel sé gengið frá öllum köntum og þýðingarmikið að sópað sé upp úr og settur nýr eða hreinn sandur undir stéttir. „Góð hönnun, framkvæmd og reglulegt viðhald borgar sig þegar til langs tíma er litið, svo mikið er víst.“ Garðeigendur sem notað hafa hrossaskít sem áburð hafa margir lent í því að fá með skítnum gríð- arleg mikið illgresi. Baldur segir að á Íslandi sé því miður ekki stunduð sú aðferð að jarðgera skítinn, en við þá meðferð drepst megnið af illgres- isfræjunum. Þá segir hann annað vandamál varðandi hrossaskít að mikið sé orðið notað af trjákurli und- ir hestana með spæni og slíku, sem blandist saman við skítinn og rýri gildi hans sem áburðar. „Þannig að í raun og veru er hrossaskítur sem er mikið íblandaður kurli afleitur áburðargjafi, því miður. Nema þegar hann er jarðgerður, þá verður hann betri áburður og þá að mestu án ill- gresis.“ Aukin áhersla á fyrirbyggjandi aðferðir í baráttunni við illgresið Notkun eiturefna er aðeins skyndilausn Baldur Gunnlaugsson, garðyrkjustjóri Garð- yrkjuskólans, segir mik- ilvægt að aðferðir við upprætingu illgresis valdi sem minnstum skaða á lífríkinu og séu í sátt við umhverfið. Hann segist vilja minnka eiturefnanotkun mjög mikið að fenginni reynslu og hefur lagt áherslu á að nota fyr- irbyggjandi aðferðir í stað eiturefna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hér hefur illgresið náð að skjóta rótum svo um munar, eftir að hrossaskítur var notaður í fyrra sem áburður. Páskaliljur stinga upp kollinum að vorlagi úr grasyfirlagi í einu beða Garðyrkjuskólans. Ljósmynd/Baldur Gunnlaugsson Hér má sjá trjábeð með grasyfirlagi. Ekki var þörf á neinni illgresishreinsun í beðinu eftir að nýslegna grasið var sett yfir. Mikið notuð aðferð er sandyfirlag sem gefur fallegt yfirbragð. Það er þó dýrari aðferð en að nota grasið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.