Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 18
18 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ markmið Garðyrkjuskólans voru samþykkt á síðasta ári og hefur stefnan verið sett á að efla íslenska garðyrkju á öllum sviðum með því að stuðla að góðri fagmenntun á framhalds- og há- skólastigi og vera í forystu við að afla nýrrar þekk- ingar sem hefur þýðingu fyrir ís- lenska garðyrkju. Sveinn Aðal- steinsson, skóla- meistari Garðyrkjuskólans, segir að skólinn verði að sinna frekari þróun garðyrkju hér á landi í ljósi umræð- unnar um verð og tolla á grænmeti, enda ljóst að íslenskir garðyrkju- bændur verði í framtíðinni að standa meira á eigin fótum, ólíkt flestum öðrum greinum landbúnaðar. Garðyrkjan á sér ekki langa sögu hér á landi sem atvinnugrein en fyrst komst skriður á þegar fyrstu nem- endurnir, um 20 að tölu, útskrifuðust frá Garðyrkjuskólanum árið 1941. Margir þeirra stofnuðu sínar eigin garðyrkjustöðvar og urðu þátttak- endur og um leið brautryðjendur í að byggja upp þessa nýju atvinnugrein. Garðyrkjuskóli ríkisins var stofn- settur á Reykjum árið 1939 og tók við húsakynnum sem rekin voru um nokkurra ára skeið fyrir berklaveikt fólk. Fyrsti skólastjóri Garðyrkju- skólans var Jón Unnsteinn Ólafsson en hann var jafnframt fyrsti Íslend- ingurinn sem lauk háskólaprófi í garðyrkju. Rannsóknir skipa sífellt stærri sess í starfi skólans Núverandi skólameistari, Sveinn Aðalsteinsson, segir að skólinn stefni nú að háskólabraut í garðyrkjufram- leiðslutækni í samvinnu við HÍ og norræna háskóla sem þýði aukið starfsmenntanám á framhalds- og háskólastigi í garðyrkju. „Okkar sérstaða er auðvitað sú að það er engin önnur menntastofnun að fást við garðyrkju á Íslandi og því er okkar hlutverk mjög víðtækt. Það er í fyrsta lagi fræðsluhlutverkið og þar þurfum við að vera með bæði framhalds- og háskólastig þótt þetta sé allt í smáum stíl. Síðan erum við með afskaplega öfluga endurmennt- un og sá þáttur hefur farið vaxandi ár frá ári. Þar erum við t.d. að bjóða upp á nám fyrir skógarbændur sem met- ið er til eininga á framhaldsskóla- stigi, þannig að við erum eiginlega að búa til litla öldungadeild hérna.“ Þá segir Sveinn að rannsóknir og tilraunir skipi sífellt stærri sess í starfsemi skólans. „Þar er auðvitað nýja tilraunahúsið stórkostleg viðbót við okkar aðstöðu hér og leysir af hólmi mörg gömul hús hjá okkur.“ Að sögn Sveins hefur skólinn feng- ið styrki frá RANNÍS við ýmis verk- efni. Þá sé skólinn í spennandi sam- starfi við fyrirtækið Genergy- Varmaraf ehf. um þróun og notkun svokallaðs varmarafals en sú tækni byggir á að nota mismun á heitu og köldu vatni við framleiðslu á raf- magni. Í rafalnum er enginn hreyf- anlegur hlutur, líkt og í túrbínu, heldur byggist tæknin á gömlum eðl- isfræðilögmálum þar sem ný fram- leiðslutækni stuðlar að hámarksnýt- ingu. Um er að ræða tækni með einkaleyfisvernd og því er ekki heim- ilt að ljóstra upp leyndarmálinu fyrr en í haust, að sögn Sveins. Gæti gjörbreytt vetrarræktun í gróðurhúsum „En við erum komin með 5 kíló- watta rafal og vonumst til að geta farið upp í 100 til 500 kílówött til þess að þetta verði fýsilegur kostur fyrir garðyrkjubændur. Við erum að gera okkur vonir um að tilraunirnar komi það vel út að þetta muni hreinlega gjörbreyta landslaginu í vetrarrækt- un í gróðurhúsum.“ Þá segir Sveinn að ýmis þróunar- verkefni séu í gangi til að bæta fram- leiðni í garðyrkju þannig að garð- yrkjubændur fái meiri uppskeru á hvern fermetra. „Og það er auðvitað sérstök ástæða til að sinna þessu þróunarstarfi núna þegar umræðan um verndartolla er í gangi og alveg ljóst að íslensk garðyrkja verður í framtíðinni að standa meira á eigin fótum, ólíkt flestum greinum land- búnaðar.“ Í október síðastliðnum var fyrsti áfangi Garðyrkjumiðstöðvarinnar, nýs þekkingarseturs í garðyrkju, tekinn í notkun við skólann. Garð- yrkjumiðstöðin er samvinnuverkefni skólans, Bændasamtakanna og Sambands garðyrkjubænda. Í mið- stöðinni leiða saman krafta sína sér- fræðingar og kennarar Garðyrkju- skólans, ráðunautar Bænda- samtakanna og fulltrúar Samtaka garðyrkjubænda í því skyni að sam- hæfa þjónustu sína við græna geir- ann. Hægt að stunda nám á sex brautum við skólann „Íslensk garðyrkja er mannfá hvað ýmsa sérfræðiþjónustu snertir og það er bjargföst vissa okkar að slík samvinna undir einu þaki muni efla þjónustu sérfræðinga við grein- ina og almenning og gera okkur kleift að leysa betur og skilvirkar þau fjölmörgu verkefni garðyrkjunn- ar sem bíða úrlausnar,“ segir Sveinn. Aðsóknin að reglulegu námi í skól- anum hefur verið mjög stöðug, að sögn Sveins, en þó geti skólinn auð- veldlega bætt við fleiri nemendum. Hægt er að stunda nám á sex braut- um við skólann; skrúðgarðyrkju- braut, ylræktarbraut, umhverfis- braut, skógræktarbraut, garð- plöntubraut og blómaskreyt- ingabraut. Námið á fimm fyrsttöldu brautun- um tekur rúmlega 3 ár og skiptist í 4 bóklegar annir við skólann á Reykj- um og síðan 17 mánaða verknám. Nám á blómaskreytingabraut er 2 ára nám með 14 mánaða verknámi og 2 anna bóklegu námi með verk- kennslu. Forkröfur eru þær að fólk hafi lok- ið 2 til 4 önnum í fjölbrauta- eða menntaskóla og að hluti verknáms hafi farið fram á viðurkenndum verk- námsstað. Í vetur hafa 36 nemendur stundað nám við skólann auk 25 nem- enda í skógræktarverkefninu. Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum á tímamótum Aukin áhersla á rann- sóknir og háskólanám Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Christiansen garðyrkjufræðingur hugar að paprikuplöntum í nýja tilraunagróðurhúsinu. Nemendur skólans fást við ýmis verkefni. Hér sést hleðsla nemanda í skrúðgarðyrkju á gosbrunni. Garðyrkjuskólinn hefur í áratugi ræktað suðrænar plöntur, m.a. bananaplöntur í einu gróðurhúsanna. Sveinn Aðalsteinsson VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.