Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 C 9 Klapparstíg 44, sími 562 3614 HÚSASKILTI Pantið fyrir 25. nóvember til jólagjafa. HÚSASKILTI Maítilboð 10% afsláttur LÍKLEGT er talið að eins konar sprenging verði í útbreiðslu gljá- víðiryðs á höfuðborgarsvæðinu í sumar, að því er fram kemur í grein Halldórs Sverrissonar, plöntusjúkdómafræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, í Morgunblaðinu 19. mars síð- astliðinn. Reyndar hafði einnig verið búist við skæðari faraldri síðasta sumar en raun varð á, en skýringin er líklega sú að það tek- ur sveppinn nokkurn tíma að magnast upp og koma sér fyrir á nýjum stöðum. Þó svo að sveppurinn hafi víða ekki náð að mynda gró fyrr en seint í september eða byrjun októ- ber, þá nægir það til að hann get- ur lifað af veturinn og byrjað að vaxa strax eftir laufgun. Í fram- haldinu mun ryðið dreifast um Vesturland, en sökum þess að gljávíðiræktun er þar strjál er erfitt að segja fyrir um hraða út- breiðslunnar. Erfitt að fullyrða um útbreiðslu asparryðs Í grein Halldórs kemur fram að margir garðyrkjumenn séu spurð- ir að því hvort ekki sé bara best að rífa allan gljávíðinn upp strax og planta öðru í staðinn, en slíka ákvörðun verður garðeigandinn að taka sjálfur. Það er mjög ein- staklingsbundið hversu verðmæt- ur mönnum þykir þessi víðir og því misjafnt hvað fólk er reiðubú- ið að leggja á sig til þess að halda honum. Þau ráð sem hægt er að gefa er að með réttri klippingu og notkun plöntulyfja er væntanlega mögu- legt að halda gljávíðinum í sæmi- legu horfi. Ef á hinn bóginn lítið eða ekkert er gert til að verjast ryðsveppnum er hætt við að víð- inn kali og hann verði ljótur og geti jafnvel drepist. Rétt er því að garðeigendur búi sig undir að skipta þurfi gljávíð- inum út á næstu árum. Halldór segir erfitt að fullyrða nokkuð um útbreiðslu asparryðs, en líklegt er að það hafi komist til höfuðborg- arsvæðisins í fyrra sumar eða haust, þótt ekki hafi borist til- kynningar þess efnis. Þessi ryðsveppur er algerlega háður því að komast á lerki á vor- in og getur þá dreifst út frá því. Sýkt asparlauf þarf því að vera nærri lerkitré ef landnám á nýj- um stað á að takast. Bæjaryfirvöld í Árborg og í Hveragerði hafa í hyggju að láta úða lerki í vor og freista þess að minnka eða stöðva dreifingu ryðs- ins frá lerki til aspa. Ef vel tekst til munu þessar aðgerðir minnka grómagnið í viðkomandi sveit- arfélögum og hindra eða seinka útbreiðslu asparryðs í nágranna- sveitum á Suðurlandi og á höf- uðborgarsvæðinu. Líkur á verulegri útbreiðslu gljávíðiryðs í sumar STARINN sem stundum verpir á húsum er yfirleitt fremur óvelkominn gestur þar sem fló sem á honum lifir berst gjarnan inn í húsakynni manna, bítur þá og veldur kláða. Margir hafa gripið til þess ráðs að loka öllum mögulegum varpstöðum á húsum sínum en ný aðferð til að fæla burtu starann hefur gefist vel. Plastuglur sem settar eru upp á húsum virðast duga til þess að starinn treystir sér ekki til að gera sér þar hreið- ur. Anton Magnússon, deild- arstjóri garðvörudeildar Garðheima í Reykjavík, seg- ist reyndar ekki hafa reynt þetta sjálfur en haft af því spurnir að uglurnar hafi reynst vel til að fæla starann frá. Þá hafi þær selst afar vel sem hljóti að benda til þess að þær virki. Uglan telst varla helsti náttúrulegi óvin- ur starans hér á landi en Ant- on segir að svo virðist sem hið ránfuglslega útlit uglunn- ar nægi. Sjálfsagt myndi fálki duga eins vel en Anton efast hins vegar um að starinn myndi láta eftirlíkingu af rjúpu hræða sig burtu. Verðið á plastuglunum í Garðheimum er frá 900 krón- um upp í 3.560 krónur. Óvinsældir starans má rekja til flónnar sem á honum lifir. Í raun eru flær á all- flestum fuglategundum. Star- inn kýs hins vegar fremur en flestir aðrir fuglar að gera sér hreiður á húsum. Flær sem falla í starahreiður dvelja þar vetrarlangt og þroskast með vorinu. Komi engin fugl í hreiðrið leggja þær í ætisleit og finna það gjarnan hjá mönnum. Flóin getur þó ekki lifað á manna- blóði til lengdar. Starinn hræðist plast- uglurnar MOSATÆTARAR - SEM VIRKA - Þar sem garðáhöldin fást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.