Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVEPPAMASSI er lífrænn, há- gæða jarðvegsbætir sem fellur til við ræktun ætisveppa á Flúð- um og inniheldur íslensk nátt- úruefni eins og bygghálm, reyr, kalk og mómold. Ragnar Krist- inn Kristjánsson hjá Flúða- sveppum ehf. segir að oft hafi verið rætt um að setja þessa mold á poka og setja á markað í þau 17 ár sem sveppir hafa verið ræktaðir hjá Flúðasveppum. Hann segir moldina vera eins- konar moltu en verið sé að að- greina þetta frá slíkri fram- leiðslu með því að kalla moldina sveppamassa. „Nágrannar okkar, garðyrkju- bændur og sumarbústaðaeigend- ur hér á stóru svæði, hafa kom- ist upp á lag með að nota þetta og við vitum að fókið er með rosalega gott efni í höndunum. Það hefur fólk komið hér und- anfarin ár sem á sumarbústað í Grímsnesinu og það sagðist hafa verið búið að prófa allan hugs- anlegan áburð í mörg ár. Þau voru búin að sækja hrossaskít og hænsnaskít og fleira og ekk- ert gekk. Þeim var síðan bent á að þau gætu náð sér í sveppa- massa og náðu í eina kerru. Síð- an þá hefur orðið alger gróð- ursprengja hjá þeim.“ Hitaður yfir 70 gráður til að fyrirbyggja óæskilegar örverur Sveppmassinn er framleiddur eftir ströngustu gæðakröfum. Til að skapa hið rétta örverulíf í massanum er framleiðsluferlið afar flókið og hita, raka og loft- un er stjórnað á mjög nákvæm- an hátt með nýjustu tækni. Að ræktun lokinni er sveppa- massinn hitaður yfir 70 gráður til að fyrirbyggja óæskilegar ör- verur og illgresi áður en hann er fjarlægður úr ræktunarklefun- um. Þaðan fer hann í áframhald- andi vinnslu og er látinn moltna enn þá meira. Að lokum er hann þurrkaður og settur í neytenda- umbúðir. Engin eiturefni eða lyf eru notuð við framleiðsluna og því er sveppamassinn 100% líf- rænn íslenskur jarðvegsbætir. Að sögn Ragnars var ekki ætl- unin að setja þetta á markað fyrr en á næsta ári en ákveðið hafi verið að setja kynna vöruna í sumar í helsu verslunum með gróðurvörur. Hann segir að fólk verði að gæta þess að bruðla ekki með sveppamassann, enda sé mikill kraftur í moldinni. Sveppamassinn notaður við lífræna ræktun „Þess vegna bjóðum við líka upp á mildan sveppamassa. Þá erum við búin að blanda mold í massann og aðeins búið að draga úr styrkleikanum. Síðan má segja að þetta sé mjög falleg mold, svona svört með fallega áferð.“ Ragnar segir fjóra aðila, sem hafa lífræna vottun og hafa stundað lífræna ræktun í árarað- ir, notast við sveppamassa sem ákveðna undirstöðu í sinni rækt- un. „Það er á Engi í Laugarási, þar sem kryddjurtirnar eru ræktaðar, á Akri í Laugarási, á Sólheimum og hjá Náttúrulækn- ingafélaginu í Hveragerði. Þess- ir aðilar hafa notað þetta til nokkurra ára, bæði sem mold og næringu.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Mikið fellur til af lífrænum, hágæða jarðvegsbæti við ræktun ætisveppa á Flúðum. Morgunblaðið/Ásdís Sveppir hafa notið vaxandi vin- sælda við matargerð. Flúðasveppir setja hágæða jarðvegs- bæti á markað Lífrænn sveppa- massi úr svepparæktun Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Henta vel við þröngar aðstæður t.d. í görðum og kjöllurum húsa til flutnings á jarðvegi svo sem mold, sandi, möl og grús. Leitið nánari upplýsinga. ETRAMO færibönd Flutningsgeta: 50 tonn/klst. Fáanleg í 3ja og 4,5 metra einingum. Kraftvélaleigan ehf. Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur · Sími 535 3513 / 895 6203 · www.kraftvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.