Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 12
Í SUMAR verða 40 ár liðin frá stofnun Grasagarðs Reykjavíkur, en hann var stofnaður 18. ágúst 1961, á 75 ára afmæli borgarinnar. Upphaf Grasagarðsins má rekja til þess að Reykjavíkurborg var gefið til varðveislu safn 200 íslenskra jurta. Þá var garðurinn um 400 fer- metrar að flatarmáli en er í dag um 25.000 fermetrar og þar er að finna u.þ.b. 5.000 plöntutegundir, afbrigði og yrki. Eva G. Þorvaldsdóttir for- stöðumaður Grasagarðsins segir hlutverk hans fyrst og fremst vera að safna plöntum og varðveita þær. „Hér á Íslandi er ekki mikil safnamenning. Það sem helst kem- ur í hugann þegar við tölum um söfn eru byggðasöfn, bókasöfn og listasöfn, en til eru margs konar önnur söfn, svo sem náttúrufræði- söfn, ljósmyndasöfn og grasasöfn, en Grasagarður Reykjavíkur er ein- mitt grasasafn. Við verðum að líta á plönturnar sem okkar safngripi sem við merkjum og verðum að vita deili á, vita hvaðan þær koma og hvernig á að hugsa um þær. Að því leyti er Grasagarðurinn allt öðru vísi en önnur söfn sem yfirleitt sýna dauða hluti.“ Hávaxin skógalyngrós skartar sínu fegursta á vorin Í Evrópu er aldagömul hefð fyrir grasagörðum en Eva segir það þó merkilegt að garðurinn sé orðinn þetta gamall. „Við finnum það á út- lendingum sem koma hingað að þeir hafa sterkari tengsl við grasa- garða en Íslendingar og margir er- lendir ferðamenn leita sérstaklega uppi grasagarða á ferðum sínum um heiminn.“ Líkt og í öðrum grasagörðum víða um heim er í garðinum að finna sýnishorn af innlendri flóru. Í Grasagarðinum vaxa um 380 teg- undir af u.þ.b. 485 háplöntum sem teljast til íslensku flórunnar. Þetta safn heitir Flóra Íslands og þar er hægt að fylgjast með vexti og þroska plantna sem vaxa villtar á Íslandi. Allar aðrar plöntur í Grasagarð- inum eru erlendar. Þetta eru að- allega fjölærar jurtir, tré, runnar, klifurplöntur, berjarunnar og rósir. Árlega blómstrar á vorin hávaxin skógalyngrós, sem nú skartar sínu fegursta, blómin eru stór, klukku- laga og bleik á litinn. Aðrar vor- blómstrandi plöntur í garðinum eru til dæmis hátíðaliljur, skógarliljur og snotrur (Anemone). Villtar fjallaplöntur frá ýmsum heimsálfum Í Grasagarðinum hefur verið komið fyrir steinhæðum þar sem vaxa aðallega villtar fjallaplöntur frá ýmsum heimsálfum, til dæmis frá Alpafjöllum Evrópu, Himalaja- fjöllum Kína, Sierra Nevada-fjöllum í Kaliforníu og fjöllum í Japan. Steinhæðin blasir við þegar komið er inn um aðalinngang garðsins og segir Eva að fólk geti alltaf fundið einhverjar fjallaplöntur í blóma á hvaða tíma sumarsins sem er. Suðrænar plöntur sem ekki þola 40 ár liðin frá stofnun Grasagarðsins í Reykjavík Helsta hlutverkið að safna plöntum og varðveita Óhætt er að fullyrða að það kenni margra grasa í Grasagarðinum í Laugardal. Um árabil hefur starfsfólk garðs- ins aukið jafnt og þétt við tegundir, afbrigði og yrki í garðinum og er fjölbreytni gróðursins hin besta náma fyrir fróðleiksfúsa garð- áhugamenn. Eiríkur P. Jörundsson fór í heim- sókn í Grasagarðinn og fræddist dálítið um til- gang garðsins og marg- breytileika flórunnar. Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson Eva G. Þorvaldsdóttir skoðar bergsóley í garðskálanum. Alpahríma er ein þekktasta fjallaplanta Alpanna, kölluð Edelweiß, af körfublómaætt en blómin sitja mörg saman efst í lítt áberandi körfum. Meira ber á háblöðunum, hvítloðnum sem raða sér eins og stjörnur umhverfis körfublómin. Ljósmynd/Eva G. Þorvaldsdóttir Rauðfeldur (Douglasia laevigata) vex villt í fjöllum austanvert í N-Ameríku. Ættkvíslarheitið Douglasia er kennt við David Douglas sem var ötull plöntusafnari á fyrrihluta 19. aldar. Skógalyngrósin (Rhododendron oreodoxa var fargesii) í Grasagarðinum er frá því 1977 en heim- kynni hennar eru í V-Kína. Í lok maí á hverju ári skrýðist runninn stórum, bleikum blómum eins og brátt sést í Grasagarðinum. 12 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.