Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 C 15 STEINSMIÐJAN REIN hf.hóf starfsemi fyrir rúmuári og sérhæfir sig í smíðiá öllum hugsanlegum hlutum sem smíða má úr íslensku grjóti og graníti. Þar á meðal eru smíðaðar hvers kyns garðvörur, s.s. borð, bekkir, garðálfar, ljós- ker, blómaker og gosbrunnar. Óm- ar Agnarsson rekur steinsmiðjuna ásamt fjórum starfsmönnum og segir sífellt færast í vöxt að fólk noti grjót og sérsniðna steina í garða og umhverfis hús. Hann segir grjót, eins og t.d. grágrýti, gefa skemmtilegt útlit og gífurlega endingu og hafa þann góða kost að verða fallegra eftir því sem það eldist. Þar má t.d. nefna tilhöggið grindverk úr grá- grýti sem hafi einstakt útlit og veðrist á sérlega skemmtilegan hátt. Eins og allt sem er vandað og stendur lengi eru slík grind- verk dýrari en þau hefðbundnu og má reikna með að sérsmíðað grindverk úr grágrýti kosti allt að fjórum sinnum meira en steypu- grindverk. Hins vegar er endingin ólíkt meiri og ekki þörf á viðhaldi. Grjótið getur gjörbreytt umhverfinu og gefið því glæsileika Ómar segir fólk geta komið með sínar eigin hugmyndir að nánast hverju sem er til að smíða úr grjóti og náð fram sínum eigin persónulega stíl á stéttum, bíla- plönum, girðingum, garðhúsgögn- um og fleiru. Þá getur fólk einnig komið með steina sem það hefur sjálft valið eða fundið í náttúrunni og fengið það sagað eða tilhöggið að eigin ósk. Starfsmennirnir geta sagað út í stein hin ýmsu form og notast þar við sög sem fylgir skapalóni nákvæmlega eftir með leysitækni. Möguleikarnir í sér- smíði eru því mjög miklir, þannig að kröfur viðskiptavina eru afar sjaldan óraunhæfar, að sögn Óm- ars. Hjá Rein starfar steinsmiðurinn Philippe Blanc sem kemur frá Frakklandi en hefur verið búsett- ur á Íslandi í 3 ár. Philippe hefur meistarapróf í steinsmíðum og margra ára reynslu í steiniðnaðin- um og vildi starfa áfram við iðn sína hér á landi. Hjá honum geta viðskiptavinir steinsmiðjunnar fengið ráðjöf um allt er tengist smíðum úr steini og með hand- verkfæri að hönd er honum ekkert ómögulegt þegar steinninn á í hlut, að sögn Ómars. Hann segir að hjá steinsmiðj- unni sé hægt að velja um hleðslur sem notaðar séu til að leggja áherslu á ákveðna staði við hús eða í görðum og geti gjörbreytt umhverfinu og gefið því ákveðinn glæsileika. „Þú getur fengið stein í slíkar hleðslur hjá okkur og er aðallega notast við grágrýti en í einstaka tilfellum blágrýti. Grágrýtið er yf- irleitt handbrotið í stærri og þykk- ari hleðslur en hægt er að fá vél- brotið í minni hleðslur, til dæmis í kringum blómabeð og næst þá sléttari áferð á steininn án nokk- urra meitilfara.“ Steinsmiðjan Rein býður sérsmíði úr steini í garðinn Grjótið formað á ýmsa vegu Morgunblaðið/Árni Sæberg Philippe Blanc steinsmiður mundar verkfærin við veglegt grindverk úr grágrýti. Grjót í görðum hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár, en hægt er að smíða nánast hvað sem er úr grjóti í garðinn, að sögn starfs- manna Steinsmiðjunnar Reinar á Kjalarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.