Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristinn H. Þorsteinsson er garð- yrkjustjóri Orkuveitu Reykjavík- ur og formaður Garðyrkjufélags Íslands. Þá hefur hann kennt við Garðyrkjuskóla ríkisins og haldið fjölda námskeiða. Á vorin og sumrin fær hann sér oft göngu- túra um götur bæjarins eld- snemma morguns og tekur þá gjarnan myndir sem hann notar við kennslu. „Stundum er bankað á glugga, sjálfur væri ég ekkert alltof hrif- inn af því ef ókunnugur maður stæði í garðinum og tæki myndir. En svona eignaðist ég kennslu- efnið mitt og ég vona að mér sé fyrirgefið,“ segir Kristinn. Átta klukkustunda maraþonfyrirlestur Þegar Garðyrkjuskóli ríkisins stóð fyrir opnu húsi á sumardag- inn fyrsta hélt Kristinn átta klukkustunda maraþonfyrirlestur um garðrækt. Á fyrirlestrinum sýndi Kristinn hátt í eitt þúsund myndir sem hann tók m.a. á ferð- um sínum um garða víða um land. Honum telst til að um átta þúsund manns hafi heimsótt skól- ann þennan dag. Kristinn segir að áhugi á garð- rækt sé mikill hér á landi og fari vaxandi. Garðrækt sé enda afar gefandi áhugamál, hún sé þrosk- andi og leitun sé að iðju sem hafi jafn róandi áhrif á hugann. Myndar garða eld- snemma morguns MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 C 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.