Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 4
KNATTSPYRNA
4 B ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hver er uppáhaldsborgin ykkar?Getur verið að það sé Cardiff?
spyr kynnirinn á Þúsaldarvellinum
þar í borg um fimmleytið á laugar-
daginn. Stuðningsmenn Arsenal eru
flestir farnir, þó að stutt sé síðan
flautað var til leiksloka, en þeir sem
eru á bandi Liverpool hreyfa sig
hvergi heldur syngja hástöfum hvert
lagið á fætur öðru; You’ll Never Walk
Alone og fleiri sígild. Liðið þeirra hef-
ur sigraði í bikarkeppni enska knatt-
spyrnusambandsins í sjötta sinn þrátt
fyrir að Arsenal væri mun betra nán-
ast allan tímann.
Ástæða spurningar þularins er
vitaskuld sú að þetta var annar leikur
Liverpool í Cardiff í vetur, í bæði
skiptin hefur liðið sigrað og jafnframt
hampað bikar. Fyrri viðureignin var
úrslitaleikur deildarbikarkeppninnar
þar sem Birmingham var lagt að velli.
Rautt, hvítt og gult
Rautt og hvítt eru litir dagsins.
Þetta eru litir aðalbúninga beggja liða
og stuðningsmennirnir eru flestir
þannig klæddir. Talsvert af áhang-
endum Liverpool var reyndar í gulu
varatreyjum, en hetjurnar þeirra
klæðast einmitt gulu í leiknum.
Blaðamaður rekst svo á konu í
blárri landsliðstreyju Frakklands og
það er vel við hæfi. Gérard Houllier
og Arsene Wenger eru mennirnir á
bak við þessi tvö frábæru lið, þessir
snjöllu frönsku þjálfarar vita sannar-
lega hvað þeir syngja.
Yfirburðir Arsenal eru Liverpool-
fólki þegar þegar í stað gleymdir þeg-
ar leiknum lýkur og skipta engu máli.
Úrslitin eru 2:1 Rauða hernum frá
Liverpool í hag og því fær ekkert
breytt. Arsenal menn sögðu það enda
sjálfir á eftir að nýti lið ekki úrvals-
færi eins og þeir fengu nokkrum sinn-
um vinnst ekki leikur sem þessi; að
minnsta kosti er aldrei hægt að bóka
sigur þótt lið geri eitt mark þegar
Michael Owen er einn andstæðing-
anna.
Þegar bikarúrslitaleikir eru annars
vegar skiptir ekkert nema sigur máli.
„Leikurinn í dag lofar góðu, en þegar í
bikarúrslitaleik er komið er handritinu
sjaldnast fylgt. Fegurð leiksins verður
ekki efst í huga leikmanna heldur ilm-
urinn af sigri og kampavínsbragðið á
fagnaðarstundu,“ skrifaði Lee Dixon
bakvörður hjá Arsenal í Daily Tele-
graph á laugardagsmorgun. „Í sann-
leika sagt skipta gæði leiksins einungis
máli ef maður tapar. Sigurvegararnir
eru þeir einu sem fólk minnist frá bik-
arúrslitum,“ sagði hann.
Frammistaða Liverpool olli stuðn-
ingsmönnum liðsins miklum von-
brigðum enda voru þeir óvenju hljóð-
látir á laugardag. Þeir höfðu að vísu
sannarlega yfirhöndina fyrir leik.
Þöndu raddböndin af miklum krafti á
götum og krám í þröngum miðbæn-
um á meðan Lundúnabúarnir höfðu
sig minna í frammi. En allt fór vel
fram. Öll dýrin í skóginum voru vinir.
Wales-búar eru frægir söngmenn,
en gestirnir frá Englandi þurftu ekki
að skammast sín fyrir tilþrifin á því
sviði. Það kom ekki á óvart að Ars-
enal-lögin hljómuðu hærra um leik-
vanginn glæsilega í Cardiff eins og
leikurinn þróaðist. Þeir glöddust
vegna frammistöðu sinna manna og
allt ætlaði um koll að keyra þegar Sví-
inn duglegi Fredrik Ljungberg gerði
fyrsta markið á 72. mínútu. Aðeins fá-
einum andartökum síðar hefði Frakk-
inn frábæri, Thierry Henry, getað
gert út um leikinn en brást illilega
bogalistin. Það var eins og vantaði í
hann drápseðlið. Svo var Westerveld,
markvörður Liverpool, yfirleitt vel á
verði og finnski fyrirliðinn Samy
Hyypia varði einum þrisvar sinnum á
eða við marklínuna!
Henry var ekki ætlað að skora á
laugardag en einn andstæðinga hans
er hins vegar maður sem er fæddur
markaskorari. Michael Owen.
Þessi litli, eldfljóti framherji byrj-
aði fjörlega í leiknum en síðan tóku
leikmenn Arsenal völdin og Owen og
félagar urðu nánast sem áhorfendur.
Leikurinn lofaði góðu á fyrstu mín-
útunum en fyrri hálfleikurinn í heild
var ekki sérlega skemmtilegur,
reyndar svo daufur að þegar þulurinn
kynnti það í leikhléinu að hápunktar
hans yrðu sýndir á risaskjánum við
báða enda vallarins fór undrunarkl-
iður um áhorfendur. Hvað átti að
sýna?
Eitt atvik úr fyrri hálfleik var
reyndar ákaflega umdeilt og ólíklegt
að það líði stuðningsmönnum Arsenal
úr minni næstu áratugina. Eftir
glæsilegt samspil komst Thierry
Henry í ákjósanlegt færi, lék á West-
erveld og skaut að marki en knött-
urinn fór í hönd Stephane Henchoz,
varnarmanns Liverpool, sem stóð á
marklínunni og skaust þaðan aftur
fyrir endalínuna. Henry heimtaði
auðvitað þegar í stað vítaspyrnu, en
„dómarinn hló að mér,“ sagði hann í
viðtölum á eftir. Dómarinn taldi
knöttinn meira að segja hafa farið í
stöngina og dæmdi hornspyrnu.
Þarna var illa farið með Arsenal-
menn.
Allt annað var upp á teningnum
eftir leikhlé. Þá fóru hlutirnir að ger-
ast, en lengst raunar aðeins á öðrum
vallarhelmingnum. Arsenal sótti en
Liverpool varðist. Svo skoraði Ljung-
berg sem fyrr greinir og margir álitu
möguleika Liverpool augljóslega
enga. En sveit Houlliers er þekkt fyr-
ir allt annað en gefast upp um þessar
mundir. Og eftir að Gary McAllister,
sem óvænt var ekki í byrjunarliðinu,
og Patrik Berger komu inn á hjá Liv-
erpool breyttist leikur liðsins mjög til
hins betra.
Owen náði að jafna með föstu, hnit-
miðuðu skoti af stuttu færi eftir mikla
baráttu í teignum á 83. mínútu. Mörg-
um létti. Einhverjir sáu fram á fram-
lengingu en Owen var ekki í þeim
hópi. Þegar aðeins tvær mínútur voru
eftir af hefðbundnum leiktíma fékk
hann langa sendingu fram völlinn frá
Patrik Berger og sýndi svo ekki verð-
ur um villst að þarna er á ferðinni
besti framherji enskrar knattspyrnu
um þessar mundir. Hann stakk Lee
Dixon af og skoraði með frábæru
skoti framhjá landsliðsmarkverðinum
David Seaman áður en hinn tignar-
legi varnarmaður Tony Adams náði
að kasta sér fyrir hann. Færið var
þröngt en Owen spyrnti með vinstra
fæti og knötturinn söng í netinu við
gríðarlegan fögnuð um það bil helm-
ings áhorfenda. Hinn helmingurinn
felldi tár.
Merkilegur dagur
Andrúmsloftið í Cardiff var mjög
skemmtilegt fyrir leikinn. „Það er
miklu betra að þessi leikur fari fram
hér en í London,“ segir einn margra
götusala sem er að störfum; selur
minjagripi merkta báðum liðum. „Það
Að skora
eða ekki
skora…
Stuðningsmenn Liverpool fagna sigri, en á risaskjánum fyrir ofan þá m
Henry liggjandi á vellinum, haldandi um andlitið – vonbrigði Hen
AP
Michael Owen, sem margir kalla nú Prinsinn af Wales, fagnar
eftir að hafa skorað sigurmark Liverpool, 2:1.
Margir götusalar voru á ferðinni í Ca
inn. Boðið var upp á allt milli himin
Úrslitaleikur ensku bik-
arkeppninnar, elsta
knattspyrnumóts heims,
fór í fyrsta skipti fram
utan Englands á laug-
ardag þegar Liverpool
og Arsenal mættust í
höfuðborg Wales.
Skapti Hallgrímsson sá
síðarnefnda liðið hafa
umtalsverða yfirburði
en varð vitni að því að
„galdramaðurinn“
Michael Owen refsaði
Lundúnaliðinu með
tveimur frábærum
mörkum í lokin og Liv-
erpool vann bikarinn.