Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins, NSA, er orðinn leiðifjárfestir í mörgum verk- efnum og þær miklu breytingar sem orðið hafa á undanförnum mánuðum í framboði á áhættufjármagni til fyrirtækja undirstrika þörfina fyrir sjóðinn. Þetta kom fram í máli Arnars Sigurmundssonar, stjórnarformanns Nýsköpunarsjóðs, á ársfundi sjóðsins sem haldinn var í gær í Salnum í Kópavogi. Í ársskýrslu sjóðsins, sem lögð var fram á fundinum, kemur meðal annars fram að sjóðnum bárust 374 erindi á síðasta ári, sem var líflegasta árið í starfi sjóðsins til þessa, og er það 12 erindum fleira en árið áður. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hafa sjóðnum borist 145 erindi, en á sama tíma í fyrra voru þau 110 talsins. Að sögn Arnars Sigurmundssonar má rekja helstu skýringar á fjölgun erinda á þessu ári til þess að dregið hefur úr framboði áhættufjármagns í kjölfar mikils verðfalls á verðbréfamörkuðum um allan heim. Nýsköp- unarsjóður hefur ekki farið varhluta af þess- ari þróun í afkomu sinni, en sjóðurinn ávaxtar fjármuni sína með samningum við innlenda og erlenda fjárvörsluaðila. Frá stofnun Nýsköpunarsjóðs og fram í miðjan maí á þessu ári hafa sjóðnum borist um 1.230 erindi þar sem óskað var eftir að- komu sjóðsins og deilda hans að einstökum verkefnum. Svarar þetta til þess að borist hafi eitt erindi dag hvern allt frá því að starf- semin hófst, en Arnar segir að almennt hafi verið álitið að fjöldi erinda yrði mestur fyrsta árið. „Sú hefur ekki orðið raunin og Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku atvinnulífi. Að- koma sjóðsins í fjárfestingum og fjölmörgum samstarfsverkefnum innanlands og utan skiptir miklu þegar horft er til framtíðar í þeirri viðleitni að auka fjölbreytni og al- þjóðavæðingu íslensks atvinnulífs,“ segir Arnar. Sífellt fleiri valkostir í fjárfestingum Árið 2000 var mörkuð sú stefna hjá sjóðnum að hann færðist framar í ferlið þegar kemur að framtaksfjárfestingum. Arnar segir þá ákvörðun helgast af því hversu mikil aukning hafi orðið almennt á áhættufjármagni hér á landi undanfarin ár. „Breytingin sem orðið hefur síðustu mánuði í gagnstæða átt er álit- in skammtímabreyting og því talið að stefnu- breyting sjóðsins eigi fullan rétt á sér þegar til lengri tíma er litið.“ Stefna Nýsköpunarsjóðs er að fyrirtæki sem fjárfest er í njóti uppsafnaðrar þekk- ingar sjóðsins og sækist sjóðurinn eftir stjórnarsetu í fyrirtækjum sem hann fjár- festir í og miðlar með því reynslu á milli fyr- irtækjanna í safni sínu. „Á þeim rúmlega þremur árum sem liðin eru frá því Nýsköpunarsjóður hóf starfsemi sína hafa gríðarlegar breytingar orðið á ís- lenskum fjármálamarkaði. Umhverfið allt er gjörbreytt með sífellt fleiri valkostum í fjár- festingum. Frumkvæði Nýsköpunarsjóðs hefur skilað góðum árangri og markað braut- ina að gjörbreyttu umhverfi fyrir áhættu- fjárfestingar hér á landi,“ segir Arnar. Öflugur bakhjarl frumkvöðla og fyrirtækja Á fyrri hluta síðasta árs var lokið vinnu við stefnumótun og framtíðarsýn Nýsköpunar- sjóðs. Auk sérfræðinga í stefnumótun komu þar að verki stjórn og varastjórn ásamt starfsfólki sjóðsins. Byggt var á þeirri reynslu sem komin var af starfsemi sjóðsins og þeirri breytingu sem orðið hefur á starfs- umhverfinu. Tillögur um breyttar áherslur og nýtt skipurit tóku gildi að loknum árs- fundi sjóðsins í maí á síðasta ári. Hlutverk og framtíðarsýn sjóðsins er nú þannig skilgreint: Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins er öflugur bakhjarl íslenskra frumkvöðla og fyrirtækja í viðleitni þeirra við að móta og koma í framkvæmd arðbær- um viðskiptahugmyndum. Nýsköpunarsjóð- ur ætlar sér að vera drifkraftur nýsköpunar á Íslandi með því að efla frumkvæði í at- vinnustarfsemi, verða öflugur þátttakandi í nýsköpunarverkefnum á frumstigum þeirra og stuðla að alþjóðavæðingu íslensks at- vinnulífs. Aukið mikilvægi Nýsköpunarsjóðs Þær miklu breytingar sem orðið hafa á undanförnum mánuðum í framboði á áhættufjármagni til fyrirtækja undirstrika þörfina fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Sjóðnum bárust 374 erindi á síðasta ári og er það 12 erindum fleira en árið áður. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hafa sjóðnum borist 145 erindi, en á sama tíma í fyrra voru þau 110 talsins. Morgunblaðið/Ásdís Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins: Gríðarlegar breytingar á íslenskum fjármálamarkaði á þremur árum. ● UM næstu mán- aðamót tekur til starfa leiguflugs- og flug- flotadeild hjá Flug- leiðum. Deildin mun heyra beint undir for- stjóra Flugleiða, Sigurð Helgason. Forstöðumað- ur deildarinnar verður Sigþór Einarsson, sem hefur verið forstöðumað- ur viðskiptadeildar á flug- rekstrarsviði félagsins. Nýju deildinni er ætlað að annast umsvif félagsins á leiguflugsmarkaði. Auk þess mun deildin annast langtímaflugflotaáælt- anir og eldsneytiskaup fyrir félagið. Nýr forstöðumaður viðskiptadeildar á flug- rekstrarsviði er Hrafn Þorgeirsson. Hann hefur undanfarin tvö ár verið deildarstjóri í viðskiptadeild og hefur sem slíkur stýrt af- greiðslusamningum og flugvallarþjónustu Flugleiða. Ný deild hjá Flugleiðum Sigþór Einarsson BANDARÍSKA tæknifyrirtækið Microsoft segir að sala á lófatölvum með Pocket PC-stýrikerfinu frá því sé komin yfir eina milljón eintaka á heimsvísu. Pocket PC er sagt svar Microsoft við Palm-lófatölvum, sem nú hafa selst í yfir 13 millj- ónum eintaka. Palm og Handspring eru stærstu framleiðendurnir sem nota Palm-stýrikerfi en það er vinsælasta stýrikerfið hjá lófatölvunotendum. Segir í frétt Reuters að í apríl hafi verið búið að selja 1,25 milljónir véla með Pocket PC-stýrikerfinu en vinsælasta tegundin er iPAQ frá Compaq. Aðrar vélar með Pocket PC-stýrikerfi eru Jornada frá Hewlett Packard og Cassiopeia frá Casio. Pocket-PC-vélar eru með litaskjá og sérstakar útgáfur af Word og Excel fylgja með stýrikerfinu. Aukinheldur getur lófatölva með Pocket PC spilað hljóð og sýnt myndskeið. Microsoft hyggst ekki sitja með hendur í skauti í framleiðslu á búnaði fyrir lófatölvur því fyrirtækið hefur kynnt til sögunnar nýja útgáfu Windows Media Player-hugbúnaðar fyrir Pocket PC sem getur spilað hljóð og myndskeið yfir Netið með þráðlausri tengingu. Morgunblaðið/Arnaldur Lófatölvur með stýrikerfinu frá Microsoft njóta vinsælda ll STUTT UM 350 tonnum af rækju hefur verið landað úr 12 bátum á Grund- arfirði síðan sjómannaverkfallinu lauk í liðinni viku. Þrír bátar komu samtals með um 52 tonn af rækju til Grundarfjarðar í gær. Röstin SK frá Sauðárkróki landaði um 25 tonnum, Sigurður Jakobsson ÞH frá Húsavík um 18 tonnum og Ólafur Magnússon HU um níu tonnum. Rækjan hefur að mestu leyti fengist í svokallaðri holu í Kollu- álnum, en Sigurður Ólafur Þor- varðarson, skipstjóri á Valdimar SH, fann slóðina í sjómannaverk- fallinu. Áður fyrr var oft góð rækjuveiði á þessum slóðum en hún hefur ekki verið til staðar und- anfarin ár þar til nú að menn hafa verið að fá upp í tonn á tímann. 12 rækjubátar hafa landað í Grund- arfirði síðan verkfalli lauk og koma þeir víða að, m.a. frá Sauðárkróki, Húsavík, Hólmavík, Dalvík, Hrísey og Bíldudal. Á sunnudag kom Sigurbjörg Þorsteins BA frá Bíldudal með um 11 tonn og Hólmavíkurbátarnir Grímsey ST og Hilmir ST með sín 10 tonnin hvor. Á mánudag lönduðu fimm bátar samtals rúmlega 60 tonnum af góðri rækju. Kópnes ST var með 17 tonn eftir tvo og hálfan sólarhring og Sæbjörg ST 10 tonnum eftir einn og hálfan sólarhring, en síðan kom heimabáturinn Valdimar SH með um sex og hálft tonn. Stefán Rögnvaldsson EA með um sex tonn og Svanur EA með 22 tonn. Sigurborg SH landaði 38 tonnum á þriðjudag og Helgi SH um 13 tonnum. Um góða og stóra rækju hefur verið að ræða og hefur stærstum hluta hennar verið ekið í vinnslu á heimastöðum bátanna. Um 350 tonnum af rækju landað í Grundarfirði Góð rækjuveiði í „holunni“ í Kolluálnum síðan sjómannaverkfalli lauk í liðinni viku. ◆ ◆ ● McCann-Erickson- auglýsingakeðjan hlaut þrenn verðlaun við- skiptablaðsins Business- Week, er þau voru afhent í 16. skipti í Kaliforníu á dög- unum. Einnig hefur McCann- Erickson hlotið útnefninguna „Auglýsingakeðja heimsins í ár“, 3. árið í röð, en það er Adweek tímaritið sem veitir þau verðlaun. Adweek hóf að veita verðlaunin árið 1998 og McCann-Erickson er því eini verðlaunahafinn. McCann-Erickson í Frank- furt fékk verðlaun fyrir Deutsche Bank AG-herferð og alþjóðadeild McCann- Erickson fyrir 2 herferðir; Lucent Technologies og Agilent Technologies. McCann-Erickson fær þrenn verðlaun SAMKVÆMT óendurskoðuðum árshlutareikningi var Hampiðjan rekin með tuttugu milljóna kr. tapi á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 68 milljónir. Sveiflan er því 88 milljónir. Sölutekjur Hampiðjunnar og þeirra fyrirtækja sem mynda sam- stæðu félagsins námu 794 milljónum en salan fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var 480 milljónir og hefur veltan því aukist um 65% á milli ára. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir að veltan sé svipuð og gert var ráð fyrir í áætlunum. Hluti veltuaukn- ingarinnar sé vegna tveggja nýrra dótturfélaga í samstæðuna, Cosmos Trawl í Danmörku og Hafi í Noregi. „Ef aðeins er horft til þeirra fyrir- tækja sem mynduðu samstæðuna á sama tíma í fyrra er veltuaukningin um 25%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) er 94 millj- ónir, sem er tæplega 12% af veltu.“ Á sama tíma í fyrra var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 17 milljónir eða 4% og hækkar því um 77 milljónir sem er heldur meira en gert var ráð fyrir. Afskriftir voru 35 milljónir og fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 89 milljónir sem er veru- lega yfir áætlun og stafar af geng- issigi íslensku krónunnar fyrstu þrjá mánuði ársins. 20 milljóna tap hjá Hampiðjunni Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 68 milljónir króna. Sveiflan er 88 milljónir. ● EVRÓPSKI seðlabankinn ákvað í gær að stýrivextir á evrusvæðinu skyldu vera óbreyttir, 4,5%. Í hálffimm fréttum Búnaðarbankans kemur fram að ákvörðunin hafi ekki komið á óvart þar sem verðbólga á svæðinu er of mikil miðað við 2% verðbólgumarkmið bankans. Seðlabankinn er þó undir mikl- um þrýstingi að lækka vexti vegna þess hve dregið hefur úr hagvexti á svæðinu, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans. Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.