Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 12
1 1 -1 1 .1 /1 01 1 1 1 2%$ * 13  "  4    5 6' " 7$ $)  28" 3  %$ * " 9#($$%1  2% " : " $* 4;" 5 6" 9< ) 11 9#($$%8  $! = 1 " "    $= 1- " "  .., ,  ,/ . ,/ , . ,. .,- - , 0,- /, -,/ 1/ ., 3 %+ 3       3 +5 " I+- - , ,0 ,0 ,  .,  -,  , 0 , ,/ ,. 0, ,             J J 2   . 1 G%H# * !    ," $% J  '  12 C FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ATHAFNALÍF Mikil hækkun umfram meðaltal undanfarin ár gæti hafa rænt fjárfesta vitund um hve ávöxtun á hlutabréfamarkaði getur verið skrykkjótt. Allir ættu hins vegar að geta varað sig á tölvuvírusum. Skrykkjótt ávöxtun og hvimleiðir tölvuvírusar S TARFSEMI Baugs hf. er marg- þætt en hefur í meginatriðum með tvenns konar verslun að gera, matvöruverslun og sér- vöruverslun. Hér á Íslandi eru matvöruverslanir Baugs vel þekktar, s.s. Bónus, Nýkaup og 10–11. Hið sama má segja um sérvöruverslanir fyrirtækisins, Hagkaup, Útilíf, Vedes og Topshop. En með tilkomu verslunar- og afþreyingarmið- stöðvarinnar Smáralindar telja forsvars- menn Baugs að vaxtartækifæri hér heima séu orðin mjög takmörkuð. Yfirlýst stefna félagsins er því að sækja á erlenda markaði og efla starfsemi félagsins þar. Uppbygging smásölu Baugssamstæð- unnar erlendis hefur verið hröð á síðustu misserum en undanfarnar vikur hafa verið sérlega viðburðaríkar hvað þetta varðar. Skyndilega hefur félagið eignast stóran hlut í verslanakeðju í Bretlandi og yfirtekið aðra í Bandaríkjunum. Baugur Holding, sem er eignarhalds- félag í eigu Baugs hf., hefur eignast 20,1% eignarhlut í breska smásölufyrirtækinu Arcadia Group og er Arcadia nú orðið hlut- deildarfélag Baugs Holding. Félagið rekur tískuverslanakeðjur í Bretlandi sem sam- anstanda af um 1.800 verslunum og 600 deildum innan annarra verslana. Áður átti Baugur eignarhlutinn í félagi við aðra eigendur fjárfestingarfélagsins A- Holding S.A., sem voru Kaupþing, Gaumur, Íslandsbanki-FBA og hefur verið gengið frá ka öllu hlutafé A-Holding í A Fyrir þau 87% sem Ba af meðeigendum sínum átti sjálft 13% hlut í A voru greiddir rúmir 5,8 m að markaðsvirði með h Baugi, þ.e. greitt var me hlutabréfum í Baugi a virði 463 milljónir kró genginu 12,6. Auk þess irtók Baugur lán A-ho ing að upphæð 3,3 mill arðar íslenskra króna Þegar tekið er tillit t eignarhlutar Baugs í Holding nam kaupve hlutarins í Arcadia a rúmum 10 milljörð króna sem færðar er bóka hjá Baugi Holding aðsverð bréfanna var u arðar króna þegar kaupi Fyrrum eigendur A kaupa hlutabréf í Arcad mánuðum ársins 2000 og nam hlutur þeirra 20% verðið lágt en það fór læ ber í fyrra. Meðalkaup Holding var 165 pens hlutirnir sem um ræðir e milljónir talsins. A-Hold samkvæmt þessu fengið tæpar 63 milljónir punda arða króna. Þau voru svo inu 191, eða fyrir rúma eins og áður kom fram. Gengi hlutabréfa í A skráð eru í kauphöllinn lok viðskipta á sl. þriðjud ur meira en sjöfaldast Markaðsvirði fimmtun Arcadia er því komið í króna en til samanburð markaðsvirði allrar Ba Umsvif Baug hafa ríflega tvöfaldast Baugur fjárfesti nýverið í erlendum félögum fyrir um 16 millja Efnahagsreikningur félagsins árið 2000 nam 15 milljörðum k hagnaður ársins var tæpar 600 milljónir. Í lok ársins 2001 er á efnahagsreikningurinn verði orðinn 35 milljarðar króna og fé 1.200 milljóna króna hagnaði. Erlend umsvif Baugs hafa aukist mjög á síð- ustu vikum og við það hefur fyrirtækið stækkað verulega. Soffía Haraldsdóttir kynnti sér starfsemi Baugs á erlendri grundu, rekstur, fjármögnun og stjórnun verkefn- anna auk áhrifanna á samstæðu félagsins. Hlutur Baugs í Bonus Stores Inc. er 55%. Ein hinna fjögurra Arcadia- verslana sem Baugur rekur. FJÖLMARGIR VBS-ormar (Visual Basic) hafa gert usla meðal tölvunotenda undan- farna mánuði. Nefna má orm sem kenndur er við rússnesku tennisstjörnuna Önnu Kourni- kovu og fyrir nokkrum vikum dreifðist ormur sem kallaðist Homepage með ógnarhraða. Ein ástæða þess að VBS-ormar eru jafn- skæðir og raun ber vitni er sú að tölvuþrjótar geta nýtt sér VBS-skriftumál, sem notuð eru í Windows-stýrikerfi, til ýmissa aðgerða, til þess að koma höggi á tölvunotendur um heim allan. VBS-ormar berast með viðhengi. Ef tvísmellt var á viðhengi í Homepage eða Kournikovu í Outlook fór ormur af stað sem sendi sjálfan sig áfram til allra sem voru á póstfangalista þess sem fékk orminn. Það voru einkum notendur Microsoft Outlook sem urðu fyrir barðinu á þessum ormum en þeir nota öryggisholur í póstkerfinu til þess að dreifa sér áfram um póstfangaskrána. Ormarnir geta einnig borist til annarra póstnotenda en Outlook en valda yfirleitt engum skaða. Þeir eiga það sameiginlegt að þeir dreifðust hratt út en þeir eru horfnir af sjónvarsviðinu á fáeinum dögum, meðal ann- ars vegna þess að þá eru flestir póstnotendur búnir að átta sig á hættunni eða búið sé að gera vírusvörn sem virkar gegn þeim, en sem dæmi um útbreiðslu Homepage má nefna að vírusvarnarfyrirtækið MessageLabs hefur þurft að glíma við tæplega 40 þúsund tilvik af völdum ormsins í maí. Þrátt fyrir að VBS- ormar valdi ekki miklum skaða geta þeir reynst hvimleiðir. Líklega er besta vörn tölvunotenda, ef þeir vilja ekki verða fyrir barðinu á ormum, að uppfæra vírusvarnir sínar eða smella ekki á viðhengi sem þeir þekkja ekki. ll TÖLVUR Ormar láta gamminn geisa ◆ ll FRÉTTASKÝRING verslun ÞAÐ er að mörgu leyti undarlegt þegar haft er í huga hversu mikið er skrifað um hluta- bréfamarkaði hversu fátt af þeim boðskap verður minnisstætt. Að einhverju leyti gefur viðfangsefnið ekki tilefni til mjög djúpra vitsmunalegra skrifa en nærtækari skýring er líklega sú að íhugul skrif um hlutabréfamarkaði eldast ekki sérlega vel. Ef til vill er meginástæðan að boðskapur papp- írsflóðsins reynist yfirleitt rangur eða í besta falli hálfsannleikur. En þrátt fyrir að mönnum hafi reynst erfitt að verða frægir að afrekum geta menn orðið frægir að endemum. Eitt sígildasta dæmi þess er forsíðugrein sem birtist síðla árs 1979 í ónefndu bandarísku viðskiptatímariti sem bar yfirskriftina „Andlát hlutabréfa“. Höfundi greinarinnar var mikið niðri fyrir, enda voru fjárfestar orðnir mjög mæddir eftir mögur ár og bratta og grýtta leið niður af toppnum sem náðist í upphafi árs 1973. Greinin boðaði að litl- ar líkur væru á því, að ástandið á hinum ýmsu sviðum efnahagslífsins, sem var ekki björgu- legt, væri alls ekki líklegt til að batna á næstu misserum og eyðimerkurganga hlutabréfaeig- enda ætti eftir að vera miklu lengri. Í augum margra voru þetta orð í tíma töluð og grein- arhöfundur gat státað sig af því að hafa rétt fyrir sér næstu þrjú árin, þó að stundum hafi munað mjóu, en í ágúst 1982 náði Dow Jones- hlutabréfavísitalan lágmarki, áður en tæplega 20 ára tímabil linnulítilla hækkana hófst. Það er líklegt að þeir aðdáendur sem innrömmuðu greinina og hengdu upp á vegg hafi tekið hana niður eftir því sem árin liðu. Það er tímanna tákn að eftir lækkanir á hlutabréfamörkuðum á síðasta ári og fyrstu mánuðum þessa árs, sem komu óhjákvæmi- lega í kjölfar mestu eignabólu á hlutabréfa- markaði á suma mælikvarða, þá er lítinn bil- bug að finna á fjárfestum. Ein stærsta breytingin á þessu tímabili er hin víðtæka þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði sem á sér ýmsar skýringar. Það er þó líklegt, og eðlilegt, að miklar hækkanir undanfarinna ára og áratuga umfram sögulegt meðaltal hafi rænt fjárfesta vitund um að ávöxtun á hluta- bréfamarkaði getur verið mun skrykkjóttari heldur en menn þekkja, ef mið er tekið af for- tíðinni. Þó að forvitnir fjárfestar geti sökkt sér niður í sagnfræði af fjármálalegum toga þessu til staðfestingar er örugglega fátt sem kemur í staðinn fyrir að upplifa (mis)löng tímabil þar sem hvorki gengur né rekur með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Innlendum lífeyrissparnaðareigendum var örugglega sumum nokkuð brugðið á síðasta ári í ljósi þess að raunávöxtun síðasta árs var miklum mun lægri en mörg næstliðin ár. Þetta er þó að ýmsu leyti ekki í frásögur færandi. Þó að það sé þægileg tilhugsun að sitja einungis uppi með (háa) ávöxtun en enga áhættu verða fjár- festar enn um sinn að bíða eftir að sjá þá drauma rætast. Það er aftur á móti efni vanga- veltna hversu áhættusöm hlutabréf séu og hvort fjárfestar sem horfa til mjög langs tíma í fjárfestingum sínum hafi ekki ofmetið þá áhættu sem þeir væru að takast á hendur í ljósi afraksturs af fjárfestingum í hlutabréfum þegar löng tímabil eru skoðuð. Oscar Wilde sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að bölsýnismaður væri sá sem þekkti verðið á öllu en ekki virði neins. Það er freistandi að álykta að títtnefndur greinarhöfundur hafi fallið í þá gryfju að láta verðlækkanir áranna á undan leiða sig að þeirri niðurstöðu að hluta- bréf væru og yrðu verðlítil um langan aldur. Sannleikurinn var aftur á móti sá að sjaldan eða aldrei hefur virði hlutabréfa verið jafnmik- ið og á þeim tímapunkti. Það er svo annað mál hvaða rökleiðsla býr að baki því að tala um verð í einni andrá og virði í annarri. Þau heila- brot verða ekki útskýrð hér. Fjárfestar í dag virðast aftur á móti fæstir ætla að feta í þessi fótspor enda hafa menn reynslu af því að mikl- ar lækkanir geta gengið tilbaka á tiltölulega stuttum tíma. Það er aftur á móti sennilegt að þeir fjárfestar sem trúa því að nánast öll þau fyrirtæki sem verst urðu úti í lækkununum rétti fljótlega úr kútnum fari bónleiðir til búð- ar. Mörgum yrði ofraun að heyra hversu lang- an tíma getur tekið fyrir einstaka hluta mark- aðarins, þar sem spákaupmennskan hefur verið hvað mest hverju sinni, að ná aftur vopn- um sínum. ll FJÁRMÁL Loftur Ó lafsson loftur@ru.is Heimsbókmenntir hlutabréfamarkaðarins Mörgum þótti það orð í tíma töluð þegar greinin „Andlát hlutabréfa“ birtist síðla árs 1979 Höfundur er verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.