Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.2001, Blaðsíða 24
    ACM<MD AOICPCD7ACI'@ /@!'@B CD/8 L!8CIE!ACI'@H 9AC KB@I'/D9@ !C3/DJ@ ;DQ<<@I<C7 @P!;RP@I R!!MD8CIE!ACI'@  ,-E , -9487, -,0.E-, .,-E.,  -,0E-,0. M9455, -,E-,. M9482, 0,E ., -34::, /,.E -,0. 0,0E0, . M5492, ,E .,. M545:, .,.E /,. (! . F $#$&     @  ) $ $ M945<, -94;<, -99473, M<497, HAGNAÐUR Kaupþings hf. á fyrsta ársfjórðungi, en hann var 180 milljónir króna, jókst verulega vegna hlutdeildar félagsins í Frjálsa Fjár- festingarbankanum hf., FFB, en hagnaður FFB, 355 milljónir króna, var borinn uppi af gengishagnaði, sem nam 563 milljónum króna af nýj- um hlutabréfum í Kaupþingi. Kaupþing og tengdir aðilar eign- uðust í febrúarmánuði 98,64% hluta- fjár í Frjálsa fjárfestingarbankan- um, FFB, eftir yfirtökutilboð. Í kjölfar kaupanna var miðlun og eign- astýring FFB flutt yfir til Kaupþings og sameinuð starfseminni þar. Sem endurgjald fyrir þessa starfsemi fékk FFB hlutabréf í Kaupþingi að nafnvirði 40 milljónir króna. Heim- ildir Morgunblaðsins segja að and- virði bréfanna á markaði, þá um 580 milljónir króna, hefði verið sú upp- hæð sem samið var um sem greiðsla fyrir starfsemi FFB. Samkvæmt árshlutauppgjöri FFB fyrir fyrsta ársfjórðung 2001 fékk bankinn hlutabréfin í Kaupþingi í skiptum fyrir bréf sín í Verðbréfa- sjóðnum hf., Rekstrarfélaginu Fjár- vangi hf., Ævisjóðnum hf., og Líf- verði hf. Bókfært verð þessara félaga í ársreikningi FFB fyrir árið 2000 var rúm 21 milljón króna. Krist- inn Bjarnason, framkvæmdastjóri FFB, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að félögin fjögur hefðu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verið færð út úr bókum FFB á 21 milljón og hlutabréfin í Kaupþingi hefðu verið færð inn á 21 milljón króna. Markaðsverð bréfanna í lok fyrsta ársfjórðungs var 584 milljónir króna, þ.e. gengi þeirra á almennum mark- aði var 14,60. Í árshlutauppgjöri FFB eru bréfin færð miðað við markaðsverð í lok mars. Gengis- hagnaður FFB af bréfunum nam því 563 milljónum, sem færðust til rekstrar á fyrsta ársfjórðungi. Fyrir vikið skilaði bankinn 355 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Kaupþing átti 33,15% hlutafjár í FFB í lok fyrsta ársfjórðungs, að því er fram kemur í útboðslýsingu félagsins, og því nemur hlutdeild Kaupþings af hagnaði FFB um 118 milljónum króna. Hlutabréfin sem Kaupþing notaði sem greiðslu til FFB voru gefin út 8. maí sl. og var hlutafjáraukningin til- kynnt Verðbréfaþingi Íslands sama dag. Kaupþing færir útgefnu hluta- bréfin, að nafnvirði 40 milljónir króna, til bóka hjá sér á genginu 1. Áhrifin af hlutafjáraukningunni verða því aðeins hækkun á eigin fé Kaupþings um 40 milljónir. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, seg- ir að yfirtaka á hluta af starfsemi FFB hafi farið fram sem samruni þannig að FFB hafi fengið sem and- lag sitt fyrir starfsemina 40 milljónir að nafnverði í Kaupþingi. „Þannig takmarkast sú viðskiptavild sem færist í bækur félagsins.“ Sigurður segir að það eina sem gerist sé að hluthafarnir þynni sinn hlut í Kaupþingi og því megi í raun segja að þeir hafi greitt 580 milljónir fyrir miðlunina. Lungi hagnaðar Kaup- þings vegna hlutdeildar Gengishagnaður Frjálsa fjárfestingarbankans af nýjum hlutabréfum í Kaupþingi nam 563 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en Kaupþing á 33% hlut í bankanum. LÆKKUN Seðlabankans á stýri- vöxtum í lok mars síðastliðnum skil- aði sér ekki inn á millibankamarkað að sögn stjórnenda innlánsstofnana sem Morgunblaðið hafði samband við. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir að ávallt séu sveiflur í vöxtum á millibankamark- aði þar sem framboð og eftirspurn ráði ferðinni. Fyrst eftir vaxtalækk- unina í mars hafi verið lausafjárerf- iðleikar meðal annars vegna þess að Seðlabankinn hafi í mars dregið krónur út af markaði er bankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn. Millibankamarkaðsvextir hafi því frekar hækkað eftir vaxtalækkunina í mars en þeir hafi síðan verið að lækka aftur. Lækkun stýrivaxta skilaði sér ekki Vextir á millibankamarkaði hækkuðu eftir lækkun stýrivaxta í mars. SIGURÐUR Ólafur Þorvarðar- son, skipstjóri á rækjubátnum Valdi- mar SH, hefur fiskað fyrir níu millj- ónir króna eða kaupverð bátsins á um mánuði. „Við höfum fiskað um 80 tonn og þar með fyrir kaupverðinu,“ segir hann, en hann landaði sex og hálfu tonni í Grundarfirði á mánudag og er væntanlegur aftur inn í kvöld eða fyrramálið. „Ég held að ástæðan sé minni þorskgengd,“ segir Sigurður Ólafur um óvænta rækjuveiði á svæðinu. „Við vorum einir á slóðinni til að byrja með, en aðrir hafa fylgt í kjöl- farið eftir verkfall og ég held að mest hafi verið um 20 bátar á svæðinu. Veiðin hefur verið tregari fyrir vikið að undanförnu en kannski lagast þetta ef skipunum fækkar.“ Þeir héldu þegar á miðin aftur eft- ir að hafa landað á mánudag og voru í gær komnir með tvö og hálft tonn í þremur holum. Enginn kvóti fylgir bátnum en Sigurður Ólafur er með samning við Strýtu á Akureyri og segist hafa nægan kvóta til að fiska úr út fiskveiðiárið. „Við keyptum bátinn til að reyna að fara út í útgerð og þetta er allt í lagi og hefur gengið upp,“ segir hann. Báturinn borgaði sig á einum mánuði FYRIR verkfall keyptu fjórir athafna- menn í Grundarfirði, Jóhannes og Sig- urður Ólafur Þorvarðasynir, Guðmundur Reynisson og Björgvin Lárusson, bátinn sem hét áður Alli Júll ÞH. Hann var smíð- aður í Stykkishólmi 1977 og er síðasti eikarbáturinn sem þar hefur verið smíð- aður. Auk skipstjórans Sigurðar Ólafs eru Guðmundur Einarsson og Jón Snorrason í áhöfninni. Þeir hafa verið að veiðum í svokallaðri holu í Kolluálnum og fengið um 80 tonn síðan þeir byrjuðu fyrir um mánuði, en á umræddu svæði hefur ekki verið rækjuveiði undanfarin ár. Morgunblaðið/Ásdís Hefur fiskað um 80 tonn af rækju VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands mun leita eftir áliti Eftirlitsstofn- unar EFTA á íslenska fiskverðs- myndunarkerfinu, þrátt fyrir að félagið hafi nýverið gert kjarasamn- ing við útvegsmenn. Helgi Laxdal, formaður VSFÍ, segir að stofnun- inni verði send öll gögn varðandi málið á allra næstu dögum. Vélstjórar vilja að Eftirlitsstofn- un EFTA skeri úr um hvort verð- myndunarkerfi á fiski á Íslandi standist samkeppnislög. Þeir halda því fram að íslenska fiskvinnslan búi við niðurgreitt hráefnisverð, þ.e. þær fiskvinnslur sem kaupa hráefni ekki á fiskmarkaði heldur í föstum viðskiptum við sjómenn. Segja vél- stjórar að rekstrargrundvöllur þessara tveggja rekstrarforma sé gerólíkur og benda á að markaðs- verð á slægðum þorski hafi á síð- asta ári verið 60% hærra en verð í beinum viðskiptum. Helgi segir að þótt gögnin verði send til Eftirlitsstofnunar EFTA sé alls óvíst að stofnunin taki málið fyrir. „Þeir sem hins vegar hafa unnið fyrir okkur málið og þekkja til þess fullyrða að stofnunin muni taka það fyrir. Mér er einnig sagt að ef stofnunin tekur málið fyrir taki hún sér ekki mjög langan tíma í að afgreiða það.“ Helgi segir það engu breyta þó að vélstjórar hafi gert kjarasamn- ing við útvegsmenn. Verðmyndun- arkerfi á fiski á Íslandi sé eftir sem áður ófullkomið og lélegt. Mark- miðið sé að allur fiskur fari á mark- að. „Við náum ekki að semja við út- gerðarmenn um að setja allan fisk á markað og Alþingi telur sig ekki hafa heimild til þess. Góðu ráðin eru því dýr. Í Færeyjum fer allur fiskur á markað og það gengur vel,“ segir Helgi. VSFÍ leitar álits EFTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.