Morgunblaðið - 24.05.2001, Side 9
um að fara lengra aftur í tímann. Sem betur fer
eru menn orðnir meðvitaðir um nauðsyn góðrar
umgengni.“
Á að borga gjald fyrir afnotin
af fiskveiðiauðlindinni?
„Í dag er útgerðin að borga talsvert fé fyrir
afnotin. Það er dýrt að sækja sjóinn og sjávar-
útvegurinn greiðir alls konar gjöld sem eru
ígildi auðlindagjalds, til dæmis þróunarsjóðs-
gjaldið. Ég get hins vegar ekki séð að sjávar-
útvegurinn sé mikið aflögufær eins og staðan er
í dag. Það heyrist lítið í þingmönnum um auð-
lindagjald nú, en annað var uppi á tengingum
1998 og 1999. Þá heyrðust þessar raddir úr
hverju einasta horni.“
Eru útgerðarmenn í miklum mæli að selja
frá sér aflaheimildir og fara með mikla peninga
til útlanda eða út úr sjávarútveginum?
„Ég held að svo sé ekki. Í fyrsta lagi hefði
þessi kvóti aldrei orðið til, hefðu menn ekki átt
skip til að sækja í hann. Einhvern tíman byrj-
uðu menn á því að kaupa skip án þess að vita
hvort það gengi eða ekki. Menn tóku þessa
áhættu, sumum gekk vel en öðrum verr eða illa.
Af hverju eiga menn ekki að hafa leyfi til þess
að selja sinn hlut, hafi þeim gengið vel. Vilji
menn selja og hætta í sjávarútvegi, er einfald-
lega ekkert að því. Það koma einhverjir aðrir í
staðinn.
Það er reyndar til í dæminu að menn séu bara
að selja kvóta og hoppa svo á milli kerfa. Það er
miður að mínu mati.
Þó útgerðin hafi gengið illa á síðasta ári voru
flestir með ágætis veltufé frá rekstri. Það var
gengislækkun krónunnar sem gerði mönnum
mestu skráveifuna. Útgerðin gengur að öllu
jöfnu betur nú en áður vegna þess að fyrirtækin
eru komin á markað og
menn verða einfaldlega
að standa sig. Það er
ekki hægt að vera með
bruðl eða kæruleysi eins
og var svo oft áður. Það
gera allir sitt bezta í dag
til að ná árangri og það
skilar sér til þjóðarbús-
ins. Það er mikið af pen-
ingum í umferð á Íslandi
en það eru ekki bara út-
gerðarmenn sem aka um
á stórum jeppum.“
Hvernig sérðu
sjávarútveginn fyrir
þér á næstu árum?
„Þetta er erfið spurn-
ing vegna þess að sjávar-
útvegurinn virðist alltaf
vera í einhverri eldlínu
og bitbein stjórnmála-
manna og annarra afla.
Þó menn séu að reyna að
horfa fram í tímann er það ákaflega erfitt vegna
þessarar eilífu umræðu um aukna gjaldtöku af
greininni og enginn veit hvað framundan er.
Ég sé samt fyrir mér að menn nái sáttum,
bæði innan greinarinnar og utan. Það er óska-
staðan. Þá á sjávarútvegurinn gott líf framund-
an og mun efalaust vaxa og dafna enn frekar.
Það er ekkert hægt að reka sjávarútveginn
sem einhvers konar félagsmálastofnun eða til
að halda uppi byggð. Það er af og frá. Hug-
myndir um byggðakvóta og svæðisbundinn
kvóta eru hreinlega tilræði við sjávarútveginn.
Það kæmi niður á öllu þjóðarbúinu og fram-
leiðni yrði miklu minni. Það getur vel verið að
svona lagað kæmi betur út fyrir þessar veiku
byggðir fyrst í stað en ekki til framtíðar. Það er
alveg ljóst. Fólk verður ekki pínt til að búa á
stöðum, sem það vill ekki búa á.
Hugmyndir Kristins H. Gunnarssonar, þing-
manns og stjórnarformanns Byggðastofnunar,
um byggðakvóta og svæðisbundin kvóta eru
með ólíkindum. Hann þykist að auki vera fram-
sóknarmaður, en er ekkert annað en kommún-
isti, enda minna þessar hugmyndir mig ekki á
neitt annað en gamla miðstýringarkerfið í Sov-
étríkjunum sálugu og allir vita til hvers það
leiddi. Ég bið Guð að hjálpa mér ef stjórnmála-
mennirnir ætla að fara að úthluta kvóta. Það
yrði tómur hringlandaháttur og vitleysa.
Stjórnmálamenn geta aldrei úthlutað kvóta
nema með skít og skömm.
Það er sömuleiðis makalaust hvernig sumir
stjórnmálamenn geta verið að atast út í sjávar-
útveginn og reyna að sverta hann eftir fremsta
megni, en sjá ekkert jákvætt. Þeir eru sumir
fljótir að gleyma eigin gerðum. Það er ótrúlegt
hvernig Sverrir Hermannsson leyfir sér að
djöflast út í Halldór Ásgrímsson, þótt hann eigi
lítinn hlut í sjávarútvegsfyrirtæki á Höfn í
Hornafirði. Sverrir er búinn að gleyma því að
hann átti hlut í sjávarútvegsfyrirtæki og seldi
hann. Þar breytir engu hvort hluturinn var stór
eða lítill. Hann seldi, Halldór hefur ekki selt.
Flokksbróðir Sverris, Guðjón Arnar Krist-
jánsson, er líka tvöfaldur í roðinu. Hann átti líka
hlut í útgerð, sem hann seldi. Hann á sjálfur
hlut í smábátaútgerð með krókaleyfi í dag. Á
sama tíma er hann að berjast fyrir hagsmunum
krókabáta og síauknum veiðiheimildum. Ég
kalla þetta siðblindu. Sverrir hefur líka ráðist á
mig persónulega en staðreyndin er sú að það
nennir enginn að svara Sverri nú orðið.“
Hvað fannst þér um verkfall
sjómanna sem nú er nýafstaðið?
„Sjómannaverkfallið var skelfilegt og ég vona
að menn leysi þessar deilur innan sjávarútvegs-
ins svo starfsfriður fáist. Sátt þar er lífsnauð-
synleg. Það er hins vegar mikið hnútukast milli
manna og því miður er mest af því bæði ósatt og
viljandi misskilið. Ég hef sjálfur staðið í verk-
falli, bæði sem sjómaður og útgerðarmaður. Í
síðasta verkfalli var því kennt um að ekki væri
hægt að semja við Kristján Ragnarsson. Hann
væri allt of ósveigjanlegur. Nú er Kristján ekki í
eldlínunni og nýr maður í forsvari fyrir LÍÚ.
Það eru hins vegar sömu mennirnir hinum meg-
in ennþá, nema hjá FFSÍ. Það er stórslys hver
valinn var þar til forystu. Sú forysta er ekki
mönnum bjóðandi.“
Þú hefur fjárfest í sjávarútvegi, meðal annars
á Vestfjörðum. Hefur þú svona mikla trú
á sjávarútvegi og þeim tækifærum sem þar
gefast. Líka á Vestfjörðum?
„Sjávarútvegurinn er það sem ég þekki bezt
og hef gaman af. Stuttu eftir að ég hætti hjá
Samherja var verið að sameina Hraðfrystihúsið
í Hnífsdal og Gunnvöru á Ísafirði og Íshúsfélag-
ið. Ég kom inn í þær sameiningar í lok málsins
og á 10% í því félagi í dag. Ég er mjög stoltur af
því. Það er á Vestfjörðum, þrátt fyrir að ég hafi
gagnrýnt Vestfirðinga. Ég er samt ekkert að
gagnrýna Vestfirðinga almennt, heldur þá
ógæfusömu menn, sem ráðlögðu þeim. Í þessu
fyrirtæki, Hraðfrystihúsinu Gunnvör, er mikið
af duglegu og áhugasömu fólki. Þetta eru menn
sem ætla sér að láta hlutina ganga. Auk þess er
ég í minna mæli í ýmsu
öðru, sem ýmist tengist
sjávarútvegi eða ekki.
Ég hef meðal annars
tekið þátt í því sem ég
kalla „þróunaraðstoð“ í
innlendum sjávarútvegi.
Þar má nefna skötusels-
veiðar og framleiðslu á
fiskvinnsluvélum.
Stærsti hluti eigna
minna er í sjávarútvegi
og ég er mjög sáttur við
það.
Sjávarútvegurinn má
ekki auka skuldir sínar,
því miklar skuldir eru
honum mjög erfiðar og
geta sligað hann, þegar
gengisþróun er óhag-
stæð. Skuldir sjávarút-
vegsins hafa aukizt á
undanförnum árum. Það
er bæði vegna nauðsyn-
legrar endurnýjunar, en
ekki sízt vegna þess að menn hafa trúað á fram-
tíðina. Menn hafa verið að byggja upp til fram-
tíðar. Það hefur mikið verið fjárfest í því skyni
að nýta kolmunna, sem segja má að hafi aldrei
verið nýttur áður. Aflinn var um 260.000 tonn á
síðasta ári. Það er farið að vinna loðnu til mann-
eldis og fiskimjölsverksmiðjur hafa verið end-
urbyggðar vegna aukinna krafna að utan, fisk-
vinnslan hefur verið endurskipulögð. Þetta er
allt gert til að svara kröfum markaðsins um
gæði afurða og til að auka arðsemi í greininni.
markaðurinn krefst stöðugt meiri gæða og
meiri áreiðanleika í afhendingu og því verður að
svara. Þessar fjárfestingar eiga því eftir að skila
sér í betri afkomu, þótt þær kunni að vera þung-
ur baggi tímabundið.“
Sérðu eftir því að hafa hætt á sjónum og að hafa
yfirgefið Samherja og skipt um starfsvettvang?
„Um brotthvarf mitt frá Samherja hef ég
sagt allt sem segja þarf. Ég sé ekki eftir því að
hafa hætt á sjónum. Fyrsta árið var reyndar
rosalega erfitt. Ég held að það sé erfitt fyrir alla
sjómenn að koma í land. Þetta lagaðist þó fljótt
og eins og er get ég ekki hugsað mér að fara á
sjóinn aftur nema þá í mjög stuttan tíma. Það
var mjög gott að vera á sjó þessi ár, sem ég var
þar og ef ég væri aftur orðinn 15 eða 16 ára og
ætti að velja framtíðarstarfið, yrði sjómennskan
væntanlega ofan á. Ég var á sjó frá því ég 16 ára
þar til ég var 44 ára, að undanskildum tímanum
sem fór í Stýrimannaskólann. Ætli mesti ávinn-
ingurinn við að koma í land hafi ekki verið fleiri
samverustundir með fjölskyldunni. Þetta var
reyndar þannig, þegar maður var á sjónum, að
maður var vissulega mikið í burtu, en í góðu fríi
þess á milli. Að öllu jöfnu var maður í fríi, þó að-
ild mín að Samherja hafi reyndar krafizt nokk-
urrar vinnu í fríum. Eftir að ég kom í land var
ég meira heima á kvöldin og um helgar. Svo
eignaðist ég sjötta barnið mitt eftir að ég kom í
land og það er kannski eina barnið mitt sem ég
þekki frá byrjun.
Ég held að sjómannslífið sé mjög gott þegar
tekin eru eðlileg frí. Starfið er erfitt en jafn-
framt spennandi. Ég er sáttur við stöðu mína í
dag. Ég nýt samverunnar við konu og börn og
er ánægður í landi,“ segir Þorsteinn Vilhelms-
son.
„ É g s é e k k i e f t i r þ v í a ð
h a f a h æ t t á s j ó n u m .
F y r s t a á r i ð v a r r e y n d -
a r r o s a l e g a e r f i t t . É g
h e l d a ð þ a ð s é e r f i t t
f y r i r a l l a s j ó m e n n a ð
k o m a í l a n d . Þ e t t a l a g -
a ð i s t þ ó f l j ó t t o g e i n s
o g e r g e t é g e k k i h u g s -
a ð m é r a ð f a r a á s j ó i n n
a f t u r n e m a þ á í m j ö g
s t u t t a n t í m a . “
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2001 C 9
ATHAFNALÍF HAGNAÐURINN og umfjöllunin sem dönsk ferðamála-
yfirvöld gerðu sér vonir um í tengslum við Söngva-
keppni Evrópskra sjónvarpsstöðva lætur standa á sér,
að því er segir í danska blaðinu Ugeavisen Mandag
Morgen. Þar kemur fram að minna var fjallað um
Danmörku í erlendum fjölmiðlum í kringum söngva-
keppnina og á sama tíma í fyrra.
Kim Engelbrechtsen, upplýsingastjóri danska
ferðamálaráðuneytisins furðar sig á þessu en kveðst
þó enn binda vonir við umfjöllun, þar sem margir af
þeim blaðamönnum sem komu til Kaupmannahafnar í
tengslum við keppnina, starfi fyrir viku- og mánaðarrit
og því hafi ekki allar greinarnar skilað sér enn.
Niðurstaðan hingað til, sem er byggð á blaða-
úrklippum frá Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Bret-
landi og Kanada, gefur hins vegar litla ástæðu til
bjartsýni þar sem í greinum tengdum keppninni er
einkum fjallað um keppendur frá viðkomandi landi.
Danska sjónvarpið og ferðamálayfirvöld lögðu rétt um
100 milljónir í kynnisferðir, veislur og kynningarefni
fyrir ríflega 800 blaðamenn , auk þess sem fram-
leiðsla svokallaðra póstkorta; kynningarmynda um
Danmörku sem sýndar voru á milli laga í keppninni
kostuðu 56 milljónir ísl.kr. Ferðamálayfirvöld höfðu
áætlað að auglýsingin sem fælist í komu hundruða
erlendra blaðamanna samsvaraði tæplega 12 millj-
örðum ísl. kr. Síðar drógu þau úr væntingunum og
skutu á 1,3 milljarða. Viðskiptafræðingurinn Christ-
ian Hjorth-Andersen, sem hefur um árabil kannað
efnahagsáhrif menningarviðburða segir slíkar tölur
fjarri sanni.
Ofmetin auglýsing í söngvakeppni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SAMKVÆMT frétt í Fin-
ancial Times eru fjárfesting-
arbankar á Wall Street að
undirbúa sameiginlegar að-
gerðir til að draga úr áhyggj-
um almennings af því að
greiningardeildir þeirra séu
ekki nægilega sjálfstæðar.
Unnið er að því að semja regl-
ur fyrir deildirnar til að hafa
til hliðsjónar við vinnu sína,
því fjárfestar, eftirlitsaðilar
og fjölmiðlar hafi gagnrýnt þá
fyrir að beita þekktum mönn-
um á sviði greininga til að fá
fyrirtæki í fyrirtækjaþjón-
ustu og markaðssetja hluta-
bréfaútgáfu.
Eitt af því sem mun vera til
umræðu er að hætta að tengja
laun þeirra starfsmanna
greiningardeilda sem vinna
við frumútboð eða samruna
við tekjur bankanna af við-
skiptunum.
Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins,
segir að fjármálafyritækjum
hér á landi beri að hafa Kína-
múra til að aðskilja ólíkar
deildir og að setja verklags-
reglur um eigin viðskipti og
um viðskipti starfsmanna.
Fjármálafyrirtækjunum beri
að setja sér reglur um innri
starfsemi sem Fjármálaeftir-
litið samþykki og nú sé unnið
að leiðbeiningum sem fyrir-
tækin munu hafa til hliðsjónar
við gerð eigin reglna.
Páll Gunnar sagði mikla
vinnu fara í að semja slíkar
reglur og að Fjármálaeftirlit-
ið hafi unnið að gerð þeirra frá
því á síðasta ári og haft sam-
starf við fjármálafyrirtækin
um þá vinnu. Hann sagði að
þessar leiðbeiningar um regl-
ur Fjármálaeftirlitsins muni
sjá dagsins ljós á næstunni.
Spurður að því hvort hags-
munaárekstrar líkir þeim sem
lýst er hér að ofan hafi komið
upp á Íslandi, sagði Páll
Gunnar að það segði sig sjálft
að þegar fjármálafyrirtæki
væru í margþættri starfsemi
geti komið upp spurningar og
það hafi gerst hér á landi. En
engar greingardeildir hafa
fengið athugasemdir vegna
óeðlilegra vinnubragða.
Hagsmunaárekstrar
innan fjármálafyrirtækja
Rætt um að hætta tengingu launa starfsmanna greining-
ardeilda við tekjur bankanna á Wall Street.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins.
FRESTUR til að skila inn
tilboðum í nýjan hugbúnað
fyrir ratsjárstöðvarnar hér á
landi rennur út 29. júní næst-
komandi. Tvö íslensk fyrir-
tæki voru valin til að taka
þátt í útboði vegna þessa í
framhaldi af forvali, en það
eru Kögun og Tölvumyndir.
Í nóvember 1999 auglýsti
Umsýslustofnun varnarmála,
Sala varnarliðseigna, fyrir
hönd flughers Bandaríkj-
anna, eftir umsóknum um
þátttöku frá íslenskum lög-
aðilum í vali til fyrirhugaðs
forvals vegna tveggja þrepa
útboðs á verkefninu, upp-
setningu á Link-16 í íslenskt
loftvarnarkerfi. Mannvirkja-
sjóður Atlandshafsbanda-
lagsins hafði samþykkt í júlí
1999 að ráðist verði í bygg-
ingu þessa viðbótarbúnaðar
við íslenska loftvarnarkerfið
og að sjóðurinn muni fjár-
magna verkið.
Verkið felur í sér hönnun,
þróun, prófun, framleiðslu,
eftirlit, samþættingu og
stuðning við Link-16 í ís-
lenskt loftvarnarkerfi. Breyt-
ingar á hugbúnaðarþætti ís-
lenska loftvarnarkerfisins
verða gerðar í samstarfi við
bandaríska fyrirtækið Rayt-
on sem á höfundarrétt að
hugbúnaðinum. Verkið tekur
einnig til þess að verktaki
setji upp Link-16 á sex mis-
munandi stöðum á Íslandi.
Áætlaður kostnaður við
verkið er um 28 milljónir
Bandaríkjadala.
Nýr hugbúnaður
í ratsjárstöðvar
Tvö íslensk fyrirtæki, Kögun og TölvuMyndir, valin til
að taka þátt í útboði. Tilboðum skilað fyrir 29. júní.
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR
hefur á þriggja ára starfstíma
sínum fjárfest í 55 fyrirtækj-
um innanlands og utan að
fjárhæð 1.877 milljónir króna.
Þá hafði sjóðurinn um síðustu
áramót samþykkt hlutafjár-
þátttöku í 10 fyrirtækjum til
viðbótar.
Á árinu 2000 veitti sjóður-
inn verkefnabundin framlög
að upphæð 104 milljónir
króna til margvíslegra sam-
starfsverkefna auk framlaga
til vöruþróunar- og markaðs-
aðgerða. Þá voru samþykkt
verkefnabundin áhættulán að
upphæð 185 millj. kr. Til þess
að mæta þeirri áhættu sem
fylgir verkefnum og útlánum
hafði sjóðurinn lagt til hliðar
626 milljónir króna.
Fjárfest í 55
fyrirtækjum
fyrir 1.877
milljónir
◆
◆