Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. júní 2001 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað C Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Heimspeki íhúsagerð Kikoo Mozuna túlkar tvíundarkerfið Yin-Yang 14 Hröðupp- bygging Ævintýra- heimur Fjölbreytni setur svip á húsagerð í Salahverfi 26 Framúrstefnu- arkitektúr í Köln 28                                                                                                  !  "!  !"#$%# !$&$&!  '! ()& *+,$%-.& /$'$&'0&1.& 2$&1$()& 3! $ $1$4&!,,.& $5$  65 #& 7 !1$$ 65 #& 8 $59-7       #  $ %   &%   %     $ %  &% /!959:; $ !9-$5$ &#9 9                  < 9$$= $ $& >>   58  58 58  58  ? ? ? ?                       >     !  !   HÚSIÐ Austurvegur 46 á Selfossi er nú til sölu hjá Málflutningsskrifstof- unni Austurvegi 6 þar í bæ. Eigandi hússins er Fossnesti hf. Ekkert fast verð er sett á þessa eign en óskað eft- ir tilboðum. „Húsið stendur á afar heppilegum stað gagnvart umferð ferðamanna ár- ið um kring, en í því er rekin marg- vísleg verzlunar- og þjónustustarf- semi,“ segir Guðjón Ægir Sigur- jónsson hdl. hjá Málflutnings- skrifstofunni Austurvegi 6. „Um er að ræða sérhæft verzlunar- og þjónustuhúsnæði á þremur hæð- um, alls 989,6 m², sem stendur á 3.000 m² leigulóð. Húsið var byggt í fimm áföngum frá árinu 1966 en bygging- arefni eru timbur og steinsteypa. Á jarðhæð eru verzlun, söluskáli og grill ásamt umferðarmiðstöð Austur- leiðar-SBS. Kaffi Bistró er nú rekið á jarðhæðinni en þar var áður Foss- nesti sem margir þekkja. Miðhluti jarðhæðarinnar er steinsteyptur og er hann elztur en geymsla eða bakhús er úr timbri og viðbygging jarðhæðar að götu einnig en sá hluti er yngstur. Á annarri hæð er veitinga- og skemmtistaðurinn Inghóll sem tekur 150 manns í sæti og hefur leyfi fyrir um 400 gesta skemmtunum. Þessi hæð er úr timbri og lítur vel út enda upprunalega vönduð að allri gerð. Þriðja hæðin er undir súð og hefur fylgt rekstri veitinga- og skemmti- staðar á efri hæð. Þar er notalegur lítill bar.“ Guðjón Ægir Sigurjónsson segir að eigninni hafi ávallt verið vel við- haldið af hálfu eigenda og er húsið ný- lega málað að utan sem innan. Það er hitað upp með hitaveitu og í gluggum er tvöfalt verksmiðjugler. Fasteignamat er 60.550.000 kr. en brunabótamat er 134.815.000 kr. Eignin verður seld í einu lagi en áhvílandi er um 34 millj. kr. langtíma- lán sem kaupandi gæti yfirtekið. „Það er ekki sett fast verð á þessa eign en óskað eftir tilboðum,“ segir Guðjón Ægir. „Einnig er möguleiki á að kaupa hlutafélagið Fossnesti hf. sem er eigandi fasteignarinnar. Afhend- ing eignarinnar gæti farið fram eftir samkomulagi.“ Guðjón Ægir kvað viðbrögð við auglýsingu um eignina hafa verið góð og greinilegt að margir hafa áhuga á henni. „Þessi eign felur í sér mikla möguleika fyrir marga,“ sagði hann. „Staðsetningin er sérlega góð eins og ég gat hér áðan og ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verður að- alveitingastaðurinn á Selossi í fram- tíðinni hér eftir sem hingað til.“ Fossnesti, eitt helzta veitingahús Selfoss, til sölu Ljósmynd/Sigurður Jónsson Austurvegur 46 er sérhæft verzlunar- og þjónustuhúsnæði á þremur hæðum, alls 989,6 ferm., sem stendur á 3.000 ferm. leigulóð. Húsið er til sölu hjá Málflutningsskrifstofunni Austurvegi 6. Óskað er eftir tilboðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.