Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 38
38 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Hulduhlíð - 4ra herbergja Nýleg 94 fm Permaform íbúð á 1. hæð í þessu vinsæla hverfi. Mjög góðar innréttingar, flísar og dúkur á gólfum. 3 svefnherbergi, stofa, eldhús, salerni, forstofa og geymsla + köld útigeymsla. Suðurverönd og -garður, í rólegri götu. Stutt í skóla og leikskóla. Verð: 12,2 m. Áhv. 7,1 m. Byggðarholt - raðhús 160 fm raðhús á tveimur hæðum. Uppi eru tvö góð herbergi, gott eldhús, borðstofa og stofa. Gengið út á verönd í suður úr stofu. Niðri er baðherbergi með kari og sturtu, góðar geymslur, þvottahús og tvö góð herbergi. Húsið nýtist allt mjög vel. Verð: 15,2. Áhv. 6,0m. Ekkert greiðslumat. Leirutangi - einbýli Glæsilegt 270 fm einbýli, hæð og ris, auk 34 fm bílskúrs. Húsið stendur á hornlóð í grónu hverfi. Niðri er forstofa, stór borðstofa, stofa, eldhús, þvottahús, 2 barnaherbergi og 2 baðherbergi flís- alögð í hólf og gólf. Uppi stórt sjónvarpsherb, 3 stór herbergi með parketi og baðherbergi með sturtu. Fallegur garður, afgirt timburverönd, með heitum potti - hellulögð innkeyrsla með hita. Verð: 23,0 m. Áhv. 8,4m. Sumarbústaður - Þrastarskógur Fallegt 57 fm sumarhús í landi Miðengis í Þrastar- skógi. Tvö svefnherb, snyrting, eldhúskrókur, stofa, forstofa og geymsla. Svefnloft fyrir fjóra yf- ir hluta hússins. Rafmagn og kalt vatn. Fullbúinn húsgögnum. Verð 4,5 m NÝBYGGINGAR Súluhöfði - parhús Vorum að fá tvær 190 fm parhúsa íbúðir á einni hæð. Skemmtileg hönnun, 3 svefn- herbergi, góður bílskúr. Húsið afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan í sept- ember nk. Verð kr. 14,8 m. Súluhöfði - einbýli 193,5 m2 einbýli á einni hæð, þ.a. 42 fm tvöf. bílskúr. Afhendist í núverandi ástandi, uppsteypt, þakklætt og gluggar steyptir í, óglerjaðir. Skemmtileg staðsetning fyrir ofan golfvöll, í næsta nágrenni við grunnskóla og leik- skóla. Til afhendingar strax. Verð 13,5 m. ATVINNUHÚSNÆÐI Álafosskvosin - Vinnustofa/verk- stæði 235 fm húsnæði í fallegu umhverfi, Hefur verið mikið endurnýjað, m.a. nýlegar raf- og pípulagnir. Góð aðkoma og stórar innkeyrsludyr. Tilvalið sem vinnustofa, smíðaverkstæði eða geymslu- pláss. Laus strax. Verð. 10,7 m. Áhv. 6,2 m. Flugumýri - iðnaðarhúsnæði Afar snyrtilegt og vel frágengið iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði, samtals 545 fm. 301 fm vinnslu- salur með 3 stórum innkeyrsludyrum, mikil loft- hæð. 244 fm sambyggð skrifstofubygging á 2 hæðum. Afh. fullb. að utan, að innan skv. sam- komulagi - gott útipláss við húsið. Verð frá 30,0 m. MOSFELLINGAR **VANTAR ALLAR EIGNIR Á SKRÁ** OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 17.00 Einar Páll Kjærnested lögg. fasteignasali. Sími 586 8080, símbréf 566 8532. Netfang: einarp@fastmos.is http://www.fastmos.is ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Vallengi - Grafarvogur Snyrtileg 4ra herbergja Permaform íbúð á 2. hæð. 3 svefnherbergi, sérþvotta- hús, gott geymsluloft í risi yfir íbúð. Flísar á forstofu, teppi á stofu og gangi, dúk- ur á herbergjum. Þetta er hagstæð íbúð á hægstæðu verði. Verð kr. 11,5 m. Mosfellsdalur - einbýli fyrir hestafólk 156 fm einbýlishús m/bílskúr, ásamt 56 fm gróðurhúsi á 1830 fm eignarlóð m/möguleika á stækkun t.d. fyrir hesthús, í Mosfellsdalnum. 3 svefnh., baðher- bergi, eldhús, borðstofa og stofa. Lóðin stendur fyrir neðan Gljúfrastein m/gríð- armiklu útsýni. Stutt í golf, á skíði og reiðleiðir til allra átta. Þetta er eign fyrir úti- vistarfólk. Verð 18,5 m. Arnarhöfði - raðhús Tvö 190 fm raðhús á 2 hæðum, með bílskúr á þessum vinsæla stað. Íbúð á 2 hæðum, 4-5 svefnherbergi, mikil lofthæð. Góður garður í suð-vestur og fallegt útsýni. Rúmlega fokhelt, að utan klætt m/marmarasalla, grófjöfnuð lóð, að innan útveggir einangraðir, raflagnir komnar, tilb. undir sandspartl. Afhendist í ágúst 2001. Verð frá 14,5 m. Stóriteigur - raðhús 261 fm endaraðhús m/bílskúr og heitum potti. 6 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús m/borðkrók, góð stofa, stórt sjónvarpsher- bergi í kjallara, ásamt setustofu með bar. Góður garður m/heitum potti - stutt á leik- völlinn. Eign sem hentar stórri fjölskyldu. Verð: 18,8 m. Áhv. 6,8 m. Skipti á minni eign möguleg. Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. www.hreidrid.is Þuríður Halldórsdóttir, hdl., lögg. fasteigna- og skipasali. Aðalsteinn Torfason, sölustjóri. Þórður Kr. Guðmundsson, sölustjóri, Reykjanesi, sími 893 0007. Símar 551 7270 og 893 3985 - Fasteignavefur www. hreidrid.is Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Héraðsdómslögmaður og byggingameistari tryggja fagleg vinnubrögð Nýbyggingar á góðum greiðslukjörum Í byggingu - Ásholt - Hf Gauksás Glæsileg raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr alls 234. fm. Sérlega vönduð vel hönnuð hús til afhendingar í sumar. Gott útsýni. Upp- lýsingar og teikningar á skrifstofu og á staðnum. Öruggur verktaki, Gosi Tré- smiðja. Grafarholt - Einbýli Glæsil. einbýlishús við Ólafsgeisla. Hús sem eru 205 fm og 185 fm. Nútímaleg glæsileg hönnun, nútímalegur byggingarmáti, útsýni og sérlega glæsilegar eignir. Upplýsingar og teikningar á skrifstofu. Verð 16,8 - 19,4 m. kr. Vogar - Vatnsleysa Akurgerði - glæsileg hús - frábært verð Nýkomin í sölu glæsi- leg parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr alls 137 fm Húsin afhendast full- búin að utan, fullfrágengin lóð og fokheld að innan með einangruðum veggjum. Verð: 8,9 m.kr. Einbýli Miðtún - Reykjavík Nýkomið í sölu gott parhús, hæð og ris 137,0 fm. Hús sem er mikið endurnýjað úti og inni. Vel innréttað hús á góðum stað. Smárarimi - Grafarvogur Fall- egt einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr alls 207,5 fm. Stúdíóíbúð á jarðhæð. Vel hannað hús á góðum stað. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Glæsi- legt útsýni Kirkjugerði - Vogar Nýkomið í sölu gott einbýlishús sem er 102,7 fm og 56,5 fm bílskúr, alls 159,2 fm. Húsið stendur á um 900 fm gróinni lóð. Góðar innréttingar og vönduð gólfefni. Góð staðsetning í Vogum steinsnar frá stór Reykjavíkursvæðinu. Verð: 12,5 m. kr. Sérhæð Hlíðarvegur - Kópav. - sérh. Mjög falleg efri sérhæð 4ra - 5 herbergja 135,2 fm ásamt 27,2 fm bílskúr. Íbúð sem er afar vönduð með góðum innréttingum. Stofa og eldhús sérlega rúmgott. Hol, flísalagt bað og 3-4 herbergi. Stórar suðursvalir með tröppum niður í garð. Mjög góð staðsetning. 4ra herb. Blöndubakki - Rvík Nýkomin í einkasölu góð 4ra herbergja íbúð 98 fm Aukaherbergi í kjallara, þvottahús í íbúð og gestasnyrting. Björt og rúmgóð íbúð. Góð staðsetning og stutt í alla þjónustu. Grýtubakki - Rvík - 4ra Ný- komin í sölu á þessum eftirsótta stað 105 fm mjög góð íbúð í góðu húsi. Stór og rúmgóð herb., stofa með suðursvölum, gott eldhús og baðherb. Góð eign á góð- um stað. Atvinnuhúsnæði Reykjavík - Miðbær Gott skrif- stofu - þjónustu- og atvinnuhúsnæði 125 fm. Í góðu húsi með góðum bílastæðum. Góð staðsetning rétt við Hlemm. Sala eða leiga. Vogar - Vatnsleysuströnd Steinsteypt 150 fm iðnaðarhúsnæði með 3 m lofthæð + ris. Verð: 4,5 m. kr. Einnig 276 fm atvinnuhúsnæði með millilofti. Lofthæð 6 m. Verð 9,0 m. kr. Sumarhús Grímsnes Á góðum stað í Grímsnesi gott sumarhús, í sumarhúsakjarna rétt við Þrastarlund. Rafmagn, rennandi vatn og heitt á leiðinni. Sérlega góð staðsetning. TALSVERT hefur borið á því að kaupendur og seljendur fasteigna þekki ekki réttarstöðu sína við eigendaskipti íbúða í fjölbýlishúsi. Sérstaklega kemur til skoðunar upplýsingaskylda seljanda og skoðunarskylda kaupanda gagn- vart væntanlegum framkvæmdum utanhúss. Til að tryggja að upplýsingar um ástand fasteignar séu réttar er gert ráð fyrir því að seljandi af- hendi yfirlýsingu frá sínu eigin húsfélagi áður en kaupsamningur er undirritaður. Slík yfirlýsing hefur að geyma upplýsingar um stöðu hússjóðs, yfirstandandi framkvæmdir og fyrirhugaðar framkvæmdir, viðgerðir eða end- urbætur. Meginreglan er sú, að sá kostn- aður sem verður til fyrir afhend- ingardag eignar fellur á seljanda. Verði kostnaðurinn til eftir af- hendingardag eignar er það kaup- andans að bera kostnaðinn. Í þessu samhengi skiptir ekki máli hvenær gjalddagi kostnaðarins er heldur hvenær kostnaðurinn verð- ur til. Framkvæmdir samþykktar Vandamál geta risið vegna hlut- deildar eignarinnar í sameig- inlegum kostnaði sem ekki er óyggjandi hægt að heimfæra á tímabilið fyrir eða eftir eig- endaskiptin. Sem dæmi má taka ákvörðun sem er tekin á húsfundi um að klæða húsið og útgjöldin eiga að greiðast síðar. Ef eigendaskipti verða í millitíðinni rís sú spurning hvort það sé kaupandi eða seljandi sem eigi að bera kostnað vegna klæðningarinnar. Það má líka hugsa sér að við sölu liggi aðeins fyrir samþykkt húsfundar en verkið er óunnið. Í þessu tilviki blandast í raun uppgjörssjónarmið og vanefnd- asjónarmið og ekki eru alltaf skörp skil þarna á milli. Verk unnið fyrir kaupsamningsgerð Hafi verk verið unnið fyrir kaupsamningsgerð er það meg- inregla að seljandi ber kostnað vegna þess verks. Kaupandinn hefur þá fest kaup á eigninni í því ástandi, sem hún var skoðuð og þess vegna verður að leggja til grundvallar að við ákvörðun kaup- verðs hafi verið tekið tillit til þá- verandi ásigkomulags sameign- arinnar. Hér er sem sagt miðað við gerð kaupsamnings en ekki af- hendingardaginn. Það á ekki að verða kaupanda til skaða að hann hafi vitað að verkið hafi verið unnið nýlega. At- hugasemd seljanda t.d. um að þak sé nýtt verður frekar að líta á sem yfirlýsingu um það að ekki komi upp vandamál varðandi þakið í nánustu framtíð en sem aðvörun um að það komi krafa á hann vegna þess síðar. Það skiptir hér ekki máli hvort seljandi vissi eða hefði mátt vita að verkið væri ógreitt. Það sem veldur hins vegar vafa er það hvort kaupandi vissi eða mátti vita að verkið væri ógreitt. Þótt hann viti að verkið sé ógreitt þarf það ekki að þýða það að hann hafi samþykkt að bera kostnaðinn. Kaupandinn getur þó yfirtekið þessa skuldbindingu með samningi eða eftir atvikum með þegjandi samþykki. Verk unnið eftir kaupsamn- ings- eða afhendingardag Hafi verk verið unnið eftir kaupsamnings- eða afhending- ardag eru líkur á því að kaupandi beri kostnaðinn vegna fram- kvæmdanna. Þetta gildir þótt hús- fundur hafi samþykkt framkvæmd og jafnvel gert samning við verk- taka áður en kaupsamningur er gerður. Sama gildir ef húsfundur er haldinn frá gerð kaupsamnings og þar til afhending fer fram. Þessi sjónarmið byggja á sömu sjónarmiðum og fjallað var um áð- an, þ.e.a.s. að kaupandi kaupir eignina í því ástandi sem hann hefur skoðað hana í og þess vegna eru líkur á því að kaupverðið hafi verið ákveðið m.t.t. þess. Það má segja að hér komi verkið kaupand- anum til góða. Kaupandinn má alltaf búast við því eftir að hann kaupir eða yf- irtekur eign að húsfélagið taki ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir og viðhald sem hann getur ekki sett sig á móti og þess vegna eru engin rök fyrir því að fría hann greiðsluskyldu aðeins vegna þess að húsfélagssam- þykktin er gerð fyrir eig- endaskiptin hvort heldur er fyrir gerð kaupsamnings eða afhending- ardaginn. Ákvörðun um verk eftir afhendingardag Sé ákvörðun um sameiginlega framkvæmd tekin eftir afhending- ardaginn er það nokkuð öruggt að kostnaðurinn er seljanda óviðkom- andi. Jafnvel þótt seljandi hafi haft veður af því að slík ákvörðun hafi verið í aðsigi. Það hefur ekki úrslitaþýðingu þótt hann hafi látið vera að upplýsa kaupandann um það. Þó er stutt yfir á grátt svæði. ER NÝJA ÍBÚÐIN ÞÍN Í SKULD? Hús og lög eftir Elísabetu Sigurðardóttur, hdl, lögfræðingur Húseigenda- félagsins/huso@islandia.is Hafðu öryggi og reynslu í fyrirrúmi þegar þú kaupir eða selur fasteign

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.