Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Þ
AÐ hendir af og til að ein-
staka húsbygging verður
að yfirlýsingu höfundar
síns án þess þó að eiga
endilega mikla skírskotun til þess
sem er efst á baugi á sama tíma.
Þannig verður stundum til merkileg-
ur arkitektúr, t.d. eins og með inn-
lendu arkitektúrþróuninni sem á sér
nú stað í Ungverjalandi.
Þar er ekki neinn „stuðlabergs-
arkitektúr“ á ferðinni heldur byggir
þessi nýja ungverska stefna á já-
kvæðum, óefnislegum tengslum milli
manneskjunnar og byggðs umhverf-
is hennar. Höfundur Guggenheim-
safnsins í Bílabaó hefur greinilega
orðið fyrir áhrifum þaðan.
Oftar leiðir þó slík yfirlýsingagleði
til skipbrots þegar fjármálin binda
enda á gerð viðkomandi húss. Nú
eða þá að bygging hússins stendur
yfir í um hundrað ár eins og kirkjur
fyrri alda gerðu eða Sacrada Familia
Gaudis í Barcelona er dæmi um í
dag.
Ævistarfið hús
Þeir menn eru þó til sem gera
gerð eigin húss þannig að ævistarfi
sínu. En slíkri viðleitni má einna
helst líkja við umhverfislistsköpun
og það er þá einungis tilviljun að
nytjahluturinn hús varð fyrir valinu.
Eitt markverðasta dæmi um ævi-
starfið hús er án efa ævintýri tékk-
neska innflytjendans Makovic í
Flórída á miðri síðustu öld. Hann hóf
byggingu mikils húss utanvert við
Miami-borg fyrir sig og heitmey sína
í Tékkóslóvakíu. Og hlóð til þess
saman þungum björgum með mikilli
fyrirhöfn.
Þetta stóð yfir í mörg herrans ár
og á sama tíma óx borgin nær og
nær lóð hans uns hún gleypti hana
og húsið með. Er svo var komið settu
yfirvöld honum þá kosti að rífa húsið
ella að flytja það á nýja lóð langt út
fyrir borgarmörkin. Eftir nokkra
umhugsun ákvað húseigandinn að
taka seinni kostinn.
Hann kom sér í samband við vöru-
bílstjóra sem samþykkti að leggja
vörubíl sínum á nóttunni við húsið. Á
hverjum morgni var svo eitt bjargið
komið upp á bílpallinn og því síðan
ekið á nýju lóðina. Þannig var allt
húsið smám saman flutt til og byggt
upp að nýju. En aldrei sótti hús-
byggjandinn samt heitmey sína yfir
Atlansála. Þetta hús má enn skoða í
Flórída.
Svo dramatískt er dæmið þó ekki
með hús arkitektsins Zander rétt ut-
an við Köln. Árið 1980 ákvað hann að
byggja eigið íbúðarhús sem hann
hafði lengi gengið með í höfðinu.
Fyrir þann tíma hafði hann í yfir
þrjátíu ár teiknað fyrir aðra einbýlis-
hús í fúnkisstíl og tekist bara nokkuð
vel með það.
Þessi fúnkishús hans voru útfærð
eftir ströngustu reglum módernism-
ans og öll nokkuð lík hvert öðru við
fyrstu sýn. En fyrir reglubræður
hans í þessari ferköntuðu skúffu
arkitektúrsins virkuðu þau þó sem
gjörólíkar og vandaðar útfærslur við
þetta þema.
Hvolfin ólík í laginu
En nú var Zander sem sagt orðinn
leiður á þessu strögli. Á stórri lóð
rétt utan við Kölnarborg hóf hann
byggingu tæpra 300 fermetra
grunnflatar íbúðarhúss fyrir tuttugu
árum. Byggingin hefur svokallað
frjálst form: Hún er samsett úr
þyrpingu sjö hvolfþaka sem skerast
hvert inn í annað. Mikill kjallari er
undir öllu húsinu og bogadregnir út-
veggir hans eru gerðir úr hvítum
múrsteini, vel þykkum.
Hvolfin sjö eru mismunandi stór
og ólík í laginu. T.d. það sem átti þá
að vera svefnherbergi yngsta sonar
hans var sem langdreginn sporbaug-
ur í þversniði. Og lítur því fremur út
eins og rúnnaður turn en hvolfþak.
Það er eini tveggja hæða hluti bygg-
ingarinnar.
Það var flókin geómetría að koma
hugmyndinni til skila á pappír og
síðan að útfæra hana. Sem dæmi að
ganga frá öllum sniðflötunum milli
einstakra hvolfa, ekki síst þar sem
þrjú þeirra skárust í einu. Og ein-
staka útfærslur kröfðust mikilla
bollalegginga, t.d. eins og aðalinn-
gangurinn.
Þar var hugmyndin að láta boga-
dregið formið halda sér en samt út-
búa opnanlegar dyr. En hver einasta
bílhurð er eins útfærð: Hurðin fellur
inn í heildarform bílsins þegar hann
er lokaður. Hér var sem sagt í mikið
ráðist og auðvitað varð kostnaðurinn
mikið meiri en byggingaráætlunin
gerði ráð fyrir.
Framkvæmdir drógust því á lang-
inn og standa raunar yfir enn þann
dag í dag. Það gerir bygginguna í
sjálfu sér ekkert verri en hins vegar
má vera að þetta hafi komið niður á
samheldninni í fjölskyldunni. Því
Zander býr nú einn í þessu mikla
húsi ásamt elsta syni sínum. Þar er
einnig teiknistofa hans staðsett.
Ævintýraheimur
Í heild sinni er húsið einn ævin-
týraheimur. En það er eins með
svona óvenjuleg hús og vín: Þau
verða æ betri því eldri sem þau
verða. Eða í tilfelli hússins því leng-
ur sem búið er í því. Á hinn bóginn
hafa þau tilhneigingu til að verða
seint fullgerð. En aldrei verða þau
leiðinleg eins og hver önnur kassa-
laga íbúð sem unnt er að upplifa upp
til agna á nokkrum dögum.
Í ævintýraheimi Zanders er svo-
sem búið að ganga frá flestum prakt-
ískum hlutum en húsið hefur þó enn
ekki „lífsmark“ sem fagurlega gerð
eldri hús einatt hafa eftir að fólk hef-
ur samsamast þeim og öfugt, jafnvel
við misjafnar aðstæður. T.d. er gert
ráð fyrir því að allt húsið hverfi inn í
einn samfelldan gróðurhjúp garðs-
ins nema þá helst risavaxnir gluggar
þess.
Það er þó nokkuð í land með þetta
enn þá og því blasir víða við plast-
hvítur þakdúkurinn sem strekktur
er yfir alla bygginguna. Það tekur
líka sinn tíma fyrir tvo menn að fylla
300 fermetra hús af lífsmarki. Og
hér vantar tilfinnanlega innandyra
það sem kallast á ensku „a womans
touch“.
Enginn vafi leikur á því að í fyll-
ingu tímans og eftir nokkra tilfall-
andi sköpunarkrampa á þetta hús
Zanders eftir að verða mikið
draumahús. Hönnunin hefur alla
burði til þess og mjög margir mögu-
leikar eru enn fyrir hendi að hanna
það í ýmsar áttir innandyra.
Í flokki svokallaðra ævistarfshúsa
ætti það að geta komið vel út. Og
skemmtilegt verður að skoða það
aftur eftir u.þ.b. önnur tuttugu ár.
Hvað snertir arkitektúrstefnuna í
draumahúsi Zanders þá virðist hann
hafa hitt hér á gullæð! Því einmitt í
dag er það allra nýjasta nýja frá Am-
eríku svokallaður „Bubble“ arkitekt-
úr.
Nú gildir hið frjálsa rými
Ungir og skapandi tölvuarkitektar
frjálsir frá teiknihornum og reglu-
stikum hafa sagt línunni og „réttu“
horni stríð á hendur. Og nú er það
hið frjálsa rými sem gildir. Meira um
það seinna á þessum síðum. Hitt er
annað mál að það er ósanngjarnt að
ráðleggja nokkrum manni að leggj-
ast í svipaðar framkvæmdir.
Því enda þótt arkitektúr sé merki-
leg listgrein og beri – ólíkt hinum
listgreinunum – jafnvel menningu
ákveðinna stuttra tímabila augljóst
vitni árhundraða á milli dags dag-
lega – þá er það fleira en hús sem
takast þarf á við á hlutfallslega
styttri ævi notanda hússins. Þar sem
hús lifa marga mannsaldra liggur
þeim hins vegar ekkert á að verða
fullkomin.
Framúrstefnuarkitektúr
Sjö hvolfþök sem sker-
ast hvert inn í annað
Glergluggar snerta tjörn og gróðurdekkt þakið fyrir ofan. Útsýni af svölum utan við turnherbergið á annarri hæð.
Vinnustofa arkitektsins með ofanljósi á norðurhlið.
Gluggi í móttökusal þar sem gjarnan eru lesin ljóð.
Zander undirbýr gestamóttöku.
Zander við aðalinnganginn inn í turnhvolfið.
Á stórri lóð rétt utan við
borgina Köln í Þýzkalandi
hefur arkitektinn Zander
byggt hús sem er hreinn
ævintýraheimur. Einar
Þorsteinn hönnuður
fjallar um þetta hús sem
hefur svokallað frjálst
form.