Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 1
Þriðjudagur
3. júlí 2001
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað C
Verð
við allra hæfi
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Mikil
ásókn í
byggingarlóðir 26
Sögufrægt
hús
Bresk
húsagerð
Ísafoldarhúsið
við
Aðalstræti 29
Inngangurinn
í breska
húsið 40
!!
!
"!
"#$%&' %
# &(!&(!#
)# *+(
,-.&' /0(
1&)!&()2(30(
4&(3&*+(
5#&&3&6(#..0(
&7&
87%(9
#3& & 87%( : &7!;!/9
# $ % &%
%
$ % &%
1#;7; <= &#;/!&7& ( %;;!
> ;& & &! &( 7:!
7:!
7:!
7:!
?
?
?
?
ÞINGHOLTSSTRÆTI er ein merk-
asta og bezt varðveitta timburhúsa-
gatan í Reykjavík frá síðustu öld og
lítið um, að hús við þessa götu komi á
markað. Þau vekja því ávallt athygli,
þegar þau koma í sölu.
Hjá fasteignasölunni Gimli er nú
til sölu húseignin Þingholtsstræti 21.
Þetta er fjórlyft, járnklætt timb-
urhús, byggt árið 1910 og er, sam-
kvæmt rithönd á frumteikningum,
talið vera teiknað af Rögnvaldi
Ólafssyni.
Fyrsti eigandi hússins var Helgi
Thordarsen. Konráð Konráðsson
keypti síðan húsið og það var sonur
hans, Bjarni Konráðsson læknir,
sem lengst af bjó þar og rak lækna-
og rannsóknarstofu á fyrstu hæð-
inni. Núverandi eigendur hússins,
þau Valgeir Guðjónssson og Ásta K.
Ragnarsdóttir keyptu húsið af erf-
ingjum Bjarna.
Húsið stendur efst í brekku Bók-
hlöðustígs og því ekkert hús á móti
fyrr en í Lækjargötu. Gott útsýni er
þess vegna yfir Kvosina og Vest-
urbæinn.
Lóðin er nokkuð stór miðað við að-
liggjandi lóðir (402 ferm.) og nær
milli Þingholtsstrætis og Ingólfs-
strætis.
Húsið er jarðhæð, tvær hæðir og
ris, alls 293 ferm. ásamt 80 ferm. við-
byggingu með samþykktu bygginga-
leyfi fyrir 210 ferm., það er tveimur
hæðum og risi.
Á jarðhæðinni eru tvö herbergi,
eldhús og baðherbergi, en auk þess
gengt í þvottahús og geymslur. Á
fyrstu hæðinni eru stofur og eldhús.
Á annarri hæð og í risinu eru svefn-
herbergi og lítil skrifstofa, hvort
tveggja með glæsilegu útsýni. Sjón-
varpsherbergi er einnig í risinu.
Húsið hefur verið gert upp í göml-
um stíl á afar smekklegan hátt, með
nýjum lögnum og gifsklæðningum.
Baðherbergi eru á hverri hæð og
lagt fyrir síma og sjónvarpi í hvert
herbergi.
Aðkoma er bæði frá Þingholts-
stræti og Ingólfsstræti, en þeim
megin er djúp og góð lóð með upphit-
uðum bílastæðum. Samkvæmt fram-
ansögðu stendur 80 ferm. einlyft
bygging á lóðinni með margs konar
nýtingarmöguleikum, m.a. er búið að
sækja um byggingarleyfi á lóðinni
fyrir 210 ferm. einbýlishúsi og gert
ráð fyrir að húsið verði tvær hæðir
og ris.
„Það er óhætt að segja að eign
þessi er afar glæsileg og sérstök í
senn og hún stendur við einhverja
fallegustu götu gamla miðbæjarins,
á rólegum stað þar sem stutt er í
hringiðu mannlífsins,“ segir Gunnar
Hólm hjá Gimli.
Óskað er eftir tilboðum, en áhvíl-
andi eru hagstæð lán.
Stórt og virðulegt timburhús
við Þingholtsstræti til sölu
Morgunblaðið/Arnaldur
Þingholtsstræti 21 er fjórlyft 293 ferm. járnklætt timburhús. Núverandi eigendur hússins eru þau Valgeir Guðjónsson og
Ásta K. Ragnarsdóttir. Húsið hefur verið gert upp á afar smekklegan hátt, með nýjum lögnum og gifsklæðningum.
Ásland
íHafnarfirði