Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Á SLAND, hið nýja hverfi Hafnfirðinga, er að byggjast upp með gríðar- legum hraða. Bæði leik- skóli og barnaskóli eru í smíðum í hverfinu og glæsilegt, fjölnota íþróttahús Hauka var tekið í notkun sl. haust. Húsið allt, fullbúið með allri félagsaðstöðu, var tilbúið í vor, en í húsinu er auk íþróttaaðstöðunn- ar mjög rúmgóð félagsaðstaða. Nú í júlí verða afhentar lóðir, sem auglýstar voru til umsóknar fyrir síðustu áramót. Þar var um að ræða 48 lóðir fyrir einbýlishús, 26 lóðir fyrir parhús, 18 lóðir fyrir raðhús, tvær lóðir fyrir fjölbýlishús og eina lóð fyrir sambýli. Mikill áhugi var á þessum lóðum og fengu færri en vildu. Einn aðalkosturinn við þessar lóð- ir er einstakt útsýni. Lóðirnar eru það ofarlega í hlíðum Ásfjalls, að frá þeim sést nánast allt Reykjanesið og norður að Snæfellsjökli og útsýnið yfir Fjörðinn og til Reykjavíkur er vægast sagt hrífandi. Þessi áfangi er því á þeim stað, sem hvað mest hefur verið beðið eftir. Að sögn Erlends Hjálmarssonar, byggingarfulltrúa í Hafnarfirði, munu framkvæmdir hefjast á þess- um byggingarlóðum nú í júlímánuði. Allur undirbúningur hefur gengið samkvæmt tímaáætlun og greinilega mikill hugur hjá mörgum lóðarhöf- um að byrja framkvæmdir. 2.000 íbúða hverfi á Völlum Nú er unnið að því að skipuleggja nýtt og stórt byggingarsvæði fyrir sunnan Haukahúsið. Á þessu svæði, sem hlotið hefur nafnið Vellir, á að rísa annars vegar íbúðarbyggð með um 2.000 íbúðum og hins vegar svæði fyrir skrifstofu- og þjónustuhús- næði. Gert er ráð fyrir, að deiliskipu- lag liggi fyrir um áramót og þá verði auglýst eftir lóðaumsóknum. „Íbúðarbyggðin á þessu svæði verður blönduð byggð einbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og fjölbýlishúsa,“ segir Erlendur Hjálmarsson. „Þarna er gert ráð fyrir töluvert þéttari byggð en annars staðar í Áslandinu. Þetta verður m.a. gert með því að hafa bílageymslur undir húsunum til þess að auka nýtingu svæðisins og koma þar fyrir meiri gróðri og úti- vistarsvæðum. Þetta verður að megninu lágreist byggð og húsin frá einni hæð og upp í fjórar hæðir en engin háhýsi.“ Tillögur um þetta nýja bygging- arsvæði voru kynntar í skipulags- nefnd Hafnarfjarðar í síðustu viku. „Þar var tekið vel í þær hugmyndir, sem koma fram í þessum tillögum,“ segir Erlendur. „ Í þeim er m.a. lögð rík áherzla á umhverfismál og sjón- línur látnar skerast þannig, að það opnast geilar í byggðina, sem eiga að tryggja útsýni til Keilis, út á sjóinn og allt til Snæfellsjökuls. Ef að líkum lætur verður mikil ásókn í íbúðarlóðir á þessu svæði rétt eins og annars staðar í Ásland- inu. Umhverfið verður í senn fallegt og vinalegt.“ Nýtt svæði fyrir atvinnuhúsnæði Skipulagsvinna er nú í gangi fyrir næsta áfanga á atvinnuhúsasvæðinu sunnan við Hellnahraun. „Markmið- ið er að hafa þetta skipulag tilbúið í vetur, þannig að hægt verði að fara vinna eftir því á næsta ári,“ segir Er- lendur. „Nú eru flestar lóðir undir at- vinnuhúsnæði í Hellnahrauni gengn- ar út, en til sögunnar eru komin ný fyrirtæki, sem vilja hasla sér völl á þessu svæði. Þeirra á meðal má nefna Tækjatækni, Vélsmiðju Guð- mundar og nýtt fyrirtæki, sem heitir Blendi og framleiðir fyrir ÍSAL. Teikningar að fyrirhuguðum byggingum fyrir þessi fyrirtæki hafa þegar verið samþykktar.“ Morgunblaðið/Jim Smart Í þessum mánuði hefjast byggingaframkvæmdir á lóðum efst í hlíðum Ásfjalls. Einn aðalkosturinn við þessar lóðir er einstakt útsýni. Uppbyggingin í Áslandi leynir sér ekki. Stóra byggingin fyrir miðri mynd er Áslandsskóli, sem tekinn verður í notkun í haust. Morgunblaðið/Jim Smart Erlendur Hjálmarsson, byggingarfulltrúi í Hafnarfirði. Mynd þessi er tekin á fyrirhuguðu byggingarsvæði á Völlum. Ekkert lát á ásókn í lóðir íÁslandi í Hafnarfirði Síðustu lóðirnar efst í hlíðum Ásfjalls verða afhentar í þessum mánuði og unnið er að skipulagningu nýs byggingarsvæðis á Völlum. Magnús Sigurðsson ræddi við Erlend Hjálmarsson, byggingarfulltrúa í Firðinum. magnuss@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.