Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Benedikt Björns-son hefur undanfarnar vik-ur eytt miklum tíma ásafnadeild Ríkisútvarpsins við leit að röddum skálda. Þar flettir hann í gegnum spjaldskrá er greinir frá efni segulbanda sem hafa mörg hver að geyma gífurlegan fjársjóð, t.d. upplestur ljóðskálda og rithöf- unda úr eigin verkum, en það vekur einmitt mestan áhuga Bjarna að þessu sinni. Markmiðið er að safna saman vel völdu efni sem verður síðar gefið út á skáldadiski. „Í vetur skaut þessi gamla hug- mynd mín upp kollinum á ný, að taka saman upplestur skálda úr eigin verk- um og gefa út,“ útskýrir Bjarni. „Í upphafi hugsaði ég diskinn eingöngu sem nokkurs konar hjálpartæki við kennslu í íslensku, því ég man vel þegar ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð og fékk að heyra einstaka upptökur af upplestri skálda. Mér finnst það mjög skemmtileg leið til að ná athygli nemenda og vekja þá til umhugsunar um verkin og skáldin. En hugsunin á bak við þetta verkefni er fyrst og fremst sú að hlustandinn fái að heyra röddina í skáldinu.“ Bjarni er íslenskufræðingur að mennt og mun í haust hefja kennslu- fræðilegt mastersnám í íslensku við Háskóla Íslands. „Það má því segja að verkefnið tengist í raun mínum fram- tíðaráformum, að verða kennari í ís- lenskum bókmenntum.“ Mörg skáld – mikið úrval Í vetur sótti Bjarni um styrk til verksins í Nýsköpunarsjóð náms- manna eftir að hafa kynnt Ríkisút- varpinu hugmyndir sínar. Edda-miðl- un og útgáfa styður verkefnið fjárhagslega á móti sjóðnum og mun standa að útgáfu skáldadisksins. Bjarni bendir á að upptökur sem þessar hafi þegar verið notaðar, t.d. í útvarpsþætti Gunnars Stefánssonar, Raddir skálda. Einnig var sett upp sýning í Þjóðmenningarhúsi á vegum Listahátíðar á síðasta ári þar sem upptökur með lestri nokkurra skálda, lifandi og látinna, voru leiknar. Nokkrar hljómplötur komu einnig út á sjötta áratugnum með lestri skálda á eigin verkum. „Ég á sjálfur gamla plötu frá Almenna bókafélaginu, Ljóðskáld, ásamt bók sem birtir nýj- ustu ljóð nokkurra atómskálda þess tíma. Þessi uppsetning er í raun fyr- irmyndin að því sem ég er að gera núna,“ segir Bjarni. Í vor byrjaði hann á því að kanna hvaða sýnisbækur væru notaðar í framhaldsskólum við kennslu í ís- lenskum bókmenntum. Upp úr sex algengustu bókunum vann hann skrá yfir þá höfunda sem þar er fjallað um, bar saman við spjaldskrá Útvarpsins og tíndi til þá höfunda sem lesið hafa úr verkum sínum á band í gegnum ár- in. Geisladiskur rúmar um 70 mínútur af efni. Þess vegna var nauðsynlegt að velja sérstaklega úr nokkur skáld sem nefnd eru í sýnisbókunum. Bjarni studdist aðallega við bókina Sögur, ljóð og líf eftir Heimi Pálsson því hún er algengust kennslubóka í nútímabókmenntum í framhaldsskól- um. „Diskurinn sníður manni stakk. Mig langar að koma sem flestum að. Ég miða því við að á disknum verði að minnsta kosti ein mínúta af efni frá hverju skáldi. En hvað skáldin verða mörg á enn eftir að koma í ljós.“ Elstu upptökurnar sem Bjarni vinnur með eru frá árinu 1942. Elsta efnið er á lakkplötum sem erfitt er að vinna með, en margt hefur verið fært yfir á segulband og er því með í úrtak- inu. „En ég er ekki að reyna að gera tæmandi skrá heldur ætla ég mér að setja saman á disk skemmtilegar upp- tökur með velvöldum skáldum,“ út- skýrir Bjarni. „Hugmyndin er sú að finna skemmtilega og áhugaverða upptöku frá hverju skáldi, í stað þess að fara eftir einhverri ákveðinni reglu. Úrvalið er mikið og það kemur í ljós hvort allir eru sammála um val mitt. Ég er ekki að fella neina dóma með valinu, aðeins að finna skemmti- leg dæmi.“ Að velja og hafna Vinnan felst því mikið í því að velja og hafna. „Ég er þegar búinn að sigta frá þau skáld sem eru lítt þekkt og eru ekki nefnd í sýnisbókunum nema endrum og eins. Þá eru líka nokkur skáld sem ekkert er til með í safni Út- varpsins. Svo sit ég aftur uppi með mjög margar upptökur frá sumum skáldum og þarf að velja eina þeirra. Þá þarf ég að fara eftir einhverju, t.d. lengd, aldri upptökunnar eða minni eigin tilfinningu.“ Bjarni nefnir sem dæmi að til séu upptökur frá árinu 1979 með ljóða- lestri Einars Más Guðmundssonar. „Þar birtist hann ekki endilega sem það skáld sem við þekkjum í dag, en hins vegar er forvitnilegt að kynnast honum frá öðru sjónarhorni.“ Mjög misjafnt er hversu mikið efni er til með hverju skáldi. „Til dæmis fann ég aðeins eina upptöku með Ástu Sigurðardóttur. Þar er hún reyndar ekki að lesa úr sínum frægustu verk- um en úr mjög skemmtilegu verki engu að síður. Oft koma skáldin líka í viðtal og lesa svo nokkur ljóð eða úr sögum sín- Raddir skáldanna Tveir ungir menn safna nú verkum ís- lenskra skálda, annar fyrir hljómdisk og hinn fyrir ljóðabók. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við Bjarna Benedikt Björnsson, sem einbeitir sér að stórskáldum síðustu ára- tuga og Sölva Björn Sigurðsson er leitar uppi ung skáld við dögun nýrrar aldar. Morgunblaðið/Billi Bjarni Benedikt Björnsson í safnadeild Ríkisútvarpsins. SÖLVI Björn Sigurðssonnemur bókmenntafræði viðHáskóla Íslands. Í sumarhefur hann leitað logandi ljósi að ungum ljóðskáldum í þeirri von að þau vilji fylla síður safnrits með skáldlegum orðum sínum. Og leitin stendur enn. Í bókinni, sem kemur út í haust hjá Máli og menn- ingu, munu ung og upprennandi skáld fá að njóta sín. Ljóð ungra skálda „Hugmyndin að bókinni kom frá útgáfunni en mér bauðst að hafa yfirumsjón með verkefninu sem ég þáði með þökkum,“ segir Sölvi. Það var eflaust engin tilviljun að útgáfan óskaði eftir Sölva til verksins, hann er sjálfur ungt ljóðskáld og fyrir tæpum fimmtíu árum vann afi hans, Magnús Ásgeirsson, að sambæri- legu verkefni. Afrakstur þeirrar vinnu varð bókin Ljóð ungra skálda, sem meðal annars geymdi skáld- skap Jóns úr Vör, Thors Vilhjálms- sonar, Hannesar Péturssonar og Kristjáns frá Djúpalæk. Hugmyndin að bókinni nú varð til í vor og segir Sölvi að um þessar mundir sé verkefnið komið í fullan gang. „Ég hef verið að leita að ung- um skáldum og óskað eftir ljóðum frá þeim,“ segir hann og bætir við að enn sé pláss fyrir fleiri ung skáld í bókinni góðu. „Verkefnið er fyrst og fremst hugsað til að koma á framfæri ljóð- um yngstu kynslóðar íslenskra skálda, en miðað er við að skáldin séu ekki eldri en þrítug.“ Þau skáld sem þegar hafa sam- þykkt að birta ljóð í bókinni eru jafnt þekkt sem óþekkt. Sum þeirra hafa gefið ljóð sín út áður, en stefnt er að því að hafa eingöngu áður óbirt efni í bókinni. Á sér nokkrar fyrirmyndir Sölvi segir að hér áður fyrr hafi verið gefin út safnrit með ljóðum ungra skálda. „Bókin á sér því nokkrar fyrir- myndir, sú fyrsta og þekktasta er sennilega Ljóð ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson, afi minn, rit- stýrði,“ útskýrir Sölvi. „Þar áttu ljóð mörg skáld sem voru meðal þekkt- ustu ljóðskálda landsins á síðari hluta 20. aldar. Þau voru þó ekki öll að gefa út í fyrsta sinn, en mörg hver að kveða sér hljóðs með áhrifa- ríkari hætti en áður.“ Sölvi rifjar einnig upp að Ey- steinn Þorvaldsson hafi gefið út safnrit fyrir þónokkrum árum, þeg- ar ljóðskáld á borð við Braga Ólafs- son og Gyrði Elíasson voru að koma fram á ljóðasviðið. „En ég veit ekki til þess að sambærilegt rit hafi verið gefið út síðan þá. Því er eflaust kom- inn tími á bók sem þessa þar sem ný kynslóð ungra ljóðskálda er nú kom- in fram á ritvöllinn,“ segir Sölvi, en bendir á að raunar hafi komið út í fyrra safnrit með ljóðum ungskálda, Bók í mannhafið, en hún hafi verið nokkuð smærri að vöxtum. Sölvi hefur sjálfur gefið út ljóða- bók með eigin ljóðum og einnig þýð- ingar á ljóðum. Tengsl hans við ljóðaheiminn hafa því án efa nýst honum vel í leitinni að ungum skáld- um. Hann segist hafa farið ýmsar leiðir í leitinni. Fyrst gerði hann lista yfir útgefið efni skálda sem eru fædd 1971 og síðar. Þá blaðaði hann í skólablöðum, tímaritum og dag- blöðum í von um að rekast á ljóð eft- ir skáld sem mögulega ættu erindi í bókina. „Það getur verið erfitt, til dæmis vegna þess að stundum eru skáldin svo ung að þau eru ekki skráð í símaskrá og því þrautin þyngri að hafa upp á þeim. Sumir gefa líka út undir gælunafni eða skáldanafni og þá er með öllu von- laust að hafa uppi á viðkomandi.“ En aðrar óhefðbundnari leiðir eru einnig farnar í leitinni miklu. „Ég hef reynt að koma þessu á framfæri við sem flesta og minnst á verkefnið í öllum samræðum sem ég hef tekið þátt í, í þeirri von að fá vísbendingar um ljóðskáld. Þetta hefur stundum borið árangur,“ segir Sölvi bros- Ungra penna leitað víða Morgunblaðið/Billi Sölvi Björn Sigurðsson safnar saman verkum ungra ljóðskálda. Ljóð ungra skálda kom út árið 1954 og er fyrirmynd bókar Sölva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.