Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Landið fær nýja merkingu Ekið er af stað á nokkrum bílum og á leiðinni segir Ómar Smári frá hugsjóninni að baki ferða- hópnum, þar sem mæting er algjörlega frjáls og engar afsakanir nauðsynlegar. „Ef einhver hefur önnur plön, þá hefur hann önnur plön. Þetta er fyrir þá sem eru upplagðir, þá sem vilja, þá sem hafa tíma og þá sem nenna. Og það þarf ekki allt- af að vera sama fólkið. Fyrst og fremst eru þess- ar gönguferðir hugsaðar til skemmtunar og sem hreyfing. En um leið hjálpa þær okkur að kynn- ast landinu betur og gera okkur grein fyrir því hvernig kynslóðirnar á undan okkur lifðu af landsins gæðum.“ Leitin að minjum um búskap og mannvistir er einmitt það sem setur svip á ferðir FERLIR, og sker þær frá hefðbundnum gönguferðum um hóla og holt. Fyrir hverja ferð er sett upp áætl- un, rissað er upp kort af fyrirhugaðri leið og merktar inn minjar sem sögur herma að séu á svæðinu. „Það geta verið hleðslur, réttir, fjár- hellar, stekkir eða dysjar. Að ógleymdum þjóð- leiðum sem sýna glöggt hvernig skór, hófar og klaufar hafa meitlað í berg eða troðið mýrar í gegnum aldirnar. Við leitum í gamlar heimildir, landabréf og bækur og höfum einnig talsvert rætt við gamalt fólk sem er alið upp á svæðinu. Í gönguferðunum svipumst við svo um eftir þess- um minjum,“ segir Ómar og tekur fram að FERLIR kunni Reyni Sveinssyni, Helga Gam- alíelssyni frá Stað við Grindavík, Fræðasetrinu í Sandgerði, Sigurði á Hrauni, Þórarni Snorrasyni í Vogsósum og Kristófer, kirkjuverði í Strand- arkirkju, þakkir fyrir ómetanlega leiðsögn. LÖGREGLUMENNIRNIR snarast út úr bif- reiðum sínum við kirkjugarðinn í Hafnarfirði, vasklegir í fasi og vel skóaðir. Við garðinn er upphafspunktur 100. Reykjanesgöngunnar í röðinni síðan Ferðahópur rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) tók til starfa í fyrrasumar. Á bílastæðinu standa tveir af helstu göngugörpunum, Ómar Smári Ár- mannsson og Jóhann Davíðsson, en sá fyrr- nefndi er ókrýndur forsprakki framtaksins. „Þar sem fyrir höndum er lengsta gangan hingað til, voru menn skyndilega mjög uppteknir í kvöld,“ segja þeir félagar sposkir og vísa til þess að tiltölulega fáir eru mættir. Að meðaltali taka 5–15 manns í göngunni – rannsóknarlög- reglumenn og gestir þeirra; börn, makar, vinir eða vinnufélagar af öðrum deildum. Nú standa átta manns ferðbúnir, sumir vanari en aðrir. „Nýliðar fá oftast svona nýliðaprik til að styðja sig við,“ segja forsprakkarnir og lyfta gömlum kústsköftum. Sjálfir eru þeir með fall- ega útskorna stafi um hönd. „Ef einhver dregst aftur úr eða týnist, snúum við aldrei við til að leita þeirra. En ef nýliði týnist, verðum við að snúa við til að finna prikið. Þetta eru ómetanleg prik.“ Með þessum orðum er tónninn sleginn fyrir taktinn í ferðinni – allt er fyndið eða hóflega ná- kvæmt og ekki að ástæðulausu. „Þessar ferðir eru ekki síst ætlaðar til þess að dreifa huga manna frá vinnunni, sem oft er íþyngjandi. Hér reynum við að gleyma áhyggjum hversdagsins og því er eiginlega bannað að segja nokkuð af viti – það er nánast glæpur,“ segir Ómar Smári og glottir. Birgir gaumgæfir nýfundinn stekk með gáfulegum athugasemdum. Fundurinn vekur gleði göngumanna. Jón snarar sér niður í Strandarhelli, sem myndaðist þegar hraun rann undir yfirborðinu. Yfir munnanum vakir varða. Þegar gengið er utan troðninga hann Davíðsson, Jón Svanþórss Farið að b Að lesa landið Rannsóknarlögreglumenn sem beygja út af Reykjanes- braut og þramma skimandi um hraun og hlíðar, eru án efa að leita verksummerkja um glæpsamlegt athæfi. Eða hvað? Sigurbjörg Þrastardóttir og Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari, slógust í för með löggum sem leita fremur að félagsskap, náttúrufegurð og anda liðinna alda. dys: upphækkuð gröf, venjulega hulin grjóthrúgu. fjárborg: grjótbyrgi fyrir fé úti á víðavangi, veggirnir látnir dragast saman að ofan eða reft yfir, með engri jötu. kví: e.k. rétt þar sem fráfæru- ær eru mjaltaðar. fráfærur: aðskilnaður áa og lamba á vorin til þess að unnt sé að nytja ærmjólkina. nátthagi: girt grasi vaxið svæði sem búpeningur er hafður í um nætur. sel: útihús í högum langt frá bæjum þar sem búfénaður er látinn ganga á sumrin. stekkur: e.k. fjárrétt þar sem lambakró (með dyrum inn í) var hlaðin af innst. þjóðleið: alfaraleið. úr Íslenskri orðabók, 1996. FERÐAHÓPUR RANNSÓKNARDE I LDAR LÖGREGLUNNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.