Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 B FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT ungmennafélag- anna var haldið á Egils- stöðum um síðustu helgi. Þátttakendur í mótinu voru alls um 1.500 á öllum aldri. Meðal þeirra sem hrepptu gull í keppninni voru þrír ætt- liðir kvenna frá Norðfirði. Mæðgurnar Petrún Jóns- dóttir og Hulda Elma Jóns- dóttir urðu meistarar í blaki kvenna. Móðir Petrúnar og amma Huldu Elmu, Elma Guðmundsdóttir, var svo í sigursveitinni í golfi kvenna. Fleiri fjölskyldur létu til sín taka á mótinu. Fjórir bræður voru í liði UMSK sem sigraði í blaki karla. Þeir heita Róbert, Vignir, Hlöðver og Ástþór Hlöðverssynir. Og í fjórsundi kvenna tóku þátt fjórar systur úr Keflavík, þær Eva Dís, Íris Edda, Karitas og Diljá Heim- isdætur. Sveitin þeirra varð í fjórða sæti í keppninni. Landsmót ungmennafélaganna Fræknar fjölskyldur Það fór vel um þá sem fylgdust með keppni á Landsmótinu. ÁRNI Johnsen alþing- ismaður og formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhúss- ins hefur viðurkennt að hafa sagt fjölmiðlum ósatt þegar hann var spurður um kaup á steinum. Steinana sagðist hann hafa keypt vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið og þeir væru geymdir á brettum. Daginn eftir upplýsti hann þó að steinana hefði hann notað í eigin garð. Vegna frestunar á framkvæmdum við Þjóð- leikhúsið sagðist hann hafa notað steinana sjálfur en ætlað að kaupa aðra í stað- inn. Þetta mál og fleiri tengd umsýslu Árna eru nú til rannsóknar hjá Ríkisend- urskoðun. Ígær ákvað Árni Johnsen að segja af sér þingmensku. Þingmaður sagði ósatt Morgunblaðið/Ásdís Þéttidúkur sem leitað var í tengslum við mál Árna fannst í geymslu Þjóðleik- hússkjallarans. ÓLYMPÍULEIKARNIR verða haldnir í Peking árið 2008. Þetta var ákveðið um síðustu helgi á þingi Alþjóðaólymp- íunefndarinnar sem haldið var í Moskvu. Fjórar aðrar borgir komu til greina: Tor- onto, París, Istanbúl og Osaka. Mikill fögnuður braust út í Peking þegar úrslit lágu fyrir. Hundruð þúsunda manna flykktust til miðborgarinnar til að fagna niðurstöðunni á Torgi hins himneska friðar. Ýmis mannréttindasamtök hafa hins vegar lýst yfir von- brigðum með valið vegna stöðu mannréttindamála í Kína. Kínverjar létu ánægju sína ákaft í ljós eftir að niðurstaða lá fyrir. Peking varð fyrir valinu TVEIR ungir menn fórust þegar fiskiskipið Una í Garði sökk úti fyrir Norð- urlandi aðfararnótt 17. júlí. Þrír skipverjar og 11 ára gamall sonur eins þeirra komust í björg- unarbát og var bjargað fimm klukkustundum eft- ir slysið. Una í Garði var á rækjuveiðum þegar slys- ið varð. Talið er að skipið hafi sokkið á nokkrum sekúndum. Neyðarmerki frá björgunarbátnum barst um klukkan fjögur um nóttina og innan við þremur tímum síðar fann flugvél Flugmálastjórnar skipsbrotsmennina. Þeim var síðan bjargað köldum og blautum um borð í rækjubátinn Húna HU-62. Hörmulegt sjóslys UM næstu mánaðamót verða sektir vegna brota á umferðarlögum hækk- aðar. Í heild nemur hækkunin 50%. Hæsta sekt fyrir verulega ölvun við akstur hækkar úr 60 þúsund krónum í 100 þúsund og hæsta sekt fyrir of hraðan akstur hækkar úr 25 þúsund krónum í 60 þúsund. Sektir hækka Netfang: auefni@mbl.is „VIÐ segjum að það sé eitt til eitt og hálft ár í bið fyrir þá sem eru í hvað mestri þörf,“ sagði Sveinn H. Skúlason for- stjóri Hrafnistu. Hann segir að alls hafi ríflega eitt þúsund aldraðir sótt um vistun hjá Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Aðeins hluti þess hóps njóti forgangs vegna brýnnar þarfar. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra segir að talið sé að um tvö hundr- uð aldraðir séu nú í bráðri þörf fyrir hrjúkr- unarrými. „Þetta er eitt af allra stærstu verkefnum í heilbrigðisþjónustunni á næstu árum,“ segir hann. Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 kemur fram að innan tíu ára eigi bið eftir vistun á hjúkr- unarheimili ekki að vera lengri en 90 dagar. Þá er átt við fólk sem er í mjög brýnni þörf. Langir biðlistar HÓPUR sem skipaður var um miðborg Reykjavíkur hefur skilað skýrslu. Þar kemur fram að ofbeldi hefur aukist verulega í miðborginni. Sérstaklega hefur grófum líkamsmeiðingum fjölgað. Árið 1990 komu 453 ofbeldismál til kasta lög- reglunnar í Reykjavík. Á árinu 2000 voru þessi mál 831 talsins, eða nærri tvöfalt fleiri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir þessa fjölgun áhyggjuefni. Hún segist gera ráð fyrir að tillögum sem nefndar eru til úrbóta í skýrslunni verði hrint í framkvæmd eftir því sem hægt verði. Það er ekki hættulaust að vera í miðbænum að nóttu til, jafnvel þótt bjart sé. Ljót skýrsla LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur ákveðið að fela einum lög- reglumanni að vera tengilið- ur við Miðstöð nýbúa. Tilgangurinn er að auðvelda nýbúum að leita til lögregl- unnar ef á þeim er brotið. Í samstarfi við Miðstöð ný- búa verður jafnframt gripið til fleiri ráðstafana. Þær bein- ast að því að lögreglumenn geti betur sinnt starfi sínu þegar í hlut eiga einstakling- ar sem hvorki tala reiprenn- andi íslensku né þekkja vel til íslensks réttarkerfis. Fá sérstakan tengilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.