Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þegar trén blómgast, skýin hopa og flugurnar suða er rétti tíminn til þess að mála, syngja, dansa, leika og læra nýja hluti. Daglegt líf leit inn á þrjá staði þar sem sumarnámskeið bjóð- ast börnum, en um land allt stendur slík starf- semi nú einmitt sem hæst. MENNINGARMIÐSTÖÐINGerðuberg hefur gengistfyrir Listsmiðjum barna frá sumrinu 1988, og svo er einnig í sumar. Listsmiðjan heitir Gagn og gaman og er hún fyrir börn á aldr- inum 7–13 ára. Þar gefst börnunum kostur á að vinna verkefni undir leiðsögn listamanna. Í sumar verða tvær þriggja vikna smiðjur fyrir 20 börn í senn, hin fyrri var í júní og nú í júlí stendur síðari smiðjan yfir. Listsmiðjurnar hafa alltaf verið ákaflega vinsælar og færri komist að en vilja. Í listsmiðjunni er ímynd- unaraflinu gefinn laus taumurinn og börnin fá að upplifa sanna og óhefta sköpunargleði með því að vinna með listform eins og leiklist, myndlist, tónlist og dans. Litlaland í mótun Ólöf Sverrisdóttir er leikkona og stýrir smiðjunni í júlí ásamt Guð- rúnu Veru Hjartardóttur, myndlist- arkonu og Erik Mogensen tón- skáldi. Ólöf segir frá því að Elísabet B. Þórisdóttir, sem er forstöðumað- ur Gerðubergs, hafi átt frumkvæði að fyrstu listasmiðjunni. Hún hafi fengið rithöfundinn Sjón til liðs við sig og saman hafi þau mótað hug- myndafræðina sem þetta verkefni hvílir á. Þegar Daglegt líf ber að garði er allur hópurinn niðursokk- inn við að mála langt og mikið lista- verk sem hangir þegar uppi á vegg. „Krakkarnir eru að skapa saman nýjan heim eða land sem við köllum Litlaland. Þau eru öll búin að velja sér ný hlutverk og endurskíra sig nöfnum sem þau munu bera í Litla- landi. Við höfum verið að aðstoða þau við að virkja ímyndunaraflið og ég get ekki sagt annað en að það hafi tekist ágætlega,“ segir Ólöf. Litlaland er óðum að taka á sig mynd, og krakkarnir eru að mála vistarverurnar sem þau ætla að búa í. Þar kennir ýmissa grasa: Einn ætlar að búa í GSM-síma, einnig má sjá sveppi, steina, tré og laufskála – allt hugsað sem híbýli væntanlegra borgara Litlalands, sem eiga greini- lega að vera smáir að vexti. Aðspurð segir Ólöf að vel gangi að láta börnin vinna saman þó mun- ur sé á þeim bæði í aldri og þroska. „Það gengur mjög vel, þau mætast á miðri leið – þau sem eru eldri toga þau yngri upp til sín, og yngri börn- in hjálpa þeim eldri að rifja upp bernskuna í sér,“ segir hún. Frumsamið leikrit fyrir foreldrana Þau Marta Sigrún Jóhannsdóttir, sem er 9 ára, og Hlynur Árnason, 10 ára, eru bæði verðandi borgarar Litlalands. Á veturna er Marta Sig- rún nemandi í Hvassaleitisskóla en Hlynur er í Vogaskóla. Hvernig skyldi nú dagurinn ganga fyrir sig í Listasmiðjunni? „Við erum að undirbúa sýningu sem við ætlum að halda – við búum til söguna saman og byrjum daginn á því að ræða saman,“ segir Marta Sigrún. Gagn og gaman í Gerðubergi Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ er eitthvað ævintýralegtog heillandi við að heimsækjaAusturbæjarskólann á Skóla- vörðuholtinu þessa dagana. Þar er til húsa blómlegt sumarstarf Reykja- víkurborgar fyrir börn og fullorðna af erlendum uppruna. Það eru frí- mínútur, og á göngum skólans skraf- ar fullorðna fólkið um landsins gagn og nauðsynjar, meðan glaðvær hróp og köll barnanna berast inn af skóla- lóðinni þar sem þau leika sér áhyggjulaus úti í sólskininu eins og börn ein geta gert. Friðbjörg Ingimarsdóttir er kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Sum- arnámskeið fyrir nýbúabörn er sam- vinnuverkefni Fræðslumiðstöðvar- innar, Námsflokka Reykjavíkur og ÍTR. Þá hefur Félagsþjónusta Reykjavíkur einnig stutt við bakið á verkefninu. Að sögn Friðbjargar er mikill áhugi og metnaður hjá þeim stofnunum borgarinnar sem koma að málefnum nýbúa um að leysa þau verkefni vel af hendi. Hún segir að í sumar séu 103 börn á aldrinum 6–15 ára skráð á nám- skeið, sum hafa búið á Íslandi í nokk- ur ár en önnur eru aðeins búin að vera hér í örfáa daga. Þau sem hafa aldur til eru í Vinnuskóla Reykjavík- ur á morgnana, og mæta síðan á sumarnámskeið eftir hádegi. Þess má geta að Vinnuskólinn hefur ráðið til sín starfsmann til þess að sinna sérstaklega málefnum nýbúabarna. Leikur, dans og íslenskunám Niña Grace Tangolamos frá Fil- ippseyjum og Yan Ping Wu frá Kína eru perluvinkonur og una glaðar við leik og störf í Austurbæjarskólanum í sumar. Þetta eru myndarstúlkur, báðar 13 ára og nemendur í Háteigs- skóla. Aðspurðar segjast þær aðal- lega vera að leika sér – bæði úti og inni – „en svo förum við líka í Kram- húsið og lærum að dansa“, segir Ping. Þar læra þær allskonar dansa eins og hip-hop, æfa sig í leikrænni tjáningu og fleiru sem reynir á ímyndun og sköpun. En sumarnámskeiðið er víst ekki bara leikur og dans – þær stöllur þurfa að sitja á skólabekk til þess að halda við íslenskunni. „Við erum til dæmis að læra að segja hvað klukkan er á íslensku,“ segir Niña. „Svo lærum við líka um líkamann, hvað allt heitir á íslensku,“ bætir Ping við. Þær eru einnig að æfa sig í að semja sögur á íslensku, en þær hafa báðar náð ótrúlega góðum tökum á málinu, einkum þegar haft er í huga að móðurmál þeirra beggja Morgunblaðið/Ásdís Undir sólinni 1 2 3 4 5 Leikjagleði í Austurbæjarskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.