Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 B 3 ÞAÐ er mikilvægt að kirkjugarðarnir séu fallegir staðir,“ segir Ólafur Jóns- son, trúnaðarmaður Sam- taka íslenskra myndlistar- manna (SÍM) í opinberum samkeppnum. „Það hefur margt misjafnt verið sett á reitina undanfarin ár. Inn- fluttir steinar eru sérstak- lega algengir á duftreitum [minningarreitum þar sem er duftker en ekki gröf] og oft stinga þeir í stúf við um- hverfið.“ Kirkjugarðasam- band Íslands fékk SÍM til samstarfs fyrr á árinu þeg- ar haldin var samkeppni um hönnun legsteina. Fallegir staðir „Á fáum sviðum í þjóð- félaginu eigum við jafn vel menntaðan hóp og meðal myndlistarmanna,“ segir Ólafur. „Það eru 300 með- limir í SÍM. Umsjónar- menn kirkjugarðanna vildu fá fólk úr þessum hópi til samstarfs, því myndlistar- menn hafa ekki tekið mikinn þátt í þróun kirkjugarða á síðustu árum. Við höfum átt mjög góða steinsmiði – Sigurður Helgason hefur verið ið- inn við að gera legsteina úr fallegu, íslensku grjóti. En Kirkjugarðasam- bandið vill að kirkjugarðarnir í heild séu fallegir staðir – til þess þarf að bjóða upp á fjölbreyttara úrval fall- egra steina. Kirkjugarðurinn allur hefur áhrif á hvern sem kemur að vitja grafreits,“ segir Ólafur. Opin lokuð keppni Skipulag keppninnar var með sniði sem Ólafur segir verða æ al- gengara. „Fyrst var lýst eftir um- sóknum og ferilskrá frá myndlist- armönnum. Úr þessum umsóknum voru valdir tólf myndlistarmenn sem Björn Th. Björnsson fræddi um legsteina, hefðir og hlutverk kirkju- garða. Listamennirnir skiluðu síðan inn allt að fjórum tillögum hver. Þær eru frumdrög að verkum en ekki endanleg útfærsla. Þetta er þess háttar keppni að kirkjugarð- arnir þurfa að hafa nokkuð um úr- lausnirnar að segja.“ Kirkjugarða- sambandið bað listamennina um tillögur að verkum í stein, málm og tré, hvert í sínu lagi, og önnur efni sérstaklega. Ólafur segist ánægður með fram- kvæmd keppninnar: „Hún er öll til fyrirmyndar. Dómnefndarstörfin voru vel og vandlega unnin og lista- mennirnir hafa allir lagt sig mjög vel fram.“ Í Fossvogi er lítill reitur þar sem stillt verður upp sýnishornum af þeim verkum sem bárust í keppnina, ásamt eldri steinum, „fallegum steinum frá liðinni tíð“ lofar Ólafur. Þar verður hægt að skoða steinana úti við og velja milli þeirra. „Þegar aðstandendur hafa valið stein er síð- an hægt að verða við séróskum um efni og leturval, þótt stuðst sé við grunnhönnun listamannanna. Þessir nýju steinar eru bara viðbót við það sem þegar er fyrir hendi. Steinsmið- ir og kunnáttufólk á landinu vinna steina, eftir sem áður, út frá per- sónulegum óskum.“ Ólafur telur trúlegt að nýju stein- arnir verði á sama verðbili og þeir sem fyrir eru, frá 80 til 150 þúsund krónur. hmh Myndlist og mold Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Jónsson í gamla verksmiðjuhúsi Álafoss. S A M K E P P N I U M H Ö N N U N N Ý R R A L E G S T E I N A Tillögur frá Jónínu Guðnadóttur. Ein af tillögum Helga Gíslasonar. Regnbogasteinn Ólafar Nordal. Ólöf Nordal: Rithönd hins látna. um. Mörg viðtölin eru mjög skemmti- leg. Þar eru skáldin til dæmis að velta fyrir sér ljóðagerð samtímans og segja margt annað fróðlegt sem gam- an er að heyra,“ segir hann og bendir þar á enn einn útgáfumöguleikann. „Mig dreymir um að halda þessu verkefni áfram. Með sumum skáldum er til svo mikið efni að hægt er að búa til disk þar sem efni aðeins eins skálds er flutt. Grunnurinn að frekari nýt- ingu safnsins er kominn. Ég er kannski búinn að opna einn glugga þess með þessari vinnu,“ segir Bjarni brosandi. „Ég lít á þennan disk sem sniðugt krydd í íslenskukennslu. Hjálpartæki sem kveikir áhuga nemenda. En auð- vitað einnig fyrir allt áhugafólk um ís- lenskan skáldskap. Það er einstakt að heyra eldmóðinn í skáldinu þegar það les sjálft verk sín og reyna að sjá það fyrir sér lesa. Röddin segir svo margt.“ Hann bætir við að til greina komi að setja upp nokkurs konar skáldavef á Netinu þar sem ljóðum og öðrum skáldverkum væri miðlað á nú- tímalegan hátt. „Við erum vön marg- hliða kynningu á sama hlutnum. Á Netinu getur maður lesið texta, heyrt hljóð og horft á mynd, allt í einu. Úr þessu efni væri hægt að búa til frá- bæran vef, á því leikur enginn vafi.“ Stærstur hluti safns útvarpsins er á segulböndum. andi. „En því miður er nú alltaf hætta á að einhver snillingurinn fari framhjá manni sem væri algjör synd. En ég vil endilega gefa sem flestum kost á að vera með og hafa breiddina í ljóðunum þannig sem mesta.“ Ný og óbirt ljóð Sölvi hefur óskað eftir ljóðum sem skáldin telja sín bestu og fram- bærilegustu til þessa og helst skulu þau vera ný og óbirt. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað ljóðabókin mun heita, en vinnutitillinn er sá sami og á bók Magnúsar, Ljóð ungra skálda. „Mér þykir sæmd í því að gera til- raun til að feta í fótspor afa míns með þessu verkefni,“ segir Sölvi, en Magnús Ásgeirsson hefði einmitt orðið hundrað ára á þessu ári. Sölvi er af því tilefni einnig að taka saman nýtt úrval ljóða hans og þýðinga og mun sú bók líka koma út í haust. „Þetta verður mikið ljóðasumar og ljóðahaust hjá mér,“ segir Sölvi brosandi. En telur hann að þessi ljóðabók eigi eftir að marka viðlíka tímamót og bók afa hans gerði um miðja síð- ustu öld? „Um það er erfitt að spá. Maður reynir bara að gera sitt besta. Nýja bókin á að geyma ljóð eftir enn yngri skáld en hin. Það væri auðvit- að nokkuð sérstakt og ánægjulegt ef ljóðabók ylli tímamótum í upphafi 21. aldar. En hver veit hvað gerist? Eigum við ekki bara að gerast djörf og segja að upprennandi stórskáld Íslands komi fram í þessari bók?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.