Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0 . J Ú L Í 2 0 0 1 B L A Ð B  RADDIR SKÁLDANNA/2  UNGRA PENNA LEITAÐ VÍÐA/2  MYNDLIST OG MOLD/3  AÐ LESA LANDIÐ/4  UNDIR SÓLINNI – BÖRN Á SUMARNÁMSKEIÐUM/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  Þeim ferðalöngum sem hættir til að gleyma bæði tjaldi og svefnpoka er sjálfsagt ekki við bjargandi hvort eð er. Daglegt líf minnir því ekki á aug- ljósustu nauðsynjar heldur hagnýta aukahluti til útilegunnar: Hnífapör, skeiðar og glös, vatns- brúsa, landakort og áttavita, ljósfæri, eldfæri, útvarp fyrir veðurfréttir, sjúkrakassa, lyf eftir atvikum, sól- krem, varaskóreimar, sundföt og handklæði, leiðsögubækur, söngbæk- ur, gítar, munnhörpu, peninga, sauma- dót, flugnanet, eyrnatappa, þvotta- klemmur, ruslapoka, klósettpappír, kodda, dósaopnara og veiðigræjur. Heimasmurðar samlokur eru ódýrari matur og hollari en margt sem selt er í þjóðvegasjoppunum, íslenskt vatn er víst best í heimi og ef börnunum leiðist útvarpsdagskráin er endalausa ánægju að hafa af rímorðaleiknum: Nefndu fimm orð sem ríma við tjald. „Ertu með lyklana?“ ÍSLENDINGAR voru ekki fyrr fluttir í upphituð og raflögð hús, við upphaf síðustu aldar, en fyrsti skátaflokkurinn var stofnaður í Reykjavík og ungir, hraustir Ís- lands synir gerðu það að tóm- stundaiðju sinni að gista í köldum, lekum tjöldum og kveikja eld í spreki, fjarri mannabyggðum og því sem einhverjir héldu þá að væri skarkali borgarlífsins. Útivist af þessum toga varð vin- sæl meðal millistéttarfólks í Evrópu og Ameríku eftir hrakningar Hen- rys Davids Thoreau, sem lagðist út og bjó við Walden poll í rúm tvö ár, um miðja 19. öld. Útilegan var til- raun Thoreaus til að lifa árvakur en fylgja ekki hugsunarlaus og leiði- tamur mynstri vanans. „Megnið af munaði og svonefndum lífsþæg- indum er ekki aðeins ónauðsynlegt, heldur raunverulegar hindranir á vegferð mannkyns,“ skrifaði Thor- eau og lagðist út til að hrista af sér hægindin. Íslenskar helgarútilegur eru af eilítið öðrum toga. Með prím- us og pylsur, einnota grill, sjálf- blásanlegar dýnur, pólýester- himin, ferðageislaspilara, ferðasófa, ferðasalerni, fartölv- ur og tölvuleiki, farsíma, kunn- ingja í næsta tjaldi, sjoppu í ná- grenninu og jeppa ef eitthvað skyldi klikka er lítil hætta á að útilegan kosti nokkurt erfiði eða rjúfi alvarlega hegð- unarmynstur hversdagsins. hmh Undir pólýesterhimni Morgunblaðið/Ásdís Með réttum búnaði getur útilegufólk látið eins og það hafi aldrei farið úr húsi – svona hér um bil. Starfsmað- ur Intersport bregður á leik. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.