Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 B 7 „Stundum förum við líka saman í ferðir, og svo erum við auðvitað að mála,“ segir Hlynur. Hann segir að stóra sameiginlega málverkið sé af Litlalandi, landi sem hópurinn hafi búið til. Allir þurfi að skapa sér nýja tilveru þar, finna sér nafn og koma sér þaki yfir höfuðið. „Málverkið er leikmynd fyrir leiksýningu sem við ætlum að sýna foreldrum okkar síð- asta daginn á námskeiðinu,“ segir Hlynur. Nýja nafnið hennar Mörtu Sig- rúnar er Tina, en Hlynur segist ætla að heita Krampen. Þetta eru jafn- framt persónurnar sem þau ætla að leika í leikritinu. Sumarið er rétt hálfnað og þau Marta Sigrún og Hlynur eiga margt skemmtilegt í vændum eftir að námskeiðinu lýk- ur. „Ég er að fara í sumarbústað, við leggjum af stað síðasta daginn minn á námskeiðinu,“ segir Marta Sig- rún. Hlynur byrjar á að hvíla sig í nokkra daga heima eftir að nám- skeiðinu lýkur. „Amma og afi voru að kaupa bóndabýli, sem þau ætla að breyta í sumarbústað – við eigum örugglega eftir að vera mikið þar í sumar,“ segir hann að lokum. Hlynur Árnason og Marta Sigrún Jóhannsdóttir. rh KLUKKAN er hálftíu en eng-inn veit lengur hvaða viku-dagur er. Hópur barna sóp- ar miðgólf Smáraskóla í Kópavogi, skúrar og þurrkar af borðum eftir morgunsnæðing. Alls eru þau 48, ell- efu ára börnin sem í heilan mánuð dveljast í skólahúsinu, ásamt um- sjónarmönnum og fararstjórum Al- þjóðlegra sumarbúða barna. Börnin koma frá tólf löndum, hvaðanæva – Filippseyjum, Noregi, Brasilíu, Ítal- íu, Bandaríkjunum ... Strákar og stelpur 67 þjóðlönd úr öllum byggðum heimsálfum taka þátt í starfi CISV (Children’s International Summer Villages). Samtökin voru stofnuð 1950 af bandaríska sálfræðingnum Doris Allen. Þau eru ópólitísk og ekki tengd trúarbrögðum en hafa eitt stefnumið: Að kenna framtíðarþegn- um að hunsa landamæri og lifa frið- samlega í fjölmenningarsamfélagi. Og vel skal vanda: „Hérna sérðu hvernig við skiptum sturtutímum á morgnana.“ Ingigerður Einarsdótt- ir, annar íslensku umsjónarmann- anna, bendir á töflu uppi á vegg. „Við getum ekki látið alla fara í sturtu í einu. Kanadísku stelpurnar vilja helst klæðast sundbolum þegar þær baðast. Brasilísku og bandarísku stelpurnar voru líka feimnar til að byrja með en þær eru að braggast.“ Börnin hafa nú verið á Íslandi í tvær vikur og virðist þegar mikill kunningsskapur með þeim. Norskur og þýskur strákur mætast í stiga og gæta þess að ýta svolítið harkalega hvor í annan. Krakkarnir hópast út. Teresa hin fagra frá Ítalíu stendur í sólinni og lætur sér fátt um flesta hluti finnast. Hún er höfðinu hærri en Alessandro, naggurinn sem ávarpar hana og er mikið niðri fyrir. Í svip hans er bæði alvara og von- leysi, stúlkan horfir í aðrar áttir með- an hann reynir að tala hana til, með orðum og æði. Loks lítur hún á hann og hver sem var málstaður Alessand- ros, er samræðunni lokið þegar hún lygnir aftur augunum, hristir höfuð hægt og segir afgerandi: Nei. – Lítur svo í aðrar áttir. Alessandro gengur burt og gerir sér eirð úr því að kasta grjóti. Teresa er skotin í ... einhverj- um öðrum. Áhyggjur af ástar- málum verða að bíða, klukkan hálfellefu hefst leikjatími. Fil- ippseyingar útskýra fyrsta leik dagsins á tungumáli CISV, ensku. Enskan ítrek- ar yfirburðastöðu sína eftir nokkrar mínútur: Krakkarnir hlaupa um með nöfn bandarískra leikara og tónlistarmanna á enninu – hver og einn reynir að komast að því hvaða nafn hann ber. Íslenskur strákur dregur lappirn- ar og muldrar að hver dagur sé öðr- um líkur. „Þetta er svolítið öðruvísi fyrir Ís- lendingana,“ útskýrir Inga. „Sumir eiga kannski pabba í næstu götu og skilja ekki af hverju þeir geta ekki farið í heimókn, eða tekið strætó nið- ur í bæ.“ Á hverju ári taka um 8.000 manns þátt í 200 sumarbúðum CISV um all- an heim. Yfir 100.000 manns taka þátt í ýmissi annarri starfsemi sam- takanna. Árni Ólafur Jónsson, sem er umsjónarmaður búðanna ásamt Ingu, segir að starfið grundvallist á sjálfboðavinnu: „Ég held að þrjár, fjórar manneskjur í heiminum þiggji laun frá samtökunum. Foreldrarnir greiða fyrir beinan kostnað, en vinn- an er unnin af sjálfboðaliðum.“ Inga og Árni halda sjálf til í Smáraskóla, nótt og dag, allan júlí- mánuð, og hafa umsjón með öllu starfi búðanna, kauplaust. „Við fáum reyndar frí næstu helgi, þá verða krakkarnir tveir og tveir saman hjá fjölskyldum og við reynum að skemmta okkur með erlendu farar- stjórunum. Það er mikilvægt að far- arstjórunum komi vel saman, krakk- arnir finna það.“ Nánari upplýsingar um starfsemi CISV má finna á slóðinni www.cis- v.org.. Heimsþorp í Smáraskóla Morgunblaðið/Billi Ingigerður Einarsdóttir, annar umsjónarmaður íslensku búðanna í Smáraskóla. eru afar frábrugðin íslenskunni. En hvað skyldu þær hafa búið lengi hérlendis? „Ég er búin að vera hér í eitt ár og sjö mánuði,“ segir Ping. „Og ég er búin að vera á Íslandi í eitt og hálft ár,“ segir Niña og brosir feimnis- lega. Þeim finnst báðum óskaplega gaman á námskeiðinu í Austurbæj- arskólanum. „Við eigum margar vin- konur og vini sem eru líka á nám- skeiðinu hér í sumar,“ segir Niña. Ekki skemmir það nú. Þær segjast ánægðar á Íslandi og námið í Há- teigsskóla sækist þeim vel. Framtíðin er björt Úti á skólalóðinni eru strákar að spila fótbolta af mikilli ákefð, svona eins og stráka er siður. Einn af þeim er Sveinn Zolotariov, sem er 11 ára og er frá Litháen. „Ég kom til Ís- lands 14. ágúst í fyrra,“ segir hann móður og másandi á alveg prýðis- góðri íslensku. Sveinn hefur haft í nógu að snúast eftir að hann kom til Íslands, en auk þess að vera í skól- anum lærir hann á píanó, æfir sund og svo finnst honum gaman að leika sér í tölvunni. „Nú er frí í sundinu í einn mánuð, en svo byrjum við aftur að æfa,“ segir Sveinn og skellir sér í boltann, enda má hann ekkert vera að þessu masi. Ilya Karevskiy frá Moskvu er að fylgjast með fótboltanum. Hann er 11 ára og segist vera í Landakots- skóla. Hann hefur verið á Íslandi í tvö og hálft ár. „Mér finnst gaman á Íslandi,“ segir hann alvarlegur í bragði. Ilya er ungur maður sem veit hvað hann vill: „Eftir grunnskólann ætla ég í Menntaskólann í Reykja- vík, svo ætla ég í háskólann, og síðan í Flugskóla Íslands,“ segir hann ein- beittur og ákveðinn á svip.  Svipmyndir frá sum- arnámskeiði barna af er- lendum uppruna í Austur- bæjarskólanum. 1. Lífsgleði æskunnar undir heiðbláum sumarhimni. 2. Blómarósirnar Niña Grace Tangolamos frá Fil- ippseyjum og Yan Ping Wu frá Kína. 3. „Má ég sjá hvað þið get- ið búið til fína röð?“ 4. Kakómjólk og brauð í nestistíma hjá yngstu börn- unum. 5. „Ég er sko vinur þinn!“ Í frjálsa tímanum rh 4. júlí. Flest okkar vöknuðu fyrir klukkan hálfníu, vegna þess að strákarnir reyndu að hrekkja stelpurnar. Eftir fánastund og morgunverð fórum við í skóleik – rugluðum skónum og reyndum að finna saman rétt pör. Síðan fórum við út í samúræjaleik. All- ir áttu að öskra eins hátt og þeir mögulega gátu. – Það var fynd- inn leikur! Eftir hádegi fórum við á stóra völlinn og kepptum í und- arlegum íþróttum. Sú erfiðasta var að hlaupa í pörum með fætur reyrða saman. Fjórði júlí er þjóðhátíðardagur Bandaríkj- anna og við héldum upp á hann með smáræðis flugeldum og sæl- gæti. Á kvöldvökunni settum við saman skrítnar sögur. Allir lögðu til eina setningu á sínu eig- in tungumáli, að lokum var afar undarlegt að heyra söguna alla! Enn á ný áttum við frábæran dag! Rugsa Otso Daniel Eeva Anna frá Finnlandi. Enn einn frá- bær dagur!Alþjóðlegar sumarbúðir fyrir börn, haldnar þriðja hvert ár hérlendis. hmh Úr dagbók sumarbúðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.