Morgunblaðið - 14.08.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 14.08.2001, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 C 9HeimiliFasteignir 2ja herb. Háagerði. Í einkasölu ósamþykkt ris- íbúð. Sérinngangur. Ný gólfefni, parket og flísar á öllum gólfum. Baðherbergi flísalagt, sturta og baðkar. Mjög falleg íbúð. Áhv. ca 4,0 millj. Ekkert greiðslumat. Verð 6,7 millj. Æsufell. Falleg 2ja-3ja herb. íbúð á 7. hæð í lyftublokk með frábæru útsýni. Verð 7,6 millj. Grundarstígur - Miðbær. Sér- inngangur. Járnklætt timburhús á baklóð. Upphaflegar boðfjalir á gólfi. Tengi f/þvottavél í eldhúsi. Áhv. 3,5 m. V. 6,5 m. 3ja herb. Næfurás - Rvík. Einstaklega falleg 3ja herb. 93,8 fm íbúð í góðu fjölbýli ásamt 28,5 fm bílskúrsplötu. Baðherb. með fall- egri innréttingu, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi,- halogen lýsing. Eldhús með hvítri og beyki innréttingu, vönduð tæki. Rúmgóð stofa og borðstofa, 2 herb. með skápum. Stórar suðvestursvalir. Gólfefni eru dökkt eikarparket og flísar. Verðlauna- garður og mikið útsýni. Áhv. um 4,5 m. Verð 12,6 m. Hraunbær. Rúmgóð og vel skipu- lögð ca 80 fm íbúð á þriðju hæð i fjölbýli. Fallegur sameiginl. Barnvænn garður. Verð 9,6 millj. Fornhagi. 76 fm 3ja herb. íbúð á jarð- hæð (lítið niðurgrafin), með sérinng. í fjór- býli. Að sögn eigenda er nýlegt þak. Verð 9,5 millj. Hjallar - Kóp. Snyrtileg 90 fm íbúð á 8. hæð í lyftublokk með góðu útsýni. Flísar og dúkur á gólfum. Tvennar svalir í suður og vestur. Verð 9,9 m. Lautasmári. Falleg 94,1 fm 3ja her- bergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk. Þvotta- herbergi innan íbúðar. N-v svalir. Áhv. 6,0 millj. Verð 12,7 millj. Funalind - laus. Glæsileg 82,6 fm íbúð á jarðh. í litlu fjölb. sérverönd og garð- ur. Eldhús með fallegri kirsub.innréttingu, vönduð tæki. Baðherb. flísalagt, falleg kirsub.rétting. Lyklar á skrifstofu. V. 12,9 m. Víðimelur - Rvík. Snyrtileg og góð 3ja herb. 80 fm íbúð á 2. hæð. Nýtt eikar- rústik parket og baðherb. Allt nýtt. Eldhús með nýrri sérsmíðaðri hvítri og mahóní innr, ný tæki. Suðursv. Nýlegar raflagnir, tafla og dren. Áhv. 4,4 m. Verð 11,5 m. 4ra til 7 herb. Fífulind. Vönduð 4 herb. 128 fm „pent- house“ íbúð á 2 hæðum á þessum vinsæla stað í Lindahverfinu. Gegnheilt olíuborið parket á flestum gólfum. Séð er um þrif á sameign. Verð 15,5 m. Gullsmári. Mjög falleg 93 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu litlu fjölbýli. Þrjú góð herbergi og stofa með parketi. Stórar suð- ursvalir flísalagðar. Vönduð eign í alla staði.Áhv. 5,2 m. V. 13,9 m. Álftahólar. Falleg og vel skipulögð 106 fm 4ra herb. íbúð á efstu hæð, sjö- undu, í góðu lyftuhúsi. Lóð ný gegnum tekin. Hiti í stéttum bakatil. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 3,4 millj. Verð 11,5 millj. Álfaskeið. Góð 110,8 fm 4ra herb. íbúð á fjórðu hæð efstu í góðu fjölbýli ásamt 23,7 fm bílskúr. Verð 12,8 millj. Hringbraut - Hf. Séreign á 2 hæð- um 69,1 fm á jarðh. og 36,5 fm á efri hæð- inni samtals 105,6 fm 3 herb. og stofa. Vandaðar innréttingar og tæki. Þvottaherb. í íbúð. Stæði í bílag. Verð 14,6 millj. KÓPAVOGSBÚAR ATHUGIÐ! OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ – SKOÐUM SAMDÆGURS – EKKERT SKOÐUNARGJALD Lundarbrekka. Falleg og björt 104,2 fm enda íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Gott útsýni. Áhv. góð lán byggsj. og hús- bréf 7,5 millj. Verð 11,5 millj, Skúlagata. Mjög glæsileg 3ja til 4ra herb. íbúð í hjarta borgarinnar. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Íbúðin er laus í lok nóvember 2001. Verð 13,9 millj. Kópavogur - Arnarsmári. Falleg 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð í fallegu fjölbýli. Með sérverönd og lóð í. Sérgeymsla í kjallara og sameiginlegt vagna og hjólageymsla. Verð 13,9 m. Írabakki. 5-7 herb. íbúð á tveimur hæðum 167 fm. Flísar og parket á gólfum. Eign sem þarf að taka í gegn. Möguleiki á að gera tvær íbúðir. Sérinngangur á neðri hæðina. Verð: 13,9 m. Hæðir Hátröð - Kóp. Góð 93 fm 4ra herb. neðri sérhæð í tvíbýli. Stór bílskúr 71 fm, hentar vel fyrir lítinn atvinnurekstur. Stór blómaskáli. Áhv. 7,1 m. Verð 14,9 m. Þinghólsbraut. Vorum að fá í einka- sölu 112 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Um 20 fm nýr hellulagður sólpallur með girðingu fyrir framan húsið. Getur verið laus við kaupsamning. Verð 12,9 m. Hraunbraut. Falleg 198 fm efri sér- hæð í tvíbýli ásamt 26 fm óskráðu garðhúsi í suðvestur samtals 224 fm og innbyggðum 26 fm bílskúr er inn í fm tölu. Beinn inn- gangur af götu. Stórkostlegt sjávarútsýni. Verð 18,9 millj. Grænahlíð. Mikið endurn. og falleg 90 fm sérhæð á neðstu hæð í nýviðgerðu fjór- býli. Sérinngangur. Búið er að setja nýjan skeljasand utan á húsið og einangra það upp á nýtt. Þak yfirfarið. Verð 13,8 millj. Grjótasel - tvöfaldur bílskúr. Sérlega vönduð 202 fm sérhæð á góðum stað í Seljahverfi. Eign sem býður upp á marga möguleika. Nánari uppl. á skrifstofu Smárans. Rað -og parhús Hrauntunga. Gott 320 fm hús á tveimur hæðum í suðurhlíðum Kópavogs. Innb. bílskúr þar af 30,6 fm. Parket á flest- um gólfum. Stórar stofur, gott útsýni. Mögul. að gera litla íbúð á jarðhæð. Gróinn garður. Verð 28,0 m. Bollasmári. Gott 200 fm einbýli ásamt 40 fm bílskúr á þessum vinsæla stað. Rúmgott eldhús, vönduð jatoba inn- rétting. Sólstofa. Gegnheilt parket á flest- um gólfum. Bílskúr flísalagður. Áhv. húsb 7,6 m. Verð 27 m. • Bráðvantar 2ja herb. íbúðir í Kóp. og Rvík. • 2-3 herb. íbúð í Kóp. verðhugm. 8-12 m. • Í vesturbæ Rvík. verðhugm. 9-14 m. • 3-4 herb. íbúð eða hæð í Háaleiti eða nágr. verðhugm. 7-16 m. • 4-5 herb. íbúð eða hæð í Linda eða Salahverfi í Kóp. verðhugm. 11-17 m. • 3-4 herb. íbúð í Garðabæ verðhugm. 9-14 m. • Einbýli, Rað eða Parhús vantar í Garðabæ verðhugm. 15-25 m. • Vantar lóðir eða lengra komið í Kóp eða Rvík fyrir byggingarverktaka. • Bráðvantar eign með bílskúr í Árbæ verð 12 – 16 millj. • Vantar fyrir eldri hjón á jarðhæð m. sérinng. Verð 10 – 14 millj. Miðbæ. Kóp. • Vantar á stór Reykjavíkursvæðinu 3-4 herb íbúð með bílskúr. Bráðvantar 2ja íbúða hús í Suðurhlíðum Kópavogs verðhugmynd allt að 35 millj. Efstihjalli - laus Falleg ca 80 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð efstu í litlu fjölbýli. Suðursval- ir. Allt parket er nýl. Allar innrétt- ingar nýlegar. Áhv. 8,5 millj. Verð 10,5 millj. Selásbraut - Árbæ. Sérlega vandað 176 fm raðhús á tveimur hæðum auk 22 fm bílskúrs á frábærum útsýnisstað í Sel-ásnum. Fallegar innréttingar. Baðher- bergi flísalögð. Möguleiki að skipta í tvær íbúðir. Frábær eign á góðu verði. Skipti á minna í hverfinu mögul. Verð 21,6 m. Hlíðarbyggð - Gbæ. Í einkasölu snyrtilegt 139 fm raðhús á 1 hæð á þess- um vinsæla stað ásamt 67 fm bílskúr sam- tals 206 fm. 4 herb. og stofa. Húsið er laust og lyklar á skrifstofu Smárans. Verð 19,3 millj. Valþór Ólason, sölustjóri. Kristinn Erlendsson, sölumaður VANTAR EIGNIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI OKKAR allt húsið á Hverfisgötunni undir reksturinn og haft margt fólk í vinnu. Pétur var einn af stofnendum Nýja bíós og forstjóri þess í nokkurn tíma. Árið 1915 flytur fjölskyldan til Danmerkur, þó mun einn sonurinn, Pétur, hafa orðið eftir á Íslandi og al- ist þar upp. Hann varð síðan þekktur skipstjóri og um hann er bókin „Einn í ólgusjó“. Ljósmyndastofuna seldi Pétur fyrrverandi nemendum sínum. Árið 1918 kemur Pétur aftur til landsins en þá höfðu hann og Henny slitið samvistum. Eftir heimkomuna var Pétur með ljósmyndastofur á nokkr- um stöðum í bænum en síðast á Freyjugötu 11. Talið er að eftir heim- komuna hafi hann aðallega fengist við að stækka og lita ljósmyndir. Sagan hermir að Pétur hafi átt í erfiðleikum með Bakkus enda hafi hann átt marga vini sem svipað var ástatt um. Pétur Brynjólfsson lést af slysförum 1. apríl 1930. Var þar í val- inn fallinn einn af okkar mestu lista- mönnum í ljósmyndastéttinni. Árið 1918 er Ólafur G. Eyjólfsson orðinn eigandi að Hverfisgötu 18. Hjá honum og konu hans Jónínu Magnúsdóttur mun Pétur Pétursson sjómaður hafa að miklu leyti alist upp. Ólafur G. Eyjólfsson var bæði kaupmaður og útgerðarmaður. Einnig var hann skólastjóri Versl- unarskólans. Í hans tíð voru tvær íbúðir í húsinu, á annarri hæð og risi, en skrifstofur og vörulager niðri. Í annarri íbúðinni bjó um tíma Emil Nielsen, fyrsti framkvæmda- stjóri Eimskipafélags Íslands. Þegar Goðafoss strandaði 30. nóv- ember 1916 var um borð bifreið af Saxon-gerð sem kaupsýslumennirnir Sigfús Blöndal og Jóhann Ólafsson áttu og ætluðu að flytja til Akureyr- ar. Bifreiðinni ásamt mestöllum varningi sem var um borð tókst að bjarga. Einum og hálfum áratug eft- ir þennan atburð er Jóhann Ólafsson orðinn eigandi að Hverfisgötu 18. Miklar endurbætur Árið 1923 er tryggingafélagið Danske Lloyd eigandi að húsinu þar til árið 1931 að Jóhann Ólafsson og Co. kaupa eignina. Eftir það voru gerðar á húsinu miklar endurbætur og var þá allt tekið undir skrifstofur og vörugeymslur. Jóhann Ólafsson breytti neðri hæð hússins í sölubúð og líkegt er að hann hafi þá tekið af svalirnar, gluggann og glerþakið á ljósmyndastofunni. Þetta er þó ekki vitað fyrir víst. Þrír gluggar voru settir þar sem stóri glugginn á ljósmyndastofunni var. Einnig mun hann hafa breytt aðal- inngangi þannig að innskot við hann var tekið af og útidyr færðar fram. Fyrir ofan dyrnar var settur margra faga gluggi en fyrir neðan hann heil rúða. Í virðingu sem fór fram 1. nóvem- ber 1942 kemur fram að á neðri hæð er sölubúð með mörgum vönduðum skápum. Allar útveggjaþiljur hæðar- innar, stoðir, bitar og loftþiljur er klætt með krossviði sem allt er lakk- borið. Gólfið er lagt masonittplötum. Á neðri hæðinni eru ennfremur tvö vörugeymsluherbergi, klósett og gangur. Á efri hæðinni eru átta skrif- stofur, vörugeymsluherbergi, þrír fastir skápar og tveir gangar. Allt þiljað, strigalagt, veggfóðrað og mál- að. Í rishæð eru þrjú herbergi með sama frágangi og á efri hæðinni, þrír geymsluklefar, tveir fastir skápar og gangur. Í kjallara er miðstöðvarherbergi, fjögur geymsluherbergi, kolaklefi og gangur. Einar Sveinsson var arki- tekt að búðinni. Bifreiðaskýli og verkstæði á baklóð Þegar þessi virðing er gerð er búið að byggja opið bifreiðaskýli á baklóð hússins, úr steinsteypu á tvo vegu, en tvær hliðar eru opnar, þak er úr bárujárni á langböndum. Sex bílar gátu verið í bílageymslunni í einu. Bifreiðaskýlið var byggt fyrir 1937. Stórt bifvélaverkstæði var einnig á lóðinni en opna bílageymslan var notuð í góðu veðri þegar gert var við bíla. Jóhann Ólafsson og Co. var með umboð General Motors og flutti inn bíla og varahluti. Einnig flutti Jó- hann Ólafsson og Co inn mikið af öðr- um vörum. Jóhann Ólafsson hefur að öllum líkindum verið fyrsti Íslend- ingurinn sem ferðaðist með Síberíu- hraðlestinni þegar ferð hans lá til Japans vegna innkaupa á leirtaui. Í Japan lét hann handmála myndir frá Íslandi á bollastell og er mynd af Kötlugosi þeirra þekktust. Fjölskylda Jóhanns Ólafssonar bjó ekki í húsinu að undanskildu því að ekkja hans Margrét Valdimars- dóttir bjó á efri hæðinni í nokkur ár en Jóhann Ólafsson lést árið 1963. Þá tók við rekstrinum sonur hans Jó- hann J. Ólafsson. Skrautlistar og drekastíll Mikið skraut er á húsinu, auk skrautlista undir þakskeggi er drekastílsumbúnaður á kanöppum hússins. Árið 1996 voru settar litaðar rúður í margra faga gluggann en fyr- ir neðan hann kemur heil rúða með skreytingu. Reynir Adamsson arkitekt gerði teikningu af þessari breytingu. Í skrá frá húsadeild Árbæjarsafns kemur fram að miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu árin 1917, 1931, 1937, 1942 og 1996. Eftir að Jóhann Ólafsson & Co. ehf. fluttu starfsemina í nýtt húsnæði í Sundaborg árið 1974 var húsið leigt út. Þar var til húsa Innkaupastofnun Reykjavíkur, Strætisvagnar Reykja- víkur og lengi vel Miðbæjarradíó, Ljósmyndastofan Svipmyndir, einn- ig arkitekta- og verkfræðistofa ásamt ýmsum öðrum fyrirtækjum. Þetta glæsilega og vel við haldna hús var selt fyrir nokkru og vafalítið hefur húsið komist í hendur þeirra sem kunna að meta fegurð þess og sögu. Á myndinni bera þeir saman bækur sínar, Jóhann J. Ólafsson kaupmaður, sem var eigandi hússins um árabil og Pétur Pétursson sjómaður, en Hverfisgata 18 varð tvisvar heimili þess síðarnefnda. Mynd þessi er tekin úr bókinni "Einn í ólgusjó" eftir Svein Sæmundsson. Mikið skraut er á húsinu og auk skrautlista undir þakskeggi er dreka- stílsumbúnaður á kanöppum hússins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.