Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 C 3
Bað- og laugarvarsla
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu við bað-
og laugarvörslu kvenna í Sundhöll Hafnarfjarðar.
Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sam-
kvæmt öryggisreglugerð fyrir sundstaði.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamingi S.T.H.
og Hafnarfjarðarbæjar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Sund-
hallar Hafnarfjarðar, Einar Sturlaugsson,
í síma 555 0088 (897 0176) eða á staðnum.
Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, berist
eigi síðar en 31. ágúst 2001 til Bæjarskrifstofa
Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, merktar:
„Íþróttafulltrúi.“
Íþróttafulltrúinn í Hafnarfirði.
Yfirlæknir
Staða yfirlæknis sameinaðrar meltingarsjúkdóma-
deildar á lyflækningasviði I, er laus til umsóknar.
Starfið er 100 % og veitist frá 1. desember 2001.
Umsækjendur skulu hafa sérfræðiviðurkenningu
í meltingarsjúkdómum. Áhersla er lögð á frekari
uppbyggingu og þróun meltingarlækninga við
sjúkrahúsið. Yfirlæknir sérgreinar er yfirmaður
deildarinnar og ber ábyrgð á henni gagnvart
sviðsstjóra og lækningaforstjóra. Stjórnunarreynsla
er því mikilvægt skilyrði. Yfirlæknir þarf að hlúa
að kennslu og vísindavinnu á deildinni og skapa
nauðsynlegan jarðveg til að slík vinna þrífist. Því
er nauðsynlegt að umsækjendur hafi reynslu á því
sviði.Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum
eyðublöðum og nálgast má á heimasíðu heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins eða landlæknis-
embættisins, fylgi vottfestar upplýsingar um nám,
fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum, kennslu
og vísindavinnu ásamt sérprenti eða ljósriti af
greinum sem umsækjandi hefur skrifað eða birt.
Umsóknargögn sendist í tvíriti til Þórðar Harðar-
sonar, sviðsstjóra lyflækningasviðs I LSH, sími
560 1000, netfang thordhar@landspitali.is og veitir
hann eða lækningaforstjóri upplýsingar um starfið.
Umsóknir skulu berast fyrir 1. október 2001.
Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknar-
gögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og
byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á
þeim.
Aðstoðarlæknar/ deildarlæknar
Stöður tveggja aðstoðarlækna/ deildarlækna við
rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, eru lausar
til umsóknar. Starfshlutfall 100%.
Æskilegt er að ráðning sé til a.m.k. 3 mánaða.
Starfsupphaf samkvæmt umtali.
Upplýsingar veitir Jóhannes Björnsson, prófessor
í síma 560 1910, netfang mariajen@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingar
Vegna náms- og barnsburðarleyfa vantar okkur
hjúkrunarfræðinga til starfa á vökudeild, sem er
15 rúma gjörgæsludeild sem annast fyrirbura og
veika nýbura. Hjúkrun á deildinni er í stöðugri
framþróun. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun
með reyndum hjúkrunarfræðingum. Unnið er 8
tíma vaktir aðra hverja helgi eða 12 tíma vaktir
þriðju hverja helgi. Starfshlutfall og vinnufyrir-
komulag er samkomulagsatriði og möguleiki er á
tvískiptum vöktum.
Upplýsingar veita Ragnheiður Sigurðardóttir,
deildarstjóri í síma 560 1040, netfang
ragnhsig@landspitali.is eða Helga Bragadóttir,
sviðsstjóri í síma 560 1033, netfang:
helgabra@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
óskast til starfa á barnadeild 13-E, Hringbraut.
Hér er um að ræða endurskipulagða deild sem
opnar 3. september n.k. Á deildinni eru bæði rúm
fyrir barnaskurðdeild og dagdeild barna.
Starfsemin er fjölbreytt og spennandi og tengist
ýmsum skurðaðgerðum og rannsóknum þar sem
veitt er einstaklingshæfð hjúkrun fyrir börn á
öllum aldri og fjölskyldur þeirra. Vel skipulögð
eins mánaðar aðlögun í starfi. Sérstaklega er
óskað eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum
í 80-100% starf á morgun- og næturvaktir. Unnið
er þriðju hverja helgi á 8 stunda vöktum eða fjórðu
hverja helgi á 12 stunda vöktum á sameiginlegri
deild á 12 E. Einnig er óskað eftir sjúkraliða í 60-
100% starf í dagvinnu á deildina.
Vinsamlegast hafið samband og kynnið ykkur
nánar starfsemi deildarinnar. Upplýsingar veita
Herdís Gunnarsdóttir, deildarstjóri 13-E í símum
560 1020/ 1030, netfang herdisgu@landspitali.is
eða Helga Bragadóttir sviðsstjóri hjúkrunar á
barnasviði í síma 560 1033, netfang
helgabra@landspitali.is.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
Við á skurðlækningadeild 11-G óskum eftir
áhugasömum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum
til starfa. Starfshlutfall samkomulag. Á deildinni
er stunduð bráðahjúkrun, sérsvið hjarta- lungna-
og augnskurðsjúklinga.
Upplýsingar veita Brynja Ingadóttir, deildarstjóri
í síma 560 1342, netfang brynjain@landspitali.is
og Þóra Kristín Björnsdóttir, aðstoðardeildarstjóri
í síma 560 1340, netfang torakbjo@landspitali.is
Sjúkraþjálfari
óskast til starfa við nýja krabbameinseiningu,
sjúkraþjálfun Kópavogi frá og með 15. september
n.k. Spennandi mótunar- og uppbyggingarstarf
framundan. Einnig eru lausar 2 stöður vegna
afleysinga í u.þ.b. 1 ár.
Upplýsingar veitir Guðný Jónsdóttir,
yfirsjúkraþjálfari í símum 560 2703/ 2725, netfang
gudnyj@landspitali.is
Meinatæknir/ líffræðingur
óskast til starfa á tæknifrjóvgunardeild kvenna-
deildar. Um er að ræða fullt starf á rannsóknastofu
deildarinnar. Vinnutími er frá kl. 8-16 auk
nokkurrar helgarvinnu. Starfið felst m.a. í vinnu
með kynfrumur og ræktun fósturvísa. Umsóknir
ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf berist
til Hilmars Björgvinssonar, forstöðulíffræðings
og Þórðar Óskarssonar, yfirlæknis, sem jafnframt
veita upplýsingar, í síma 560 1175, netfang
hilmar@landspitali.is
Sjúkraliðar
óskast til framtíðarstarfa á geðsviði. Boðið er upp
á markvissa starfsaðlögun og tækifæri til þróunar
í starfi.
Upplýsingar veita Magnús Ólafsson,
framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 560 2500,
netfang magnuso@landspitali.is og Svava K.
Þorkelsdóttir, verkefnastjóri í síma 560 2600,
netfang svavath@landspitali.is
Starfsmenn og ráðgjafar
óskast til framtíðarstarfa á geðsviði. Boðið er upp
á markvissa starfsaðlögun. Skilyrði er að
umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi góða
hæfileika til mannlegra samskipta. Vegna sam-
setningar í starfsmannahópnum eru karlmenn
sérstaklega hvattir til að sækja um.
Upplýsingar veita Magnús Ólafsson,
framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 560 2500,
netfang magnuso@landspitali.is og Svava K.
Þorkelsdóttir, verkefnastjóri í síma 560 2600,
netfang svavath@landspitali.is
Aðstoðarmenn iðjuþjálfa
óskast til aðstoðar við þjálfun sjúklinga og önnur
störf sem til falla í tengslum við þjónustu sem
iðjuþjálfar veita skjólstæðingum spítalans. Kjörið
tækifæri fyrir fólk sem er að huga að námi í
iðjuþjálfun og vill kynna sér starfið. Eftirfarandi
störf eru laus til umsóknar nú þegar: Heil staða
aðstoðarmanns við iðjuþjálfun, Grensási, heil staða
aðstoðarmanns við iðjuþjálfun, B-1 Fossvogi.
Upplýsingar veita Sigrún Garðarsdóttir, yfir-
iðjuþjálfi í síma 525 1677, netfang
sigrgard@landspitali.is og Ingibjörg S.
Ásgeirsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi í síma 525 1554,
netfang ingibs@landspitali.is
Vaktmaður
óskast sem fyrst til starfa í anddyri geðdeildar,
Kleppi. Starfið felur í sér vakt og umhirðu húsa
og lóða. Vinnutími kl.17-22 virka daga. Unnin er
önnur hver helgi frá kl.12-23. Starfið hentar vel
fólki sem á gott með mannleg samskipti og hefur
langa reynslu af vinnumarkaði.
Upplýsingar veita Lovísa Guðmundsdóttir,
ræstingastjóri Kleppi í símum 560 2600/ 2633 og
Hagerup Isaksen í síma 560 2600, netfang
hagerup@landspitali.is
Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til
10. september n.k., nema annað sé tilgreint.