Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 18
18 C SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Prenttæki til sölu
ROLAND PRACTICA eins lita með teljara og
númeringa uniti.
HEIDELBERG DÍGULL
LYNOTYPE HELL ONLINE FILMUÚT-
KEYRSLA með nýjum og öflugum rippa, sem
keyrir út rúmlega A-2.
STÓRT BACHER PÖNS.
Plötulýsingarrammi sem getur lýst tvær
plötur í einu.
Upplýsingar í síma 564 1814.
Kjarvalsmálverk
Tvö óvenjuleg Kjarvalsmálverk til sölu, máluð
um 1930, og seljast saman.
Áhugasamir vinsamlega sendi nafn, heimilis-
fang og símanúmer til afgreiðslu Mbl., merkt:
„Kjarval — 1930“, fyrir 13. september.
Gistiheimili og veitinga-
staður í Fjarðabyggð
Mikil uppbygging framundan á svæðinu. Góð
viðskiptasambönd og hagstæð áhvílandi lán.
Tækifæri sem vert er að skoða.
Upplýsingar í síma 690 9638.
Hlutafélag til sölu
Af sérstökum ástæðum er til sölu hlutafélag
í fasteignarekstri. Fyrirtækið á nokkuð skatta-
legt tap og góða eign fyrir rétta aðila.
Þeir, sem hafa áhuga, leggi inn nafn og síman-
úmer inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. ágúst,
merkt: „Hlutafélag — 11544.“
ÞJÓNUSTA
KS málningarverktakar ehf.
Getum bætt við okkur verkum.
Símon Vilbergsson, málari, sími 863 6910,
Viðar Marinósson, sími 863 7570.
BÁTAR SKIP
Fiskiskip til sölu
Happasæll KE 9, sskrnr. 0089,
sem er 179 brúttórúmlesta skip byggt í Noregi
1963. Skipið var yfirbyggt 1987. Aðalvél Cater-
pillar 912 hö., 1985.
Skipið er vel búið til neta- og dragnótaveiða.
Skipið selst með veiðileyfi og geta fylgt skipinu
veiðiheimildir í sandkola og skrápflúru.
Gunnar I. Hafsteinsson, hdl.,
Magnús Helgi Árnason, hdl.,
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu,
sími 552 3340, Reykjavík.
STYRKIR
Umsóknir óskast um
styrki til jarðhitaleitar
Iðnaðarráðuneyti, Orkuráð og Byggðastofnun
halda áfram sérstöku átaki til leitar jarðhita
til húshitunar á svæðum þar sem hitaveitur
eru ekki nú. Átakinu er einkum ætlað að vera
hvati að rannsóknum og jarðhitaleit á svæðum
þar sem jarðhiti er lítt eða ekki þekktur á yfir-
borði. Ekki er veittur styrkur fyrir kostnaði sem
var áfallinn áður en átakið hófst.
Um er að ræða tvenns konar styrki samkvæmt
nánari reglum þar um:
A) Styrkir til almennrar jarðhitaleitar með
hitastigulsborunum og jarðvísindalegum
aðferðum, gegn eðlilegu mótframlagi
umsækjanda.
B) Styrkir vegna þróunar og prófunar á nýj-
um aðferðum við vinnslu jarðvarma og
nýtingar, s.s. skáborun, örvun á borhol-
um, niðurdælingu o.fl.
Styrkir standa til boða sveitarfélögum og orku-
fyrirtækjum, en við forgagnsröðun verkefna
verður einkum tekið tillit til eftirtalinna atriða:
1) Að verkefnið sé þjóðhagslega arðbært,
m.a. með tilliti til flutnings- og dreifikerf-
is raforku,
2) Að verkefnið efli byggð í landinu.
Umsóknarfrestur vegna annars áfanga þessa
átaks er til föstudags, 14. september 2001.
Umsóknir skulu sendar Orkustofnun á þar til
gerðum eyðublöðum sem þar fást og merktar
þannig:
Jarðhitaleit á köldum svæðum
Auðlindadeild
Orkustofnun
Grensásvegur 9
108 Reykjavík
Fyrirspurnir b.t. Orkustofnunar, Grensásvegi
9, 108 Reykjavík (www.os.is), s. 569 6000, fax
568 8896. Netfang átaksins er: heto@os.is
Þess er óskað að umsækjendur geri grein fyrir
þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á við-
komandi stað, borholum, mælingum ýmiskon-
ar og athugunum og láti fylgja afrit af niður-
stöðum af slíkum rannsóknum, hafi það ekki
verið gert við fyrri umsóknir. Athugið að ekki
nægir að vísa til gagna á Orkustofnun eða á
öðrum stöðum.
Umsóknir verða meðhöndlaðar á grundvelli
þess fjölda sem sækir um og fjölda sem mun
njóta hitaveitu á hverjum stað, ef af verður.
Afritum af öllum gögnum er varða rannsóknir
og boranir á hverjum stað ber að skila til um-
sjónarmanns verkefnisins, Orkustofnun og
verða slík gögn varðveitt í gagnasafni stofnun-
arinnar. Öll gögn sem aflað er vegna þessara
rannsókna eru opin, ekki er veittur styrkur til
rannsókna sem lúta einhverskonar leynd.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Kauptilboð óskast í
Auðbrekku 10, Kópavogi
Sala 12769 Húsnæði sýslumannsins
í Kópavogi nr. 10 við Auðbrekku,
Kópavogi, byggt árið 1969 og er alls
1.1120,3 fermetrar, auk tvöfalds bílskúrs
á lóð sem er 61,07 fermetrar. Lóðin sem
húsið stendur á er 1.350 fermetrar.
Húsið, sem er þrjár hæðir, er steinsteypt.
Á 1. hæð er móttaka ásamt skrifstofuher-
bergjum, afgreiðslusal og geymslum ásamt
innbyggðri bílgeymslu og tvöföldum bíl-
skúr áföstum við húsið, á 2. og 3. hæð eru
skrifstofuherbergi og fundarherbergi.
Gengið er inn á fyrstu hæð en innangengt
er í húsið á 2. hæð af bílastæði á bakvið
húsið.
Fjöldi bílastæða er á lóðinni sem er mal-
bikuð.
Fasteignamat hússins er kr. 62.444.000 og
bílskúrs er kr. 2.509.000 og brunabótamat
hússins er kr. 118.170.
Nánari upplýsingar um eignina eru gefnar
hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykja-
vík, sími 530 1400, þar sem tilboðseyðu-
blöð liggja frammi. Tilboð skulu berast Rík-
iskaupum fyrir kl. 11.00 þann 4. september
2001, þar sem þau verða opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda er þess óska.
Útboð
Íslandspóstur hf. óskar eftir tilboðum í þjónustu
landpósts frá Kirkjubæjarklaustri. Dreifing mun
fara fram þrisvar sinnum í viku. Gert er ráð fyrir
3ja ára samningi og að nýr verktaki hefji störf
1. október 2001.
Afhending útboðsgagna fer fram hjá afgreiðslu-
stjóra, Íslandspósts hf. á Kirkjubæjarklaustri frá
og með 28. ágúst 2001, gegn 3.000 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar
en mánudaginn 10. september 2001 kl. 13.00.
Tilboð verða opnuð sama dag kl. 13.15 í húsa-
kynnum Íslandspóst að viðstöddum þeim bjóð-
endum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
12864 - Tilboð óskast í eftirfarandi
vinnslutæki í eigu Fiskvinnsluskól-
ans í Hafnarfirði:
1. Flökunarvél Baader 189V. Vélin er endur-
byggð hjá Baader á Íslandi árið 1989 og hefur
verið notuð 200 tíma frá endurbyggingu.
2. Hausari fyrir saltfisk, Baader, ÍS 001, árgerð
1991. Vélin er mjög lítið notuð.
3. Snyrti- og pökkunarlína (Bakkakerfi) ásamt
mötunarbúnaði, árgerð 1991. Línan er með
10 snyrtistæðum. Smíðuð af Meka og Sam-
ey.
4. Voga- og skráningakerfi, Marel. Vogin Marel
M 2000, hugbúnaður Marel MPS.
5. Plötufrystir, Gram sambyggður með 8 bilum.
Árgerð 1991.
Tækin verða sýnd einungis í samráði við Gísla
Erlendsson, tæknifræðing sem og gefur frekari
upplýsingar í síma 892 0030.
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 14.00
þann 7. september 2001 þar sem þau verða
opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.
Tilboðin skulu ekki innifela virðisauka-
skatt. Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem
ekki teljast viðunandi.
Munir úr veitingahúsi
Til sölu eru hlutir úr þrotabúi veitingastaðarins
Eldhúsinu í Kringlunni. Um er að ræða lausar
innréttingar, borð og stóla, símakerfi, kassa-
kerfi, eldunartæki, ofna, gaseldavélar, frysti-
skápa, uppþvottavél, diska, hnífapör, glös og
ýmis áhöld. Auk þess er mikill Sushi-bar, hring-
laga með borðum og stólum.
Upplýsingar veitir skiptastjóri Ólafur Sigur-
geirsson, hrl., Austurströnd 3, Seltjarnarnesi,
í símum 562 1697 og 561 6151.