Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 C 13 Fasteignasala Sölumaður Traust fasteignasala óskar eftir að ráða sölu- mann sem fyrst. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og helst hafa einhverja reynslu af sölustörfum. Boðið er upp á mjög góða starfsaðstöðu hjá vaxandi fyrirtæki. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsækjendur leggi inn umsóknir með nánari upplýsingum á augl. deild Mbl. fyrir 1. sept. merkt: „Sala fasteigna — 11539“. Sérfræðingur — ofanflóð Veðurstofa Íslands auglýsir eftir starfsmanni með menntun í jarðeðlisfræði, verkfræði, jarð- fræði, landfræði eða sambærilegum greinum til starfa við ofanflóðamál (snjóflóð/aurskriður) á Úrvinnslu- og rannsóknasviði. Starfið felst í vinnu við hættumat vegna ofan- flóða, m.a. öflun heimilda, kortlagningu og kortagerð vegna flóða og ummerkja þeirra, mat og greiningu á aðstæðum á hættusvæðum auk tölfræðilegrar úrvinnslu. Vöktun ofanflóða er 10—20% starfsins. Starfsmaðurinn vinnur undir stjórn verkefnis- stjóra hættumats. Umsækjandi þarf að hafa lokið (a.m.k.) B.S.- námi. Reynsla í notkun tölva er nauðsynleg. Upplýsingar veita forstöðumenn sviðsins og verkefnisstjóri hættumats. Umsóknir berist til Veðurstofu Íslands, Bústaða- vegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 15. september nk. Starfsleiðbeinandi/ stuðningsfulltrúi Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, sem sinnir starfsprófun og starfsþjálfun, óskar að ráða starfsleiðbeinanda (stuðningsfulltrúa) til starfa. Óskað er eftir starfsmönnum í 50% eða 100% starf, vinnutími kl. 8-12 eða kl. 8-16. Starf starfsleiðbeinanda felst annars vegar í stuðningi við fólk með fötlun í starfsprófun og starfsþjálfun og hins vegar í verkstjórn í vinnusal og daglegri umsjón með framleiðslu og samskipti við viðskiptavini Örva. Starfsemi Örva er liður í þjónustu við fatlaða á Reykjanesi á vegum Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra. Svæðisskrifstofan veitir nýju starfsfólki vandaða leiðsögn í starfi og fræðslu. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi SFR. Æskilegt er að nýr starfsleiðbeinandi geti hafið störf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið veita forstöðumaður og starfsráðgjafar í síma 554 3277. Hefur þú áhuga á að vinna með fólki? Félagsþjónustan í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsfólk til starfa við búsetuþjónustu geð- fatlaðra í borginni. Starfið felst í að aðstoða einstaklingana við daglegt líf þeirra heima og heiman. Reynsla af starfi með geðfötluðum er æskileg. Um er að ræða vaktavinnu. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og hlutað- eigandi stéttarfélaga. Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Kristinsdóttir, forstöðumaður, í síma 652 0017 eða 899 8145 f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Umsóknare                                                                                 !"  !#   $$$         !            !    "      #                     Knattspyrnuþjálfarar U.M.F. Stjarnan í Garðabæ óskar eftir að ráða þjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins í knatt- spyrnu. Íþróttakennara- og/eða þjálfaramennt- un æskileg. Áhugasamir sendi inn umsókn fyrir 3. september 2001 merkta: „Stjarnan, Unglingaráð knattspyrnudeildar, Stjörnuheimilið við Ásgarð, 210 Garðabæ.“ Starfsmenn í móttöku Óskum eftir ábyggilegum starfsmönnum í mót- töku. Góð tungumálkunnátta áskilin. Tekið er við umsóknum á staðnum eða sendið tölvupóst. Grand hótel Reykjavík Sigtúni 38 johann@grand.is Hótel Reykjavík Rauðarárstíg 37 thordis@hotelreykjavik.is Ísafold Sport kaffi - Þingholtsstræti 5 Veitingastjóri Ísafold Sportkaffi óskar eftir að ráða veitinga- stjóra til starfa frá og með 1. september nk. Starfssvið Veitingastjóri hefur umsjón með daglegum rekstri s.s. ráðningu starfsmanna, röðun á vakt- ir, innkaupum, og markaðssetningu í samráði við framkvæmdastjóra auk þess sem hann stendur vaktir á móti vaktstjóra. Hæfniskröfur Leitað er eftir fjölhæfum einstaklingi sem hefur áhuga og metnað og sýnir frumkvæði í starfi. Nánari upplýsingar veitir Steinn Jóhannsson (steini@astro.is) framkvæmdastjóri Miðbæjar- veitinga í síma 562 2860. Umsóknum skal skila til Miðbæjarveitinga, Austurstræti 6, 4.h. fyrir miðv. 29. ágúst nk. merktar: „Veitingastjóri-Sportkaffi“. Skipulags- og byggingafulltrúi Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar embætti skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarfulltrúi skal uppfylla skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 og er starfssvið hans skv. 9. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Einnig mun skipulags- og byggingarfulltrúi vinna við þau verkefni sem falla til hjá tækni- og um- hverfissviði Vestmannaeyjabæjar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af byggingareft- irliti og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknar- frestur er til 17. september 2001. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar veita Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, s. 488 2000 og Ingi Sigurðsson, skipulags- og byggingafulltrúi, s. 488 5030. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, skal senda til Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, pósthólf 60, 902 Vestmannaeyjum. Aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjóri óskast Leikskólakennarar, þroskaþjálfar og kennarar. Leikskólinn Álfahöllin, einkarekinn leikskóli óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra. Álfahöllin er 4ra deilda leikskóli með börn frá eins árs aldri. Unnið er eftir dag- skipulagi þar sem hópastarf er stór liður. Leik- skólinn stendur við Fossvoginn og stutt að fara í gönguferðir. Fallegur leikskóli með mikið af möguleikum. Starf fyrir manneskju með metnað og stjórnunarhæfileika. Góð laun í boði fyrir rétta manneskju. Einnig kemur til greina að ráða fólk með mikla reynslu og námskeið að baki. Einnig óskum við eftir að ráða leikskólakennara á leikskólann Barnabæ í Breiðholti. Leikskólinn er 3ja deilda með 38 börn frá eins árs aldri. Barnabær stendur í grónu umhverfi rétt við Elliðaárdalinn. Upplýsingar gefa Sólveig leik- skólastjóri eða Hulda rekstrarstjóri í síma 564 6266. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á funny@simnet.is . Lyfjafræðingur Apótek Vestmannaeyja óskar eftir að ráða lyfja- fræðing í fullt starf sem fyrst. Starfið felst í almennum lyfjafræðingsstörfum í apóteki. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Apóteks Vestmannaeyja, pósthólf 216, 900 Vestmanna- eyjum. Upplýsingar gefur Hanna María í s. 893 3141.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.