Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 C 15 ATVINNA ÓSKAST Viðskipafræðingur Viðskiptafræðingur með reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja óskar eftir hlutastarfi og eða sjálfstæðum verkefnum. Svör sendis aug- lýsingad. Mbl. fyrir 8. sept. merkt „A—0809“ Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfunin Sunnuhlíð, Kópavogi, óskar eftir að ráða aðstoðarmann. Um er að ræða 60% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 560 4172 eða 869 6500. Hárgreiðslunemi Óskum eftir að ráða hressan og duglegan nema hjá okkur á Spes & Karitas. Upplýsingar á staðnum í Hátúni 6A. „Au pair“ — London Ung íslensk hjón, búsett í góðu hverfi í norður- London, óska eftir reglusömum einstaklingi til að líta eftir fjögurra ára gömlum dreng og aðstoða við heimilisstörf. Viðkomandi verður að vera yfir 18 ára, hafa reynslu af börnum, vera sjálfstæður, framtakssamur, hafa bílpróf og vera reyklaus. Áhugasamir hafi samband í síma 564 2494 eða 892 8552. Leikmunadeild Starfsmaður óskast í leikmunadeild Þjóðleik- hússins. Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð. Umsóknir merktar „Leikmunadeild“ berist skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 30. ágúst nk. Þjónustustörf Veitingahúsið Ítalía óskar eftir starfsfólki til þjónustu í sal. Vaktavinna — unnið er 2 daga og 2 dagar frí. Nánari upplýsingar veittar á staðnum í dag og næstu daga á milli kl. 14.00 og 17.00. Veitingahúsið Ítalía, Laugavegi 11. Vesturbær Starfsfólk óskast Okkur vantar starfsfólk sem fyrst. Heils- og hálfsdagsstörf í boði. Einnig koma til greina 2-3 virkir dagar í hverri viku. Áhugasamt fólk á öllum aldri, þó ekki yngra en 18 ára hafi sam- band við Pétur í símum 551 0224 og 896 2696. Melabúðin – Þín verslun, Hagamel 39. Trésmiðir óskast í mótavinnu til nóvember. Innivinna í vetur. Upplýsingar í síma 897 5541. Fataverslun Starfskraft vantar í hálfsdagsvinnu strax eftir hádegi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 30. ágúst, merktar: „F — 11535“. Járnsmíði - þjónusta Getum bætt við okkur járnsmíðavinnu af öllum gerðum. Við erum sérfræðingar í smíði grind- verka, stiga og handriða. Upplýsingar gefur Magnús í síma 895 8876. „Au-pair“ Frakkland! Óskum eftir „au-pair“ sem allra fyrst í bæ rétt fyrir utan miðborg Parísar til að gæta 2 barna. Frönskukunnátta ekki nauðsynleg. Áhugasamir hafið samband við Aðalheiði í síma 894-2323. „Au—pair Þýskaland Þýsk-íslensk fjölskylda óskar eftir ábyrgri og sjálfstæðri manneskju til að gæta tveggja barna og aðstoða við heimilisstörf í eitt ár. Uppl. í símum 0049 721 789 2219 og 557 4698. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., Melabraut 21-25, Hafnarfirði Vélvirkjar óskast Óskum eftir vélvirkjum, vélstjórum eða mönn- um vönum járnsmíði. Framtíðarstarf í boði fyrir réttan mann. Nánari upplýsingar veitir Unnar í síma 893 3844. Lögmaður getur bætt við sig verkefnum, m.a. aðstoð við stofnum hlutafélaga, framkvæmdastjórn félag- asamtaka, innheimtur o.fl. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Lögmaður — 11549“. Stúlka í Þingholtunum Okkur vantar góða manneskju til að koma heim og gæta 7 mánaða stúlku í vetur. Hún er mesti ljúflingur og þarf einhvern til að vera með þrjá daga vikunnar. Við búum í Þingholtunum. Áhugasamir hafi samband í síma 863 8953. Sölumann vantar í heildsölu með fatnað. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að umsækjandi sé ekki yngri en þrítugur. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. september, merktar: „KS — 11536“. Tannlæknastofa Röskur og reglusamur starfsmaður óskast nú þegar til starfa eftir hádegi á tannlæknastofu í miðborginni. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „T — 11079“, fyrir 30. ágúst. Árbæjarþrek Afgreiðsla og barnapössun Óskum eftir starfsfólki til afgreiðslustarfa seinni part dags og í barnapössun fyrir hádegi og se- inni part dags. Upplýsingar í símum 567 6471 og 861 5718. Þvottahús A. SMITH Óskum eftir að ráða handlagið fólk. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Góð laun fyrir gott fólk. Upplýsingar í síma 551 7140 eða á staðnum. Þvottahús A. SMITH, Bergstaðastræti 52. Amma eða afi óskast Lítil fjölskylda í Árbæ óskar eftir ömmu eða afa 6-8 tíma á viku. Viðkomandi þyrfti að vera á heimilinu þegar Davíð, 7 ára kemur úr skóla auk þess að sinna léttum heimilisverkum. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Lóa í síma 557 9775. Fiskeldi Fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarnan hf. vantar starfsmann, í vaktavinnu, til starfa í eldisstöð fyrirtækisins í Öxarfirði. Reynsla af fiskeldi æskileg. Allar nánari upplýsingar gefa Benedikt eða Rúnar í síma 465 2319 og Benedikt á kvöld- in í síma 465 2332. Pökkun — lagerstarf — áfylling í búðir Hressan og duglegan starfskraft vantar í ofan- greint starf. Um famtíðarstarf er að ræða. Umsóknir skulu berast auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. september merktar: „P — 11541“. „Au pair“ — New York Íslensk fjölskylda í New York óskar eftir barn- góðri, reyklausri og ábyrgri manneskju til að gæta eins og hálfs árs stráks og til léttra heimilis- starfa frá og með september. Upplýsingar í síma 892 3674 eða 587 3031. Netfang: peblondal@aol.com. Leikskólinn Sælukot sem er einkarekinn leikskóli, óskar eftir leik- skólakennurum eða aðstoðarmanneskjum í tvær heilar stöður. Um framtíðarstörf er að ræða. Upplýsingar gefur Dídí í símum 552 7050 og 562 8533. Aðstoðarfólk í skólabílum fyrir fatlaða STRÆTÓ bs. vill ráða starfsfólk í hlutastörf til aðstoðar í skólabílum fyrir fatlaða. Vinnutímar eru frá kl. 7—10 og frá kl. 14:30-18 virka daga. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Sigurðsson í símum 581 2533 eða 898 3542. Fljótt og Gott á BSÍ Óskum eftir duglegu og hressu fólki til starfa í veitingasölu okkar. Unnið er á vöktum og eru dag- eða næturvaktir í boði. Fjölbreytt starf í líflegu umhverfi. Upplýsingar og umsóknir á staðnum. Fljótt og Gott, Umferðarmiðstöðinni. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsn. við Ármúla Gott og bjart 155 fm skrifstofuhúsnæði með tölvulögnum til leigu. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 567 2235, 695 7767 FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Skagfirðingafélagið í Reykjavík Áríðandi fundur í Drangey, Stakkahlíð 17, þriðju- daginn 28. ágúst kl. 20.00. Stjórnin. ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.