Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 20
20 C SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VINNUVÉLAR Notuð skæralyfta til sölu Til sölu Skyjack SJ-1011 árg. 1990. Vinnuhæð 13,5 m, stór vinnupallur, læst drif, Deutz dísel- vél, nýuppgerð. Gott verð ef samið er strax. Nýtt Framtak ehf., sími 511 1022, gsm 897 4107. Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur Stjórn styrktar- og minningarsjóðs Þorbjargar Björnsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum fyrir árið 2001. Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtsjúka, eink- um unga gigtarsjúklinga. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. Áformað er að styrkveiting fari fram um miðjan október 2001. Gigtarfélag Íslands. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Miðlun frá andlegum leiðbein- endum og verndarenglum Hvað vilja þínir segja þér? Fer fram á ensku. Heilun og ráðgjöf. Gitte Lassen, sími 861 3174. Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingarfundur Skúli Lórensson, miðill, verður með skyggnilýsingarfund í húsi félagsins, Víkurbraut 13, í Kefla- vík, fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Stjórnin. TILKYNNINGAR Frá Sálarrannsóknar- félagi Íslands Stofnað 1918, Garðastræti 8, Gönguferð SRFÍ Mánudaginn 27. ágúst verður farið í létta gönguferð með hug- leiðslu, leiðsögn annast Frið- björg Óskarsdóttir. Mæting á bakvið Olís, Langatanga, Mos- fellsbæ, kl. 20.00. Allir velkomnir. Verð kr. 300. SRFÍ. Sálarrannsóknarfélag Íslands stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Miðlarnir og huglækn- arnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá fé- laginu og bjóða upp á einkatíma. Einnig starfar Amy Engilberts dulspekingur hjá félaginu og býður upp á einkatíma. Frið- björg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, þróunar- og bænahringi. Upplýsingar og bókanir eru í s. 551 8130 alla virka daga frá kl. 9.00—15.00. Einnig er hægt að senda fax, 561 8130 eða tölvu- póst, srfi@isholf.is . SRFI. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Lára Halla Snæfells, Þórhallur Guðmundsson, Bíbí Ólafsdóttir, Erla Alexand- ersdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir, Garðar Björg- vinsson michael-miðill og Ólafur Hraundal Thorarensen starfa hjá félaginu og bjóða fél- agsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Edda M. Swan predikar. Allir velkomnir. www.kristur.is Mánudaginn 27. ágúst kl. 20 verður Marita-samkoma í Þrí- búðum. Ræðurmaður: Valdi- mar Júlíusson. Allir eru hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Sunnud.: Samkoma kl. 16.30. Þriðjud.: Samkoma kl. 20.30. Miðvikud.: Bænastund kl. 20.30. Fimmtud.: Unglingarnir kl. 20.00. Laugard.: Samkoma kl. 20.30. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Í dag kl. 17.00 er fagnaðar- og kveðjusamkoma fyrir Helga Hróbjartsson kristniboða. Allir hjartanlega velkomnir. www.kfum.is . Í kvöld kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í Her- kastalanum, Kirkjustræti 2. Kafteinn Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir talar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðum. Vörður L. Traustason, forstöðumaður. Allir hjartanlega velkomnir. Mið.: Grunnfræðsla kl. 20.00. Kennsla á ensku á sama tíma. Fös.: Unglingasamkoma kl. 20.30. Lau.: Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.00. www.gospel.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 20:00 Allir hvattir til að mæta og biðja fyrir vetrarstarfinu. Mánudag kl. 18:30 Fjölskyldu- bænastund, samfélag á eftir. All- ir taki með sér mat á hlaðborð. „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa.“ 26. ágúst sunnudagur Göngu- dagur SPRON og F.Í. Tvær ferðir fyrri ferð Reykjadalur - Súlnafell - Krókur Um 4-6 tíma ganga. Far- astjóri Hjalti Kristgeirsson. Brott- för kl 10:30 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Í seinni ferðinni verður gengið um Þingvelli í samvinnu við þjóðgarðsvörð þar. Um 3 klst ganga. Brottför kl 13:00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Ekkert fargjald. Þjóð- legar veitingar í lok beggja ferða. Ath. Tilboð til nýrra félaga uppl. á skrifstofu. Munið landverndarsjóð F.Í. Kriya joga Fyrirlestur um Kriya jóga hug- leiðslu verður haldinn 31. ágúst í Bolholti 4, 4. hæð kl. 20. Þeir, sem hafa áhuga, eiga kost á að taka innvígslu og læra Kriya jóga næstu 4 daga. Þeir, sem hafa tekið vígslu áður, eru velkomnir í hugleiðslutímana sem byrja lau. 1. sept. kl. 9.30. Nánari upplýsingar í símum 483 1660, 699 6341 og 552 3117. Píanókennsla Kenni á píanó, börnum og fullorðnum. Tónfræðikennsla innifalin. Einnig sértímar í tónfræði. Guðrún Birna Hannesdóttir, Bólstaðarhlíð 50, sími 588 3277, gsm 847 0149. ATVINNA mbl.is Listmunir Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna- uppboð sem haldið verður í september. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum gömlu meistaranna. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. ALLT áhugafólk er velkomið á fyr- irlestra í boði Háskóla Íslands. Ítar- legri upplýsingar er að finna á heima- síðu Háskólans á slóðinni: http: //www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Vísindavefurinn Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurn- ingum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræð- ingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.vis- indavefur.hi.is Þjóð eða óþjóð? Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 12:05 – 13:00 mun Matthías Johannessen rit- höfundur ríða á vaðið í hádegisfyr- irlestrum Sagnfræðingafélags Ís- lands og flytja erindi er hann nefnir: Þjóð eða óþjóð? Hádegisfyrirlestr- arnir fara fram í Norræna húsinu. Varmaeiginleikar segulmagn- aðra nifteindastjarna Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 16:15 mun Óskar Halldórsson Holm fjalla um meistaraprófsverkefni sitt við eðl- isfræðiskor raunvísindadeildar HÍ. Fyrirlesturinn nefnist Varmaeigin- leikar segulmagnaðra nifteinda- stjarna verður haldinn í stofu 158 í VR-II, húsi verkfræði- og raunvís- indadeildar Háskóla Íslands við Hjarðarhaga. Hann er öllum opinn. Gestafyrirlesari hjá Íslenska málfræðifélaginu Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16:15 flytur Edmund Gussmann fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins í stofu 422 í Árnagarði. Nefnist hann A Double Agent in the Phonology of Modern Icelandic. Gussmann er pró- fessor í almennum og keltneskum málvísindum við háskólann í Gdansk. Hann hefur fengist við hljóðkerfis- fræði, orðhlutafræði og málbreyting- ar og fjallað um ýmis tungumál, þ. á m. ensku, íslensku, pólsku og írsku. Nýjasta bók hans, Phonology: Ana- lysis and Theory, verður gefin út af Cambridge University Press í haust. Umhverfi lagna í húsum Miðvikudaginn 29. ágúst nk. kl. 16:15 heldur Sonja Richter fyrirlest- ur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðnaðarverkfræði. Verkefnið heitir Umhverfi lagna í húsum – út- reikningar á varmatapi. Það fjallar um vatns- og hitalagnir í húsum og varmatap frá þeim. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2 við Hjarðarhaga 2–6 og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Atferlismeðferð fyrir einhverfa Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 18:00 mun dr. Ivar Lovaas, sálfræðingur sem í 40 ár hefur þróað atferlismeð- ferð fyrir fólk með einhverfu halda erindi í Odda, stofu 101. Erindið er haldið á vegum sálfræðiskorar Há- skóla Íslands og eru allir velkomnir. Námskeið Endurmenntunarstofn- unar HÍ. AMPS-matstæki fyrir iðjuþjálfa Umsjón: Berglind Bára Bjarna- dóttir og Kristín Einarsdóttir iðju- þjálfar. Kennarar: Iðjuþjálfarnir Anne Fisher, prófessor við Háskól- ann í Colorado og Eva Veahrnes yf- iriðjuþjálfi Dianelund, Danmörku – Center for hjerneskadede, auk að- stoðarkennara. Kennt verður á ensku. Tími: 27.–31. ágúst kl. 8:30– 17:30. Microsoft.NET (fullt) Kennari: David S. Platt en hann er stundakennari við Harvard-háskóla og rekur eigið ráðgjafa- og kennslu- fyrirtæki (Rolling Thunder Comput- ing). Tími: 27.–30. ágúst kl. 8–17. Sýningar Árnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árna- garði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14–16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11–16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða Sýningar í Þjóðarbókhlöðu: 15. júní–22. september Stefnumót við íslenska sagnahefð. Sýning í and- dyri Þjóðarbókhlöðu. 25. júní–15. september Brúður Sig- ríðar Kjaran. Þjóðminjasafn Íslands efnir til sýningar á brúðum Sigríðar Kjaran í forsal þjóðdeildar í Þjóðar- bókhlöðu. 1. ágúst–1. september Fellingar. Sýning í Kvennasögusafni og anddyri Þjóðarbókhlöðu á verkum Magneu Ásmundsdóttur. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eft- irtöldum orðabönkum og gagnasöfn- um á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans. Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http:// www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunar- starfs: http://www.ris.is BÁÐUM hjúkrunarfræðideildum landsins, við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands, er hrósað fyrir mikilvægt framlag sitt til heilsuverndar og hjúkrunarfræði- starfs í heildarúttekt sem fram fór á hjúkrunarfræðimenntun í land- inu. Úttektin var gerð á vegum menntamálaráðuneytisins og liggja niðurstöður nú fyrir á vefriti ráðu- neytisins. Þetta er fyrsta úttektin sem byggir á reglum um gæðaeftirlit með háskólakennslu sem settar voru í maí 1999 og náði úttektin til BS-gráðu í hjúkrunarfræði og framhaldsnáms til meistaragráðu við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands. Lagt var mat á almennt nám, fjarnám og starfs- þjálfun eftir því sem við á í hvorum skóla. Framkvæmd úttektarinnar var í höndum ytri matshóps sem skipaður var af menntamálaráð- herra og heimsótti hópurinn há- skólana og skrifaði skýrslu um mat sitt á náminu sem þeir byggðu á sjálfsmatsskýrslum hjúkrunar- fræðideildanna og niðurstöðum heimsókna. Í skýrslunni er báðum hjúkrun- arfræðideildunum hrósað fyrir mikilvægt framlag sitt til hjúkr- unarfræðistarfs á Íslandi og eru þær taldar bæta hvor aðra upp, þar sem Háskólinn á Akureyri miði að því að mennta almenna hjúkrunarfræðinga sem séu tilbún- ir til starfa í dreifbýli og Háskóli Íslands sérhæfða hjúkrunarfræð- inga sem starfi á höfuðborgar- svæðinu. Háskólinn á Akureyri leggi áherslu á verklegt nám en Háskóli Íslands leggi áherslu á rannsóknir. Jafnframt er bent á að deildirnar geti með auknu sam- starfi lagt meira til heilsugæslu í þjóðfélaginu. Starfshópurinn telur að auka þurfi notkun nútímatækni við kennslu hjúkrunarfræði og til að auka námsframboð og námsefni, einnig eru deildirnar hvattar til að kynna fræðistörf sín og rannsóknir meira en nú sé, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og fyrr segir er hjúkr- unarfræðideild Háskólans á Akur- eyri sérstaklega hrósað fyrir fram- lag hennar til hjúkrunar á landsbyggðinni en hjúkrunarfræði- deild Háskóla Íslands er hrósað sérstaklega fyrir fræðistörf og rannsóknir sem nýtast allri fræði- greininni. Heildarúttekt á hjúkrunar- fræðimenntun í landinu Mikilvægt framlag til heilsuverndar INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.