Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Starfsráðgjafi Eftirfarandi starf starfsráðgjafa hjá Vinnu- málastofnun eru laust til umsóknar: Hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða á Ísafirði Hlutverk ráðgjafans er m.a. að vinna að starfsleitaráætlunum með atvinnuleit- endum í samræmi við lög nr. 13/1997 um vinnu-markaðsaðgerðir, þjónusta at- vinnufyrirtækin í umdæminu við vinnu- miðlun og vinna að skipulagningu úrræða gegn atvinnuleysi. Menntunar og hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi í náms- og starfsráðgjöf, vinnusálfræði, hafi kennaramenntun eða annað sambærilegt nám. Þá er einnig nauðsynlegt að umsækjend- ur hafi víðtæka þekkingu á vinnumarkað- inum og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta ásamt góðum skipulagshæfileikum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Um starfs- kjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til Vinnu- málastofnunar, Hafnarhúsinu við Trygg- vagötu, 150 Reykjavík fyrir 10. september nk. Upplýsingar um starfið veita Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða í síma 450 3000, gudrun.gissurardottir@svm.is og Heiða Gestsdóttir, starfsmannastjóri Vinnumálastofnunar í síma 515 4800, heida.gestsdottir @vmst.stjr.is Lausar stöður Hrafnistuheimilin óska eftir starfskröftum ykkar. Við bjóðum fjölbreytt störf í þroskandi umhverfi. Komið og skoðið vinnustað með góðri vinnuaðstöðu, við tökum vel á móti þér. Hrafnista í Reykjavík óskar eftir Hjúkrunarfræðingum — Morgun- og kvöldvaktir. Starfshlutfall samkomulag. Aðstoðardeildarstjóra — Fullt starf. Hjúkrunarfræðinemum — Starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliðum — Vaktavinna, starfshlutfall samkomulag. Aðhlynning — Vaktavinna. Starfshlutf. samkomulag. — Afleysing á næturvaktir í september. Hafðu samband við Halldóru Hreins- dóttur á staðnum eða í s. 585 9500 og 585 9401. Hrafnista í Hafnarfirði óskar eftir Hjúkrunarfræðingum — á kvöld- og helgarvaktir, unnin er fjórða hver helgi. 8 tíma vaktir. Sjúkraliðum — vaktavinna, starfshlutfall samkomu- lag. Aðhlynning — vaktavinna. Starfshlutfall samkomulag. Ræsting — Vaktavinna. Leikskóli á staðnum. Hafðu sambandi við Ölmu Birgisdóttur á staðnum eða í s. 585 3000 og 585 3100. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is Rafmagnsverkfræðingur/ tæknifræðingur (2489) Vaki DNG óskar að ráða starfsmann í þróun á núverandi og nýjum vörum sem byggja á mynd- greiningarbúnaði (tölvusjón). Menntun: Viðkomandi þarf að hafa lokið BS prófi í rafmagns- verkfræði eða rafmagnstæknifræði/verkfræðimenntun af veikstraumssviði. Verslunarstjóri - Akureyri (2486) Starfssvið: Innkaup, dagleg verslunarstjórn, uppgjör, sölubókhald og almenn afgreiðsla. Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg, reynsla af verslunarstjórn æskileg. Einhver véla- og/eða tækniþekking. Ritari framkvæmdastjóra (2477) Starfssvið: Almenn skrifstofu- og ritarastörf. Hæfniskröfur: Góð enskukunnátta og tölvufærni. Háskólamenntun væri æskileg. Rafmagnsfræði (2474) Vegna aukinna verkefna leitar verkfræðistofa að starfsmanni með reynslu á sviði iðnstýringar og rafmagnshönnunar. Menntun á sviði rafmagnsverkfræði eða rafmagns- tæknifræði nauðsynleg. Tæknifræðingar – verkfræðingar (2490) Verktakafyrirtæki í jarðvinnslu, með starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, óskar að ráða menntaðan tæknifræðing eða verkfræðing með reynslu af jarðvinnslu og magnútreikningum. Sölumaður (2487) Vel þekkt og traust fyrirtæki leitar að sölumanni skrifstofutækja, svo sem ljósritunarvéla, prentara og faxtækja. Starfið felst mikið til í öflun nýrra viðskiptavina. Starfið er laust strax og í boði eru góð laun fyrir réttan aðila. Sölumaður (2493) Fyrirtæki á sviði netlausna og upplýsingakerfa óskar að ráða sölumann vegna vaxandi umsvifa. Starfssvið: Sala á upplýsingakerfum og netlausnum. Áhersla á vönduð vinnubrögð. Hæfniskröfur: Reynsla af sölumennsku og sýnilegur árangur í fyrri störfum. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Viðkomandi númeri“ fyrir 30. ágúst nk. Hvað ert þú að gera? Hugvísindasofnun Hjá Hugvísindastofnun er laust til umsóknar eitt 100% starf (eða tvö 50% störf) við sérverk- efni í sex mánuði frá og með 15. september næstkomandi. Starfið felst í vinnu við gerð námsefnis í íslensku fyrir erlenda stúdenta á netinu. Umsækjendur þurfa að hafa B.A. próf í íslensku og æskilegt er að þeir hafi kennsluréttindi og/ eða reynslu af því að kenna erlendum stúdent- um íslensku. Færni í ensku er skilyrði. Umsækjendur þurfa jafnframt að hafa góða tölvuþekkingu. Um er að ræða skapandi og krefjandi starf sem felur í sér notkun nýrrar tækni við námsefnis- gerð og kennslu. Umsóknarfrestur er til 1. september 2001. Skriflegum umsóknum skal skilað til Hugvís- indastofnunar, Nýja Garði, 101 Reykjavík eða með tölvupósti til jonolafs@hi.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækj- endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Jón Ólafsson, for- stöðumaður Hugvísindastofnunar, í síma 525 4462, netfang jonolafs@hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.