Vísir - 03.07.1979, Qupperneq 16
vism
ÞriOjudagur 3. júli 1979
Um»jón:
Sigurveig
Jóns'jottir
lAtlaus og vönduo Sf ning
i þessum skáp sjást hin gömlu hefObundnu leikföng, leggur, skel,
vala og heimatilbúin leikföng, s.s. hesturinn fremst á myndinni.
A dögunum var opnuO sýning
á leikföngum islenskra barna i
Árbæjarsafni er ber heitið Fyrr-
um átti ég falleg gull, og mun
hún standa yfir sumarlangt.
Þar eru nokkur leikföng sem
skráðar heimildir eru fyrir að
séu frá byrjun 19. aldar, en
stærstur hluti sýningargripa er
frá okkar dögum, frá byrjun
aldar er eitthvað af munum og
svo uppeftir og fram í timann
eftir seinna strið. Ekki er grein-
arhöfundi grunlaust um aö
margan reki i rogastans yfir þvi
hve mörg leikfanganna eru
vönduð aö gerö og vel með f arin.
Þarna getur m.a. að lfta brúðu-
vagna, rugguhesta, dúkkustell,
saumavélar, brúöur meö postu-
linshöfuð, báta, bila og flugvél-
ar. Trúlega mun þó mörgum
landanum þykja vænna um einn
sýningarskápinn öðrum fremur,
en hann er sá er geymir leggi,
skel og völu, hin heföbundnu
leikföng Islendinga i aldanna
rás.
Breyttir timar, önnur
áhugamál, aðrir leikir.
Sýningin gefur einmitt til
kynna þá gifurlega þróun sem
orðiðhefur i gerð leikfanga eftir
miðja siðustu öld og innsýn I
stökkið frá hinu gamla bænda-
samfélagi til nútima ifshátta á
Islandi.
Eftir því sem næst veröur
komist hafa leikföng barna hér
lengst framan af tekið mið af og
mótast af vistfræöilegu um-
hverfi barnanna m.a. þvi hvort
búið var I sveit, þéttbýli eða
borg, hvernig störftim foreldra
og annarra var háttað, hver
staöa foreldranna var o.s.frv.,
þ.e. leikirnir hafa verið eins
konar eftiröpun af störfum full-
oröinna og tengdir alvöru lifs-
ins, brauðstriti til lands og
Dýrindis dúkkur með postulinsandlit, dúkkurúm og dáindis fin
vagga eru meðal leikfanganna á þessari mynd.
sjávar. Viö vitum að börn fyrri
tlma fóru almennt fyrr að vinna
fyrir sér sem fullgildir starfe-
láaftar og höfðu minni tima af-
lögu til tómstunda en nú tiðkast
ogsér þessa glögg merki á leik-
föngum þeirra og leikjum. A
sýningunni er t.d. talsvert um
heimagerð leikföng auk hinna
hefðbundnu sem áður er getið.
En iönbyltingin, aukin tækni
og iðnvæöing, aukiö fjármagn,
verslun og viðskipti við útlönd
samfara breyttu verðmætamati
hafa m.a. oröið þeir vendi-
punktar islensks þjóðlifs sem
knúið hafa fram ákveöna þróun
þess og fært I núverandi form.
Þetta endurspeglast m.a. i
Nanna Hermannsson, safnvörður
I Arbæjarsafni og borgarminja-
vörður.
breyttum leikjum barna, i' öðr-
um áhugamálum og annars
konar leikföngum, og má lesa
þessa þróun að nokkru á slikri
sýningu sem þessari. Fjölda-
framleidd innflutt leikföng voru
þó framan af ekki eingöngu
skemmtileikföng heldur einnig
nytjaleikföng. Liklega skipa
þroskaleikföng nútimans svip-
aðan sess og hin siðarnefndu áð-
ur.
Hvaðan eru leikföngin
og eru þau verðugir
fulltrúar?
Til þess að fá leikföng til sýn-
ingar ásafniö var auglýst i blöð-
Björg
Bjarnadóttir
skrifar
Saumavél litillar stúlku frá þvi um aldamót sést hér, — eins konar
nytjaleikfang, sömuleiðis mekkanó, eingöngu ætlað drengjum.
unumog almenningur beðinn að
ljá leikföng, sem haldið hefði
veriö til haga, til nota á sýningu.
Um 40 manns eiga muni á sýn-
ingunni og hefur samstarf við
þessa aðila veriö einkar
ánægjulegt, að sögn safnvarðar,
Nönrtu Hermannsson, og gat hún
þess einnig að allar heimildir
um leiki og leikföng fyrri tima
væru vel þegnar.
Ekki er óliklegt að sú spurn-
ing vakni, þegar sýningin er
skoðuð, hvort leikföngin þar gefi
reglulega raunsæja mynd af
daglegum leikföngum barna
þess timabils, sem sýningin á að
verafulltrúi fyrir, stássleg leik-
föngeru t.d. áberandi. Þvi svar-
ar Nanna svo til, að það séu
fyrst og fremst þau sem varö-
veitast, en hinu megi ekki
gleyma, aö til sé fólk sem varð-
veiti leikföng, þó þau séu orðin
slitin. Einnigsé óvitað hve börn
áttu almennt mikiö af leikföng-
um um siðustu aldamót, trúlegt
þyki að þau hafi átt eitt
dýrindisleikfang, t.d. upptrekkt
blikkleikfang, ásamt með
heimagerðum leikföngum og
hefðbundnum leikföngum
gamla timans.
Tilfinningin fyrir hinu
liðna vakin?
Nanna kvað það nokkurt ein-
kenni á skráðri sögu margra
menningarþjóða hve oft vanti
raunsæjar ritaðar heimildir um
daglegt llf venjulegs fólks,
hversdagurinn sé mörgum svo
sjálfsagt mál að oft sé hans ekki
minnst að verðleikum, nema
helst af skáldunum.
Kannski erþað einmitt brot af
angurværð liðins og rólegra
timaskeiðs, sem leikfangasýn-
ingunni i Arbæjarsafni I látleysi
sinu, einfaldleik og af vönduðu
yfirbragði, tekst að vekja hjá
sýningargesti.
Þau hafa ekki veriö af verra taginu þessi á sinum tlma og standa nu-
tímaleikföngum fyllilega á sporöi. Visismyndir: ÞG
islenskir iistamenn
kynntir á Norðurlöndum
Guöný Guömundsdóttir.
Guðný Guðmundsdóttir og
Halldór Haraldsson halda
tónleika i Norræna húsinu á mið-
vikudagskvöldið, 4. júli, og
hefjast þeir kl. 20.30.
Tónleikarnir eru haldnir á veg-
um Norræna hússins, en það mun
á þessu ári gera átak til að kynna
islenska listamenn hinum Norð-
urlöndunum. Fyrsti áfangi þeirr-
ar viðleitni verður sónötukvöld i
hljómlistarsalnum i Tivoli i
Kaupmannahöfn 12. júli. Guðný
og Halldór munu þá leika verk
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Jón Nordal, en auk þess verða á
efnisskránni fiðlusónata nr. 1 eft-
ir Carl Nielse, Kreutzer-sónatan
eftir Beethoven og konsertrapsó-
dian Tzigane eftir Ravel.
Þessi efnisskrá verður einnig á
tónleikum þeirra Guðnýjar og
Halldórs i Norræna húsinu.
Halldór Haraldsson.
Ahugamáiari í Eden
Ingvar Sigurðsson opnaöi tökur um helgina. Þegar á öör-
sýningu á myndum sinum i Um degi voru margar mynd-
Eden, Hveragerði á laugardag- anna seldar, en alls eru þær 22.
inn. Þetta er fyrsta einkasýning Vfsismynd: EJ
Ingvars og fékk hún góðar mót-