Vísir - 10.07.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 10.07.1979, Blaðsíða 13
12 vism Þriðjudagur 10. júli 1979. vísm Þriðjudagur 10. júli 1979. 1 saman til að minnast þúsund ára byggðar i landi og fagna Danakonungi. Við komum til sögunnar þar sem konungur sit- ur I veislutjaldinu ásamt um fjörutlu fyrirmönnum islensku þjóðarinnar, sýslumönnum, skáldum og námssveinum. Kóngurinn varð hvumsa tslenskt skáld slær i ölglas sitt meðan snætt er og biöur um hljóð. Hann ávarpar kónginn og flytur honum ljóð. Með hlut- verk skáldsins fer nafnkunnur islenskur rithöfundur, Thor Vil- hjálmsson, og var ekki annað að sjá en hann flytti ljóðið með til- þrifum. Þessari miklu veislu eru ekki gerö itarleg skil I sjálfri bókinni enda þess getið þar að greinar- góöar skýrslur hafi verið geröar um þessa atburði og ágætar bækur þegar frá hafi liðið. Um ljóöaflutninginn I veislunni seg- ir hins vegar: ,,AÖ sinu leyti gleymdist kon- únginum aö þakka islendingum fyrir þann hlut sem þeir héldu sig veita honum mikilsverðast- an, en það voru ljóð skáldanna. Ortu sum skáld átta ljóð um kónginn. Það er ekki siður i Þýskalandi að kveöa drápur fyrir amtmönnum, kjörfurst- um, eöa jafnvel keisaranum, og rak Kristján Vilhjálmsson upp stór augu og varð hvumsa við þegar maður gekk undir manns hönd að lesa upp vess framani honum; haföi hann aldrei heyrt vessáður og vissiekki hvað þaö var.” (Paradisarheimt bls. 43—44). Höfðingjar og óbreyttir bændur Konungsveislan á Þingvöllum er langfjölmennasta atriöi Paradisarheimtar og þar voru um helgina rúmlega eitt hundr- Rolf Hadrich leikstjóri gefur Thor Vilhjálmssyni holl ráð. Við matborðið skeggræddu menn i orðsins fyllstu merk- ingu, dreyptu á öli og borðuðu ávexti, brauð og annað góðmeti. Þurfti Sveinn Einarsson texta- leikstjóri og Þjóðleikhússtjóri að Itreka þau vinsamlegu til- Texti og myndir: Gunnar Sal- varsson. mæli sin til leikaranna aö þeir boröuöu ekki meðan ekki væri verið að kvikmynda. Hvert atr- iði þarf yfirleitt aö taka oft upp og var það I þetta sinn að Thor Vilhjálmsson fór með drápu sina fyrir kóngi oftar en tölu varð á komið. „Þegar Thor slær i glasið slær þögn á mannskap- inn”, sagði Sveinn Einarsson. UIIa-Britt, búningateiknari og Björn G. Björnsson, leikmyndateikn- ari ræðast viö, en þau eru ábyrg fyrir klæðaburði leikara og um- gjörð kvikmyndarinnar. „Á öndverðum dögum Kristjáns Vilhjálmsson- ar sem þriðji siðastur útlench-a konúnga hefur farið með völd hér uppá landið, þá bjó búi sinu að Hliðum i þeirri sveit sem héitir undir Steinahlið- um bóndi sá er Steinar hét.” (Paradisarheimt — bls. 7). Meö þessum orðum hefst Paradisarheimt, skáldsaga Halldórs Laxness, sem þessa dagana er kappsamlega unnið við að kvikmynda. Þaö eru starfsmenn norður-þýska sjón- varpsins I samvinnu við sjón- varpsstöðvarnar á Noröurlönd- um auk nokkurra annarra sem annast kvikmyndun verksins. Fyrir þessum hópi er leikstjór- inn kunni Rolf Hadrich. Kvikmyndun Paradisar- heimtar fer fram á ýmsum stöö- um. Atriði sem gerast innan- dyra i Hliðum eru kvikmynduð við Armúlann i Reykjavik þar sem innviöir bæjarins hafa ver- ið reistir. Bænum sjálfum hefur á hinn bóginn verið valinn stað- Jón Laxdal eða Steinar bóndi himdi utan tjaldsins eins og aðrir bú- andkarlar sem lagt höfðu leiö sina á Þingvöll til þess að skoða kóng- ur I Hvalsnesi I Lóni og þar hefur hann verið reistur i fögru umhverfi. Konungshallaratriðin hafa verið kvikmynduð I Þýska- landi og þegar kvikmyndun lýk- ur hér heima i ágústlok veröur haldiö til Utah-fylkis i Banda- rikjunum þar sem unniö veröur að kvikmyndatökunni um þriggja vikna skeið. Hundrað og fimm ára gömul veislavakin til lifsins Siöustu vikurnar hefur eink- um veriö unnið aö inniatriðum i Armúlanum enda hefur veöur- far ekki verið þannig aö það hafi talist ákjósanlegt til útitöku. Um síðustu helgi var hins vegar stefnan tekin til Þingvalla þeirra erinda að endurtaka hundrað og fimm ára gamla veislu, þrátt fyrir aö Veðurstof- an hafi ekki lofaö neinu um bjarta tiö utan smá sólarglennu á laugardegi. Sú glenna brást ekki og þaö sem meira var, ..hann” hélst þurr um helgina og um frekari kröfur var ekki að ræða af hálfu kvikmynda- gerðarmanna. Kvikmyndatakan gekk von- um framar og henni lauk sið- degis i gærdag eins og vænst hafði verið. Þar með hafði tekist að koma i veg fyrir ófyrirsjáan- leg vandræði þvi Dietmar Schönherr, þýski leikarinn sem fer með hlutverk Danakonungs, hefði.hvernig sem allt heföi far- ið, oröið aö fljúga af landi brott I dag. Þessi hundrað og fimm ára gamla veisla er konungsveislan á Þingvöllum á þjóðhátiðarár- inu 1874 þegar Islendingar komu Fjörutiu skeggjaðir fyrirmenn þjóðarinnar sátu til borðs með kóngi, hér eru nokkur andlit úr hópnum. i miðtjaldinu er konungsveislan haldin og danski fáninn blaktir fyrir utan I mörgum „eintökum” umfram aöra fána. Óbreyttir bændur biða eftir þvi að kvikmyndavélunum verði beint I átt til þeirra. aö manns. Þorri þessa fólks voru karlmenn með skegg sem annaðhvort sátu til borðs með kóngi ellegar húktu utan dyra og biðu þess að sjá kónginn i eigin persónu, — annarsvegar höföingjar landsins og hins veg- ar óbreyttir bændur. Steinar bóndi I Hliðum var kominn til Þingvalla með gæöing sinn Krapa, sem sumir álitu nykra- ættar, og það var erindi hans aö gefa kónginum hestinn. Altalaö var á tslandi i þann tiö aö Kristján niundi væri mikill hestamaður og þvi hefur Steina- hliðabóndanum væntanlega þótt við hæfi að færa honum Krapa að gjöf. Það þótti litill vafi leika á þvi að Krapi væri yfirnáttúrulegur hestur og þvi gefur það auga leið að erfiðleikum var bundiö að finna hest sem sú lýsing gæti átt við. Mikil leit fór fram aö þeim hesti en fyrir valinu varð Gullfeti Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs, sem þykir undurfag- ur. Skeggrætt i veislu konungs Margar kunnar persónur voru með aukahlutverk i konungs- veislunni og fyrir utan Thor Vil- hjálmsson sem fyrr var nefndur má geta Jóns E. Guðmundsson- ar brúðuleikhúsmanns, Eliasar Mar rithöfundar, Gunnars Eyjólfssonar leikara (hann fer með hlutverk Benediktsen sýslumanns Steinars bónda) og Þráins Bertelssonar kvik- myndaleikstjóra, — svo ein- hverjir séu nefndir. Margt þekkt kvikmynda- gerðarfólk vinnur að kvikmyrid- un Paradisaheimtar, þ.á m. búningateiknarinn Ulla-Britt Söderlund, sem hlotiö hefur Oscarsverðlaun fyrir búningana i kvikmyndinni Barry Lyndon, en leikmynd gerir Björn Björns- son, sem annaðist þá hliö mála er Brekkukotsannáll Laxness var kvikmyndaöur. Ulla-Britt sagði i samtali við VIsi aö auövelt heföi verið að afla upplýsinga um búninga frá þeim tima er Paradisarheimt gerist. Hún nefndi að heimildir væru til um Þjóöhátiöina 1874, bæöi skrifaöar svo og teikning- ar og málverk. Kvað hún marga hafa verið henni innan handar varöandi búningana t.d. starfs- menn Þjóðminjasafnsins. Hún sagði að talsvert af bún- ingum væri fengið aö láni frá Þjóðleikhúsinu og sjónvarpinu, en þaö sem á vantaöi væri saumað I Þýskalandi. „Búning- ur konungs var t.d. saumaöur þar”, sagði Ulla, „en auövelt var að fá myndir er sýndu ná- kvæmlega klæðaburö Kristjáns niunda.” Ulla-Britt þurfti ekki aöeins að kynna sér islenska búninga frá 19. öld heldur einnig banda- riska og danska búninga frá þessum tima þvi Steinar bóndi Steinsson var viðförull maður. „I Utah er allt annar still I búningum og sömu sögu er að Ulla-Britt Söderland búninga- teiknari og Oscarsverðlauna- hafi fyrir utan konungstjaldið á Þingvöllum. iWdrich kannar hvernig veislu- atriðiö litur út i kvikmyndavél- segja um Kaupmannahöfn”, sagði Ulla og gat þess i leiðinni að þau atriði sem gerast ættu i Danmörku heföu aö visu verið tekin upp i Noröur-Þýskalandi, en þar rikti sami byggingarstill og i Danmörku. I Paradisarheimt byggist aUt á þvi að sviö og búningar séu sem raunverulegastir og Ulla- Britt sagöi að það væri ákaflega mikilvægt að vel tækist til um val leikara I hlutverkin og leik- arinn yrði að geta borið búning- inn sem honum væri ætlaður. Sem dæmi nefndi hún, að hluti kvikmyndarinnar Barry Lyndon hefði verið tekinn upp i trlandi og þar heföi veriö valiö talsvert af irskum statistum. „Allt i myndinni átti að vera mjög „elegant” en það kom fyr- ir að maður sem valinn var i hlutverk gat engan veginn boriö skrautlegan búning sem honum var ætlaöur. Skuldinni var þá e.t.v. skellt á búningateiknar- ann”, sagði hún. Ulla-Britt hefur áöur unnið á Islandi. Hún sá um búninga I kvikmyndinni Rauða skikkjan. ún kvaðst þá strax hafa orðið hrifin af landinu og hefði t.d. núna fengið fjölskyldu sina til þess að dvelja hér i tiu daga á meðan Paradisarheimt er kvik- mynduð. Sennilega sér Ulla-Britt ekki fjölskyldu sina aftur fyrr en I október en þá fer hún til Dan- merkur og hyggst vinna fyrir leikhús i Alaborg og danska sjónvarpið. Þangað til veröur Steinari bónda Steinsáyni I Hliðum undir Steinahliöum fylgt eftir I lifs- hlaupi sinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.