Vísir - 10.07.1979, Blaðsíða 23
VÍSIR
Þriöjudagur 10. júli 1979.
Ums jón:
Friörik
Indriöason
Útvarp í kvöld kl. 20.30:
Sumarvaka
Sumarvakan hefst á þvi aö séra
Garðar Svavarsson minnist
fyrstu prestskaparára sinna á
Djúpavogi fyrir hálfum fimmta
áratug. Þetta er annar lestur.
Siöan mun Ingólfur Jónsson frá
(Prestbakka lesa nokkur frumort
Tjóö áður óbirt. Þessi ljóö eru ort
bæöi að hefðbundnum hætti svo
og bregður Ingólfur fyrir sig nú-
timalegri aðferðum viö skáld-
skapinn.
Að vanda mun Gunnar M.
Magnúss lesa nokkra kafla úr
sögu sinni „Það voraði vel 1904”
Þessi lestur fjallar um júlimánuð.
A þessu ári gerðist margt þvi is-
lendingar voru þá aö fá úrbætur I
stjórn sinni eins og flestir kannast
við. Gunnar blandar saman ann-
álum þessa tima við skemmtileg
atvik sem gerðust þá, og er lest-
urinn allur hinn áheyrilegasti.
Aö lokum mun svo Karlakór
Reykjavik syngja nokkur gulÞ
falleg ljóö eftir Sigfús Einarsson.
Stjórnandi er Páll P. Pálsson.
Gunnar M. Magnúss mun lesa
nokkra kafla úr sögu sinni „Þaö
voraöi vel 1904”.
Skylab geimstööin sem nú er aö falla til jaröar.
útvarp á morgun kl. 11.00
I Viðsjá i dag ræði ég viö örnólf
Thorlacius um Skylab sagði ög-
mundur Jónsson i viötali við VIsi,
en þvi er spáð að hún falli til jarö-
ar i dag.
Geimstöðin er 77,5 lestir að
þyngd og mun að mestu eyðast I
gufuhvolfinu en yfirvöld i Banda-
rikjunum segja að brot frá 0,5 kg
og upp i 2.5 tonn að þyngd muni
falla til jarðar á mjög stóru
svæði. Miklar varúöarráðstafanir
hafa verið gerðar og eru sveitir
lækna og verkfræðinga frá
bandariska landvarnarráöuneyt-
inu til taks ef á þeim þarf að
halda.
Það má geta þess aö lokum
sagði ögmundur, að stjórnir ým-
issa landa hafa þegar farið fram
á það við Bandaríkjastjórn að hún
borgi hugsanlegt tjón sem kunni
að hljótast af falli Skylab.
útvarp I kvðld kl. 21.20 útvarpssagan:
..TrúöuriniT eflir Henrfch Böll
1 kvöld mun Franz A. Gislason byrja lestur þýð-
ingar sinnar á skáldsögunni Trúðurinn eftir Hein-
rich Böll. Böll er mjög kunnur þýskur rithöfundur.
Hann fékk m.a. Nóbelsverðlaunin i bókmenntum
árið 1972, þá 54 ára-Það fylgdi með i umsögn nóbels-
nefndarinnar að Böll sé brautryðjandi i þýskum
bókmenntum.
Skáldsögur Bölls, sögur, út-
varpsleikir og leikrit hafa veriö
þýdd á 30 tungumál og hafa selst i
um 4 millj. eintaka. Aðdáendur
hans er aöallega að finna I Vest-
ur- og Austur Evrópu svo og
Bandarikjunum.
Böll er I miklum metum fyrir
að vera á móti stíiði og fyrir
gagnrýni sina á þjóðfélaginu.
Ekki er að efa aö saga sú sem
byrað verður að lesa i kvöld er
mjög athyglisverð
Rithöfundurinn Hánrich Böll við Nóbelsverölaunaafhendinguna 1972.
útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir
12.45 veðurfregnir,
Tilkynningar
A frivaktinni. Sigrún
Sigurðardottir kynnir óska-
lög sjómanna.
14.30 Miödegissagan: „Kapp-
hlaupiö” eftir Kare Holt.
Sigurður Gunnarsson les
þýöingu sina (24).
15.OO Miödegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popp.
17.20 Sagan: „Sumarbókin”
eftir To ve Jansson. Kristinn
Jóhannesson heldur áfram
lestri þýöingar sinnar (6).
17.50 Tónleikar.
17.55 A faraldsfæti: Endur-
tekinn þáttur Birnu G.
Bjarnleifsdóttur frá sunnu-
dagsmorgni.
18.15 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 öryggismái Evrópu.
Haraldur Blöndal lögfræð-
ingur flytur erindi.
20.00 Kammertónlist. Jacaue-
20.30 Utvarpssagan: „Trúö-
urinn” eftir Heinrich Böll.
Franz A. Gislason byrjar
lestur þýðingar sinnar.
21.00 Einsöngur: Elfsabet
Erlingsdóttir syngur lög
eftir Karl O. Runólfsson og
Pál tsóifsson. Guörún Krist-
insdóttir leikur á pianó.
21.20 Sumarvaka.a. A Djúpa-
vogi viö Berufjörð. Séra
Garðar Svavarsson minnist
fyrstu prestskaparára sinna
fyrir hálfum fimmta ára-
tug, — annar þáttur. b. Aö
kveldi. Ingólfur Jónsson frá
Prestbakka les frumort
ljóð, áður óbirt. c. t júli-
mánuöifyrir 75 árum.Gunn-
ar M. Magnúss rithöfundur
les nokkrakafla úr bók sinni
„Það voraði vel 1904”. d.
Kórsöngur: Karlakór
Reykjavikur syngur lög
eftir Sigfús Einarsson.
22.30 Fréttir. Veöurfregnir.
22.50 Harmonikulög.
22.50 A hljóöbergi.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
KEMST VARLA Á SPJÖLD STÖÐUVEITINGASÖGUNNAR
Dómsmálaráöherrann, Steingrimur, skipaöi Jón i fógetaembættiö
en sendi jafnframt gamlan ihaldsfógeta úr Kópavogi upp I hæsta-
rétt.
Sú var tiöin aö stjórnmála-
menn höföu embættaveitingar
hver annars aö einhverju helsta
tilefni tU hnútukasts I blööum.
Segja má meö nokkrum sanni
aö árásir á stööuveitingavaldiö
hafi veriö tiðkaöar nokkuö til
jafns viö hneykslunarskrif um
ráöherrabila og þingfararkaup.
Nöfn margra stööuveitinga-
manna veröa lengi uppi enda
ekki nema sanngjarnt aö menn
veröi frægir af verkum sinum.
Af ávöxtunum skuluö þér
þekkja þá stóö i auglýsingunum
frá SiUa og Valda og ekki veröur
sagt um þann auglýsingatexta
aö tekinn sé úr óæöri bókmennt-
um.
Gamlir og grónir ihaldsmenn
minnast þess enn með hryllingi
hvernig Brynjólfur Bjarnason
dældi kommúnistum inn f skóla-
kerfiöi menntamálaráöherratiö
sinni. Nú er liöinn hálfur fjóröi
áratugur siöan þaö var. Og þaö
má hafa veriö vel aö verki
staöið ef þær stööuveitingar
veröa enn til þess aö ihalds-
mönnum renni kalt vatn milli
skinns og hörunds, þegar upp er
rifjaö. Nafn Jónasar ris einnig
hátt i sögu stööuveitingavalds-
ins en hann veröur þó aldrei
sakaöur um aö hafa dregiö upp
lyddur f flokkspólitisku skyni.
Hvaö sem ööru liöur festi hann
auga á atgervismönnum til em-
bætta og hikaði þá ekki.
Dr. Gylfi var einnig frægur á
sinni tiö. Hann þótti svo liölegur
I þessum efnum, að jafnvel
Njöröur Pétursson Njarövik var
á þeim tfmafarinn aö þefa ræki-
lega utan i Alþýöuflokkinn.
Kratar voru einnig fyrirhyggju-
samir varöandi stööuveitingar.
Þeir komu sér fljótt saman um
sérstakar siöaregiur i þvi sam-
bandi. Þannig hafa þaö veriö
óskrifuö fiokkslög aö þreyttir
eöa útskúfaöir Alþýðuflokks-
þingmenn ættu siöferöilegan
rétt á tilteknum embættum éins
og t.a.m. forstjórastööu I
Tryggingastof nun rfkisins.
Jafnvel Vilmundur hefur ekki
velt þessu flokkssiöaiögmáli og
hefur hann þó öörum fremur
greint á milli góös siöferöis og
lagabókstafarins. En þaö glópa-
lán hefur ávallt fylgt Alþýöu-
flokknum aö hafa ráöiö viökom-
andi ráöherraembætti þegar
staöa tryggingaforstjórans
hefur losnaö. Þetta siöalögmál
hefur þvi ávallt staöiö þó aö
flokkurinn hafi þurft aö sjá á
eftir ýmsum öörum prinsippum
og það jafnvel I talsveröum
mæli.
Ólafur Jóhannesson geröi
einnig garðinn frægan i stööu-
veitingum. Segja sumir aö hann
hafiiöll skipti fyrir eitt ætlaö aö
hefna fyrirhelsta afrek Jóhanns
Hafstein á þessu sviöi er hann
geröi sjálfstæöisþingmann
noröan úr landi aö sýslumanni
Hafnfiröinga I staö varaþing-
manns Framsóknarmanna úr
Reykjanesi er gegnt haföi starf-
inu I öll þau ár meöan Guö-
mundur 1. var utanrlkis-
ráðherra. Ólafur var fljótur aö
gera þann aö hæstaréttardóm-
ara og segja má aö I dómsmála-
ráöherratiö ólafs Jóhannesson-
ar hafi ekki aörir komist I em-
bætti sem hærra var skrifaö en
fulltrúastaöa utan máske fóget-
inn i Eyjum.
Steingrfmur Hermannsson
hefurátt völ og kvöl siöustu vik-
ur. Flokkurinn þurfti aö losna
viö Jón Skaftason úr framboös-
vafstri I Reykjaneskjördæmi.
Yfirfógetastaöan I Reykjavlk
var talin viö hæfi. Máiið varö
hins veg;:r flókiö þegar Ey-
steinn krafðist þess aö Unn-
steinn Beck systursonur sinn
fengi embættiö en hann hefur
verið undirfógeti árum saman.
Steingrimur tók betri kostinn og
skipaði Jón en sakir hræöslu um
aö verða of stórt nafn I stööu-
veitingasögunni sendi hann
samdægurs gamlan ihaldsfó-
geta úr Kópavogi upp I Hæsta-
rétt. ihaldiö getur þvl ekki sagt
orð.
Burtséö frá þvl aö gjald-
heimtustjórinn I Reykjavik sem
einnig sóttium yfirfógetastarfiö
er hæfari embættismaöur en
Jón Skaftason veröur á þaö aö
fallast meö Steingrlmi sem er
aö slfta barnsskónum f stööu-
veitingum að reyndir stjórn-
málamenn geta oft og tiöum
tekið gömlum embættisjálkum
og kerfiskörlum langt fram.
Reyndar getur veriö hollt aö fá
utanaökomandi menn inn i em-
bætti. Forgangsröö gamalla
jálka má semsagt ekki veröa
nein meginregla. Þó aö einn
umsækjandi hafi augljóslega
verið hæfari Jóni Skaftasyni til
þessa yfirfógetastarfs sýnist
það varla ♦era tilefni til aö setja
Steingrim á blaö f stööu-
veitingasögunni. Svarthöföi