Vísir


Vísir - 25.07.1979, Qupperneq 3

Vísir - 25.07.1979, Qupperneq 3
f VlSIR Miövikudagur 25. júli 1979. Frá þjáöhátlð I Vestmannaeyjum. Vlsismynd: Guömundur Sigfússon, Vestmannaeyjum. ÞJðÐHÁTÍÐ HEFST í EYJUM 3. flGÚST Þjóöhátiö Vestmannaeyja hefst föstudaginn 3. ágúst næst- komandi kl. 14 I Herjólfsdal og stendur I þrjá sóiarhringa. Knattspyrnufélagiö Týr sér um framkvæmd hátlðarinnar aö þessu sinni. Fyrir setningu hátiöarinnar mun Lúörasveit Vestmanna- eyja leika undir stjórn Hjálmars Guönasonar. Þá mun Snorri Jónsson, formaöur Týs, setja hátiöina og siöan mun séra Kjartan Orn Sigurbjörnsson Eyjaklerkur annast helgistund og Kirkjukór Vestmannaeyja syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Að lokinni helgistund verður hlaup barna og unglinga á hlaupabrautinni I kring um Herjólfsdalstjörnina. Þá verður kastkeppni með blautpúða, söngvararnir Magnús og Jóhann syngja á 40 min. dagskrá um miðjan dag- inn, landskunnir iþróttamenn keppa I Dalnum og Lúðrasveitin tekur lotu áður en bjargsigið hefst á Fiskhellanefi, en þar mun Óskar Svavars siga, en Siggi minkur mun áður klifa Fiskhellabjarg upp á brún. Þeir eru báðir Helliseyingar. Þá hefst og skemmtun kl. 5 og með- al skemmtiatriða eru Halli og Laddi, Fóstbræður og fleiri. Kvöldvakan hefst kl. 20.30 meö leik Lúðrasveitar Vest- mannaeyja, Halli og Laddi skemmta með nýju efni, Magnús og Jóhann syngja, Jóhannes Guðmundsson eftir- herma verður mættur frá Brekku á Ingjaldssandi við önundarfjörð, Brimkló kynnir þjóðhátiðarlagið, brekkusöngur verður, Addý og Hólmfriöur syngja og HLH flokkurinn skemmtir. Að lokinni kvöldvöku hefst dansleikur á báðum pöllum kl. 23-04, en það eru Brimkló og Asar sem skemmta. Hlé verður þó að sjálfsögðu gert kl. 24, þegar kveikt veröur i bál- kestinum á Fjósakletti af Sig- urði Reimarssyni brennukóngi. A laugardeginum hefst hefð- bundin dagskrá kl. 2 með leik lúðrarsveitarinnar, þá verður Höfðahlaup úr Stórhöfða, reyk- vískir og vestfirskir svifdreka- menn sýna drekaflug af Molda, Sigfús Halldórsson og Guð- mundur Guðjónsson skemmta um miðjan daginn, fimleikasýn- ing verður, visna- og þjóðlaga- söngur, lyftingamót, handbolta- keppni og barnaball með skemmtiatriöum kl. 5, en þar koma m.a.fram Baldur og Konni. Enginn fsbiðrn á Vestfjörðum? ■ „Hðtum engar fréttir! fengið af birninum”! segir Jón Gunnarsson forstððumaður Sædýrasainsins Þessi uppstoppaöi Isbjörn stendur I Storgata I Tromsö og dregur mjög feröamenn til bæjarins. Ekkert hefur spurst tii ísbjarnarins, sem sumir telja aðgengið hafi á land við Hornstrandir í vor. Bæði Ferðafélagið og útivist hafa verið með ferðir á Hornstrandir undanfarið, en enginn af þeim ferðamönnum, sem þangað hafa ferðast á vegum þessara félaga, hefur enn komið auga á björninn. „Ég veit ekki um framhald- ið,” sagði Jón Kr. Gunnarsson forstöðumaður Sædýrasafnsins, i samtali við Visi, en hann ætlaði sér að fanga björninn lifandi og koma honum i Sædýrasafnið. „Við höfum leyfi til þess að veiöa hann og eins öll tæki til að svæfa hann og flytja til Hafnar- fjaröar. Það er að sjálfsögðu miklu betra að ná honum lifandi heldur en að skjóta hann. Hins vegar höfum við engar fréttir fengið af birninum. Þessi spor, sem fundust, gætu alveg eins hafa verið af manni en sólin siö- an brætt þau svo aö þau urðu ó- þekkjanleg,” sagði Jón. ísbirnir hafa nú verið friðaðir i Noregi I um 10 ár. Siðan þá hefur eftirspurn eftir isbjarnar- skinnum aukist mjög og verðið rokið upp úr öllu valdi. Nýlega tókstskinnaverslun Paul Figenschaus I Tromsö að komast yfir tvö isbjarnarskinn. Þau voru höfö i útstillingar- glugga verslunarinnar. Fyrir skömmu braut þjófur gluggann og haföi á brott með sér bæði skinnin og eru þau metin á 7 millj. kr. Lögreglan i Tromsö situr nú uppi með marga svipaða óupp- lýsta þjófnaði á isbjarnarskinn- um, en svartamarkaðsbrask með þessi skinn hefur mjög aukist vegna aukinnar eftir- spurnar og hækkaðs verðs. FI • Stórkpstlegur útsöIumark^^ja Iðnaðarhúsjinu er ha f :• Á boðstöfúm er geysiiegt'úrvaí at ;§ nýlegum^g ::ef4ri.vj^mi^e|'ðlist-; ;:;:• Nú geta a jiij- gert reyfal^p^AHt sérstakléga ódýrt. | & • Markaðuririn er i IðnaðáíSósirP-ýið :• Hallveigarstíg. s 'Æ Flest á ;ha$virði og ódýra^l&ÍBPl •Kápur^* Kj •Jakkar; •$! • Mussur • B • Pils •^Barst o.m.ffl. ía ifiur pj lur atifaður

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.