Vísir - 25.07.1979, Qupperneq 8
VtSIR
Miðvikudagur 25. júli 1979.
útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Hörftur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guómundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kalrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
'Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R, Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Síftumúla B. Simar 86411 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Siftumúla 14 sfmi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 3J00á mánufti,
innanlands. VerftT
lausasölu kr. 180 eintakið.
.Prenlun Blaðaprent h/f
Breytum vatnsorkunni í bensín
Ljóst er nú orftift, aft orku fossanna er hægt að brevta I bensin efta annaft fljótandi elds-
neyti meö nútima tækni.'
Framleiðsla íslensks eldsneyt-
is, sem komi í stað olíu og
bensíns frá útlöndum, virðist
hafa fengið talsverðan hljóm-
grunn hjá þeim aðilum, sem ráða
ferðinni varðandi orkubúskap
(slendinga. Stöðugt hækkandi
verð innflutts eldsneytis hefur
átt sinn þátt í því.
Meginvakninguna má þó
rekja til skýrslu, sem dr. Bragi
Árnason prófessor tók saman og
sendi ráðamönnum orku- og
f jármála í fyrrahaust.
Dr. Bragi benti á, að í nánustu
f ramtíð ættu íslendingar að geta
framleitt mestallt sitt eldsneyti
sjálfir og jafnvel flutt út elds-
neyti ef rétt væri á málunum
haldið. Hvort sem eldsneytið yrði
vetni, metanol eða bensín yrði
hægt að framleiða það hér á
landi með rafgreiningu á lægra
verði en víðast annars staðar í
heiminum.
Vísir fagnaði mjög skýrslu dr.
Braga og sagði í forystugrein 1.
desember 1978 að það væri
ánægjuefni, þegar íslenskir vís-
indamenn tækju saman að eigin
frumkvæði viðamiklar greinar-
gerðir, sem fjölluðu um slíkar
framtíðarlausnir þýðingarmik-
illa mála. Vonaðist blaðið til
þess, að skýrslan yrði til að opna
augu ráðamanna fyrir því, að
þegar yrði að hefjast handa í
bessum efnum.
Frá því að þetta var ritað er nú
liðið rúmlega hálft ár, en ekki
verður annað sagt en frum-
kvæði Braga hafi ýtt við ráða-
mönnum orkumála. Hópur sér-
fræðinga hefur undanfarið
kynnt sér þessi mál og af lað upp-
lýsinga meðal annars með ferð
til Bandaríkjanna, þarsem kapp
er lagt á rannsóknir og tilraunir
varðandi nýtingu nýrra orku-
gjafa og framleiðslu eldsneytis.
Miðað við þær upplýsingar,
sem nú liggja fyrir, telja Bragi
og samstarfsmenn hans að inn-
lent bensín, sem framleitt yrði
með rafgreiningu vatns og notk-
un kola, yrði í dag aðeins
15—20% dýrara en það bensín,
sem við flytjum til landsins frá
olíuframleiðslulöndum.
Ef kolefnið til framleiðslunn-
ar yrði unnið úr íslenskum mó í
stað innfluttra kola er útlit fyrir
að framleiðslan gæti orðið enn
hagkvæmari.
En það er sem sagt ekkert
vafamál, að við gætum breytt
orku fossanna okkar í bensín
eða annað fljótandi eldsneyti
með vísindum og tækni.
Viðfangsefni sem þetta hlýtur
að vera freistandi fyrir fá-
menna þjóð, sem orðið hef ur fyr-
ir 44.000 milljóna króna viðbótar-
útgjöldum á einu ári vegna elds-
neytishækkana erlendis. Það má
ekkert til spara varðandi undir-
búning þessa þjóðþrifamáls.
Eins fljótt og auðið er þarf að
reisa hér tilraunaverksmiðju til
bensínf ramleiðslu og vinna
markvisst að því að draumurinn
um íslenskt eldsneyti fyrir bíla,
skip og flugvélar verði að veru-
leika.
Skattskráln á Suðurlandl:
Hæslu skaltar
elnstakllngs
um 17 mllljðnir
Hæstaálagtgjaldeinstaklinga i
Suöurlandsumdæmi greiöir
Kristján Jónsson, trésmiöa-
meistari á Selfossi, 17.1 milljón,
þar af 11.2 milljónir i tekjuskatt.
Af félögum er Kaupfélag
Arnesinga á Selfossi hæsti
greiöandi opinberra gjalda,
greiöir 79,5milljónir, en Mjólkur-
bú Flóamanna hæsti tekjuskatts-
greiöandi, meö 47,5 milljónir.
Skattskrá Suöurlands var lögö
fram I gær. Alögö gjöld á 7.248
einstaklinga nema 4.692 milljón-
um, en voru 2.654 milljónir króna
á 7.125 einstaklinga áriö áöur.
Hækkunin milli ára er þvl 76,8%.
Gjöld á 491 félag á Suöurlandi
nema 1.005 milljónum króna 1 ár.
í fyrra greiddu 466 félög 437
milljónir, ognemur hækkunin í ár
129.9%. Heildarálagningin i um-
dæminu er samtals 5.697 milljónir
króna.
Tekjuskattur á einstaklinga er
2.119 milljónir króna, og á félög
257 milljónir. í fyrra greiddu ein-
staklingar 1063 milljónir króna i
tekjuskatt, og félög 111 milljónir.
Hækkun á tekjuskatti ein-
staklinga millrára er þvi 99.3% og
félaga 221.8%. -AHO
Nýskipaftur sendiherra Sviss, hr. Pierre Nussbaumer, afhenti for-
seta tslands, Kristjáni Eldjárn, trúnaftarbréf sitt. Nussbaumer mun
hafa aftsetur i Osló. Kjartan Jóhannsson, sem gegnir störfum utan-
rikisráöherra i fjarveru Benedikts Gröndal, var viöstaddur afhend-
inguna.
DC-9 Super 80,keppinautur Boeing 737-200
Athuaa lenginou á dc 10 boiunum:
Douglas-verksmiðlurnar
undirbúa smíði botu
sem tekur 500 farbega
Hin nýja DC-9 Super 80 mun
veröa einhver hljóölátasta og
sparneytnasta þota í heimi er
hún kemur á markaðinn. Flug-
vélin er hönnuö til þess aö bera
139 farþega og mun veröa mót-
leikur McDonnel-Douglas-verk-
smiöjanna viö Boeing 737-200.
Lengri geröin meö el.dsneytis-
geymana milli vængjanna,
mun hafa allt að 3200 km flug-
þol.
Douglas verksmiöjurnar eru
nú aö hefja viðræður við stóru
flugfélögin um smiöi á lengri
gerð af DC-10 breiöþotu sem
gæti flutt allt aö 450-500 farþega.
ÞrdTt fyrir slysiö á O’Hare
flugvellinum 1 Chicago eru
DC-10 vélarnar mjög vinsælar
og þrátt fyrir aukna framleiöslu
eru vélarnar uppseldar til árs-
loka 1981.
Douglas hefur i millitiöinni
lagt til hliöar gamlar áætlanir
og byrjað að hanna nýja hljóö-
fráa þotu. Slik þota á aö vera 1
smiöum á nlunda áratugnum.
Mun hún úá 9% meiri hraða en
Concord eöa um 2,2 földum
hljóöhraöa og hafa 6200 km
flugþol. Það er hald manna
bæöi hjá Douglas og Boeing að
hljóðfráar þotur muni i framtiö-
inni smám saman koma inn úr
kuldanum. F.t.
Hin hljóöfráa þota Douglas verksmiöjanna mun geta flutt 250 farþega