Vísir - 30.07.1979, Blaðsíða 6
6
VISIR Mánudagur 30. júli 1979.
m
AFMÆLISGJAFIR
OG ADRAR
tækifærisgjafir
w
I
•r-fjf
mikið og follegt
úfvol
IÉKK-
isrvij
Laugavegi 15 sími 14320
-./ V, .
*»'(f
Fasteignakaup
Fasteignasala
Fasteignaskipti
Fasteignamiðlunin
Selid
Ármúla 1 - 105 Reykjavík
Símar 31710-31711
OPID
KL. 9-9
GJAFAVÖRUR — BLÓM —
BLÓMASKREYTINGAR.
Ncsg bllattaaSi a.m.k. ó kvöldln
BIOMt \\I\HH
II \FNARSTR l l l Simi 12717
Nýjar bœkur um stjórnmál
Safn 10 greina
um stefnu Sjálf-
stæöisf lokksins
HÖFUNDAR:
Jón Þorláksson
Jóhann Hafstein
Bjarni Benediktsson
Gunnar Gunnarsson
Birgir Kjaran
óiafur Björnsson
Benjamin Eiriksson
Geir Hallgrimsson
Jónas II. llaralz
Gunnar Thoroddsen
f Dreifingaraöilar:
S. 82900 og
V 23738____________
Safn 15 nýrra
greina um frjáls-
hyggjuna
HÖFUNDAR:
Hannes Gissurarson
Jón St. Gunnlaugsson
Pétur J. Eiriksson
Geir H. Haarde
Jón Asbergsson
Þráinn Eggertsson
Baldur Guólaugsson
Halldór Blöndal
Bessi Jóhannsdóttir
Erna Ragnarsdóttir
Þór Whitehead
Daviö Oddsson
Friðrik Sophusson
Þorsteinn Pálsson
Bœkurnar fást í helstu bókaverslunum
og kosta kr. 4.000 og 3.500
Franz Josef Strauss (t.h.) bar sigurorð af Helmut Kohl (t.v.) og
Ernst Albrecht og var útnefndur kanslaraframbjóðandi kristilegra.
Hægri menn búa
slg unflír kosn-
ingaslaglnn
l v-Þýskaiandi
j Flest bendir til þess, að einvigi
þeirra Helmuts Schmidts kansl-
ara og Franz Josef Strauss veröi
einhver fjörugasti kosningaslag-
ur, sem verið hefur i V-Evrópu i
mörg ár.
Ekki svo mjög vegna þess, hve
tvisýnt þyki um Urslitin I þing-
kosningunúm 1980. Schmidt er
feikivinsæll kanslari, og það þarf
eitthvað mikið aö ganga á, ef
velta á honum úr sesi.
„Ekkert nema meiriháttar
efnahagskreppa getur komið
Þjóðverjum til þess að taka
Strauss, hinn sterka mann frá
Bæjaralandi, fram yfir Schmidt,”
sagði Rudolf Augstein, útgefandi
Der Spiegel, nýlega i viðræðu-
þætti i sjónvarpi, og flýtti sér aö
bæta við: „Vandinn er bara sá
fýrir Strauss, að Schmidt þykir
jafnvel enn betri kanslari á
krepputimum.”
Nú er Augstein að visu ekki
alveg hlutlaust vitni, þvi að þaö
hefur lengi logað eldurinn milli
hins útbreidda Hamborgartima-
rits og leiðtoga kristilegra,
Strauss, og hnúturnar, sem þar
hafa gengið á milli, sett sinn svip
á stjórnmálaumræðuna i
Vestur-Þýskalandi siðustu tvo
áratugina. — Engu að siður er
mikil skynsemi i þvi, sem Aug-
stein sagði.
Eins og stendur er Strauss þó
minna að hugsa um að gagnrýna
stjórnarflokkana eða timaritið
Der Spiegel og Augstein. Hann er
meira bundinn við aö reyna áð fá
stjórnarandstöðuflokkana tvo,
CDU og CSU, til þess að ganga i
takt til þingkosninganna. Eru
ekki allir jafnfúsir til þess.
Það hefurávallt gætt töluverðr-
ar landshlutaskiptingar i
vestur-þýskum stjórnmálum, og
hefur jafnvel borið æ meir á þeim
meö árunum. I stórum dráttum
markaðmá skipta þvi i norður-og
suðurfylkin. Norðurfylkin eru
umbótasinnaðri og þar eiga só-
sialdemókratar sitt öflugasta
fylgi.meðanCDU ogCSU eigasin
hófuðvigi meðal kaþólskra i
suðurfylkjunum.
Þessa sama munar gætir raun-
ar einnig innan stjórnarandstöð-
unnar. Eftir ósigurinn 1969 voru
kristilegir demókratar á þvi
helst, að hin glötuðu atkvæði yrðu
bvi aðeins endurheimt, að flokk-
urinn sveigði nær miðju utan af
hægri kanti. Sérstakíega þótti
þetta eiga við fyrir sósialdemó-
krata i Schlesvik og Holstein og i
Neðra-Saxlandi. Það var einungis
i Bæjaralandi sem righaldið var I
gömlu stefnuna. Hún hafði leitt til
þess, að fylgið jókst ár frá ári.
Þaðhvarflarekki að neinum að
ætla, að Strauss geri sér ekki fulla
grein fyrir, hverniglandið liggur i
stjórnmálum sambandslýðveld-
isins. Eftir að hann bar ofurliði þá
Helmut Kohl og Ernst Albrecht i
kapphlaupinu um útnefninguna
til kanslaraframboðsins, veit
hannofboðvel, að þvi aðeins getur
hanneygt sigur, að CDU og CSU
haldi öllu sinu fyrra fylgi og bæti
við sig að auki. Ef útnefning
Strauss leiöir til þess aö margir
kjósendur CDU greiði Schmidt
atkvæði sitt — eða halla sér að
frjálslyndum — þá er taflið tapað
fyrir hinn 65 ára gamla Strauss.
í þvi tilliti heföi þaö komiö
Strauss vel, að fá Ernst Albrecht,
forsætisráðherra úr Neðra-Sax-
landi, með i skuggaráðuneyti sitt,
helst sem varakanslaraefni.
Albrecht er nánast imynd um-
bótasinnaðs CDU-kjósanda úr
Norður-Þýskalandi.
Gallinn var sá, að Albrecht
vildi ekki makka með. Opinber-
lega gaf hann þá skýringu, að
meirihluti CDU i Neðra-Saxlandi
væri svo naumur, að Albrecht
mætti ekki hverfa frá. (Þaö eru
kosningar til rikisþingsins i
Neðra-Saxlandi næsta vor). Menn
ætla þó að skýringin geti fullt eins
verið sú, að Albrecht telji, að
stjórnarandstaðan muni tapa i
kosningunum til sambandsþings-
ins 1980, og þá sé eins gott fyrir
hannað veraekkiof mikið orðað-
ur við Strauss.
Strauss eygir þó annan mögu-
leika til þess að laða að sér
Norður-Þjóðverja og kristilega
demókrata. Það eru taldar nokk-
uðgóðar horfur á þvi að Gerhard
Stoltenberg forsætisráðherra i
Schlesvik-Holstein, muni slást i
för með leiötoganum frá Bæjara-
landi.
Það sem þótti einkum standa i
vegi þvi, að Strauss þætti boð-
legur kanslaraframbjóðandi fyrir
kristilega demókrata, var skap-
lyndi Reiner Geissler, fram-
kvæmdastjóra CDU. 1 siðustu
viku fór það fjöllum hærra, að
hann hygðist segja af sér, fremur
en þurfa að vinna að þvi
að Strauss næði kosningu.
Þessar sögusagnir hafa siðan
verið bornar til baka. Það er sagt,
að Geissler hafi mislikað, að
hann, framkvæmdastjóri stærsta
stjórnarandstöðuflokksins og sem
slikur ábyrgur fyrir kosningabar-
áttu flokksins, þyrfti að beygja
sig fyrir fyrirmælum frá Munch-
en.
í ræðum sinum á opinberum
vettvangi að undanförnu hefur
mátt heyra, að Strauss gerir sér
grein fyrir þvi, hver spennan er
undir niðri og hefur hann verið
sáttfýsin uppmáluð og talsmaður
málamiðlunar. A siðasta blaða-
mannafundi gat hann þó ekki á
sérsetiðog skautfram littdulbú-
inni viðvörun til samherja sinna,
kristilegra demókrata: „Það eru
margir innan CDU, sem þurfa
ýmislegt að læra, áður en við get-
um unnið þennan slag,” sagði
hann.
at___i.
LrOllifl
der bessereWíanii
KaiiilerWeÍblj
Helmut Schmidt.
Strauss á við ramman reip aö draga, þar sem er Schmidt en hann er afar vinsæll kanslari.