Vísir - 30.07.1979, Blaðsíða 12
12
VÍSIR
Mánudagur 30. júli 1979.•
EFTIR HVERJU FER ANÆ
Nú er f ramundan mesta ferðahelgi ársins og ferða-
lög innanlands standa sem hæst. Nokkuð er um það, að
menn kaupi sér bíla til ferðalaga, jafnvel bara yfir
verslunarmannahelgina, en hvað um það, eins og Her-
mann Gunnarsson segir, það er ekki úr vegi að f jalla
lítillega um það, hvað gerir bfl að ánægjulegum veru-
stað á ferðalagi.
Fjögur atriöi, sem llklega
ráða mestu um velliðan farþega
i löngu bilferðalagi eru gerð og
lögun sæta# rými, fjöörun og
hávaði. Þessi atriði eru tengd á
ýmsa vegu. Sætin, fjöðrunin og
hjólbaröarnir sjá sameiginlega
um að milda áhrif óslétts vegar
Anægja á löngum ferðalögum
i bil er undir ýmsum atriöum
komin, og hafa mörg þeirra ver-
ið nefnd i bilaþáttum Visis á
undanförnum árum, svo sem
mikilvægi þess að bægja ryki
frá, val á hjólbörðum, lögun
sæta og fleira.
Nú er hægt að fá grindur framan á flesta bila til að forðast grjótkast
en besta vörnin er að hægja á bilnum þegar öðrum er mætt á malar-
vegi
á farþegann, sætin, gerð þeirra
og lögun og rými ráða þvi, hvort
farþeginn þreytist fyrr en æski-
legt er, og til lltils eru þægileg
sæti og fjöörun, ef hávaðinn i
bilnum er svo mikill, að farþeg-
inn þreytist hans vegna. Litum
á þessi atriði hvert fyrir sig.
Sætin, snertiflötur bíls
og manns
Margir munu undrast, hvers
vegna sætin eru sett hér efst á
blað. En það er alveg sama, hve
góður og dýr billinn er: ef sætin
eru léleg, er allt unnið fyrir gýg.
Hvað er ömurlegra en að sjá
fólk stiga út úr glæsivagni á án-
ingarstað á sig komið eins og
gigtveikisjúklingar, vegna þess,
að sætunum var ábótavant?
Tvö mikilvægustu atriði I gerð
sæta er, að þau styðji við mjó-
hrygg neðanveröan og lærin.
Sé ekki sveigja á sætisbakinu
sem fellur að mjöömunum ofan-
verðum, og mjóhryggnum, fá
menn bakverk á löngum ferð-
um.
Nái lærin ekki að nema viö
eða hvila á setunni, verða menn
fljótt ákaflega þreyttir i sitjand-
anum.
Sé sætisbak of flatt en þó
mjúkt, má draga úr þessum
ágalla með þvi að þrýsta sitj-
andanum og bakinu eins fast að
sætisbakinu og unnt er, þannig
að það skapi nauðsynlegan
stuöning við alltbak farþegans.
A sama hátt má draga úr
óþægindum vegna þess, að sæt-
issetan styður ekki við lærin,
með þvi að glenna fæturna i
sundur, þannig að lærin ná að
hvilast á setunni.
Oft getur framsætisfarþegi
hjálpað aftursætisfarþega i
þröngum bil með þvi að hafa
framsætið eins framarlega og
unnt er, án þess að þröngt verði
frammi i.
Lögun framsæta hefur tekið
miklum framförum siðustu 15
ár, en enn er algengasti galli við
aftursæti, að þau eru svo lág, að
menn sitja i þeim á rasstortunni
einni. Er þessi galli ekkert ein-
skorðaður við litla bila, heldur
er þetta ágalli margra stórra
glæsidreka.
Mýkt sæta skiptir minna máli
en lögunin. Of mjúkt sæti getur
veriö óþægilegt, ekki hvað sist,
.ef menn siga niður úr öllu valdi I
þeim.
Mörg bestu sætin i nútimabil-
um eru stinn, t.d. I ýmsum vest-
ur-þýskum bilum, Benz, BMW,
Opel og Volkswagen. Aðalatrið-
iö er, að lögunin sé rétt.
A notuðum bilum vilja sætin
oft linast með timanum, einkum
þó aftursæti, og þá borgar sig
oft að láta stoppa þau upp og
laga. Hvers vegna að horfa
fram hjá lélegum sætum?
Það er alveg sama, hve góður og dýr bfllinn er,ef sætin eru léleg þá
er allt unnið fyrir gýg.
Til að koma I veg fyrir að ryk komist inn i bilinn er gott að loka ölium gluggum og kveikja á miðstöðinni.