Vísir - 30.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 30.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 30. júli 1979. utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DaviA Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson. Illugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3JOOá mánuði innanlands. Verð T lausasölu kr. 180 eintakið. „Prentun Blaðaprent h/f Skattagleðl og kratasorg Málgögn stjórnarf lokkanna keppast nú við að vekja athygli á því, hve ánægðir menn séu al- mennt með skattana sína, og er ekki hægtað segja annað en þetta efni sé skemmtileg lesning. Fimm dálka fyrirsögn Þjóð- viljans um skattamálin hljóðar: „Allir ánægðir með skattana sina" og undir henni segir blaða- maður, að ekki hafi einn einasti viðmælandi hans haft neitt út á skattana að setja, nema þá helst að þeir væru ekki eins miklir og menn hefðu átt von á, eða þá að þeir væru bara allt of litlir! Þegar betur er að gáð kemur í Ijós, að þessi niðurstaða byggist á spjalli við sex vegfarendur, þar á meðal unga stúlku sem er i námi, og konu setri lá í beinbroti nokkra mánuði á síðasta skattári. Þriðji viðmælandinn segist vera mjög ánægður, þó svoað skattarnir séu auðvitað allt of háir. Tíminn, blað fjármálaráð- herra, hefur svo mikið við að leggja alla baksíðuna undir viðtöl við vegfarendur. Þar birtast f imm manns með bros á vör, sem segja skattana sanngjarna og skattskrána bráðskemmtilega lesningu. Einn segir að sér líði Ijómandi vel þegar hann fái skattseðilinn sinn, það geri sam- ábyrgðin og mannlegur skilning- ur almennt. Tveir viðmælenda Tíma- manna reynast því miður vera ó- ánægðir með skattana sína. Við- tölin við þá eru f alin inni í blaðinu í stað þess að fá sess á baksíðunni með hinum ánægðu. Ekki er við því að búast, að götuspjall við 13 af 46000 gjald- endum í Reykjavík gefi rétta mynd af því hvernig skattgreið- endum í höf uðborginni er innan- brjósts þessa dagana. Tölurnar tala skýrustu máli í þessu sam- bandi, en samkvæmt skatt- skránni greiða einstaklingar í Reykjavík nú rúmlega 60% meira í opinber gjöld en í fyrra. Fer því ekki milli mála, að skatt- byrðin er meiri en á síðasta ári, þegar á heildina er litið. En það sorglegasta við út- komu skattskrárinnar 1979 er sennilega hlutskipti Alþýðu- flokksins, sem barðist fyrir gjör- breyttri efnahagsstefnu, einkum að þvf er varðaði skattlagningu landsmanna. Eitt helsta kjörorð kratafram- bjóðenda og þingmanna var sem kunnugt er: „Tekjuskattur af al- mennum launatekjum verði lagður niður". En hver er niður- staðan? Tekjuskattur á einstakl- inga í Reykjavik hefur hækkað um hvorki meira né minna en 76% síðan í fyrra. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á skattalögunum í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukið verulega þann hlut af launatekjum einstaklinga, sem ríkið og sveitarfélögin taka til sín. A þessu sviði hafa Alþýðu- bandalagiðog Framsóknarf lokk- urinn náð markmiðum sínum. En litlu hafa kratar fengið áorkað varðandi skattastefnu sína, enda samstarfsf lokkarnir engin lömb að leika sér við. uppretsn » Uppreisn frjálshyggjunnar Greinasafn fimmtán frjáls- liyggjumanna. Ctgefandi Kjartan Gunnarsson Reykjavik 1979. Bækur og timaritsgreinar um frjálshyggju eöa sjálfstæöis- stefnu eru ekki fyrirferöamiklar i bókasöfnum hér á landi. Sjálf- stæöisflokkurinn sem einn islenskra stjórnmálaflokka kennir sig viö frjálshyggju hefur lengst af átt aöild aö ríkis- stjórn. Foringjar hans hafa þvi haft ágætt tækifæri til þess aö breyta hugsjónum sinum i veru- leika. Þeir hafa hins vegar haft minni tima og aöstööu tii þess aö festa grundvallarhugsjónir frjálshyggjunnar niöur á blaö. Bæöi vegna þess og eins af þvi aö ýmsum þykir Sjálfstæöis- flokkurinn hafa villst nokkuö af leiö, hafa ungir menn i flokknum tekiö sig til og efnt I myndarlegt rit, sem þeir nefna Uppreisn frjálshyggjunnar. I formála bókarinnar segir útgefandi Kjartan Gunnarsson aö þessi uppreisn sé ekki einasta sjálfsögö heldur „grundvöllur” gróandi þjóölifs og framfara i andlegum og veraldlegum efnum”. Þaö er ljóst af þessari bók aö hinir ungu sjálfstæöismenn setja sér markiö hátt. Aö vera í uppreisn er ekki litiö. Þaö þýöir aö menn vilja hverfa frá hinu gamla, henda þvi burt og skapa eitthvaö nýtt. En hvaö býr aö baki? Hvers vegna eru ungir menn, sem af pólitiskum and- stæöingum eru titt kenndir viö iheldni.I uppreisnarhug. Gliman við draug Marx Vinstri mennska og sósialismi ýmiss konar hafa nú um ára- tugaskeiö veriö býsna fyrir- feröamikil i menningar- og menntalifi Vesturlanda. Þessa hefur ekki sist gætt I skrifum um pólitiska hugmyndafræöi. Sagt hefur veriö aö seinni tima skrif um pólitiska heimspeki og bókmermtir Einar K. Guöfinnsson skrifar hagfræöi sé litiö annaö en glima viö draug Karl Marx. Þaö er mikill sannleikur i þeirri staö- hæfingu. Asiöustu árum hefur mátt sjá þess merki aö þetta hafi veriö að breytast. Hannes H. Gissurarson nefnir mörg dæmi þessa i grein sinni i Uppreisn frjálshyggjunnar. Óþarfi er aö tíunda nöfn hér i þessu sam- bandi, en einungis má geta þess að bæöi I Vestur-Evrópu og i Bandarikjunum hafa áhrif frjálshy ggjumanna fariö vaxandi i hugmyndaheiminum. Sporin hræða Rikisafskiptastefna i Vestur- Evrópu mælist nú æ verr fyrir. Hinn keynesiski draumur hefur leyst upp I martröð veröbólgu og atvinnuleysis. Þess vegna leita stjórnmálamenn og al- mennir borgarar nýrra val- kosta. Marxismi hefur ekki sama aðdráttarafl og áöur. Sú hryllilega reynsla sem fengist hefur I Sovétrikjunum, Kina, Kúbu, og Vietnam er mönnum til viðvörunar. Sporin hræöa. Það er þvi ekki aö furöa þó frjálshyggjan sé i sókn. Þessi sókn hefur lika borið árangur. Fyrir nokkrum árum snerist mest öll hugmyndafræöileg barátta um kenningar vinstri manna. Kenningar Karl Marx voru texti dagsins sem predik- arar lögðu út af. Margt viröist benda til þess, að þetta sé aö breytast. „Þetta er bylting Ef við litum aöeins til baka nokkur ár hér á Islandi sér þessa til dæmis glögglega merki. Það er til aö mynda ósennilegt aö fyrir svo sem fimm árum hefðu margir getað sagt hver Friedrich A.Hayek væri. Núna er annaö uppi á teningnum. Kenningar þessa frjálslynda hugsuöar hafa veriö tilefni mikilla og fjörlegra blaöaskrifa hér á landi undan- farin misseri. Menn rffast ekki lengur um firringar og aröráns- kenningar úr Marxi. Frelsishugmyndir Mills, kenningar Hayreks um alræðiö og uppreisn „nýju heimspeking- anna” eru miklu umræddari núna. Það er þvi ekki út i loftið að segja frjálshyggjuna i uppreisn. Mér finnst raunar ástæða til aö taka sterkar til orös. Það má taka undir meö franska hirö- manninum sem sagöi viö Loövik 16. frakkakeisara viö upphaf byltingarinnar 1789: „Þetta er ekki uppreisn herra — þetta er bylting” Djarflegt ávarp Það er ekki ætlunin aö fara oröum um einstakar ritgerðir i safni þvi sem gefiö hefur veriö út undir heitinu „Uppreisn frjálshyggjuunnar” Hver grein gæti gefið tilefni til itarlegrar umfjöllunar og engin ástæöa er til þess að teygja lopann hér. Almennt tel ég aö vel hafi til tekist. Þær kenningar sem fram eru settar eru vissulega um- deildar. Og hæpið er aö frjáls- hyggjumenn gætu samþykkkt hvern stafkrók sem settur hefur verið á blað i þessu riti enda trauðla ætlast til þess af nein- um. Uppreisn frjálshyggjunnar er hins vegar djarflegt ðvarp ungs fólks sem allt starfar innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. Bókin er engan veginn tæmandi úttekt, heldur prýðileg viöbót við verk Ólafs Björnssonar prófessors, Frjálshyggju og Alræðishyggju. Sátt frjálslyndis og ihaldssemi Ég hef hér i þessu spjalli vikiö aö þeirri uppreisn sem frjáls- hyggjan virðist nú i jafnt i heimi hugmyndanna, sem á vettvangi almennrar stjórnmálabaráttu. Af bókinni Uppreisn frjáls- hyggjunnar má glögglega ráöa aö ungt frjálshyggjufólk á Islandi reynir að færa sér i nyt margt nýtilegt úr ritum þeirra manna sem hæst risa i gagn- sókn frjálshyggjunnar utan lands. En sem betur fer detta höf- undarnir ekki á bólakaf oni hin útlendu fræði. Þeim er enn tamt að lita stjórnmálabaráttuna I gegn um sjóngler islensks þjóö- ernis, án leiðinlegrar rembu eöa þröngsýni. Frjálshyggja ungu sjálfstæðismannanna eru sú „sátt frjálslyndis og ihalds- semi”, sem Hannes Gissurar- son nefnir svo i eftirmála bókar- innar Sjálfstæöisstefnunnar og út var gefin fyrr á þessu sumri. Hugmy ndafræði — ekki trú Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið kredduflokkur. Hugmyndafræöi hefur aldrei verið trúarbrögö fyrir sjálf- stæöismönnum. Þetta skýrir aö nokkru þær vinsældir sem flokkurinn hefur notiö. Ymsir hafa sagt að hina nýja frjáls- hyggjuvakning bendi til þess að flokksmenn ætli aö vikja frá hinni mörkuðu braut,aö þeir hyggisttaka trú og falla fram á bæn fyrir postulum og goðum frjálshyggjuhugmynda. Þaö markaöi vissulega timamót ef svo væri. Af lestri bókarinnar Uppreisn og frjálshyggju er ómögulegt aö draga slika ályktun. Þess vegna er ekki einungis hægt aö segja að bókarhöfundar vilji hrinda af stað uppreisn eöa byltingu. Þeir ætla að halda i hið gamla, sem vel hefur reynst — feta stigu pólitísks raunsæis. Þaö sæmir Ihaldinu ágætlega! — EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.