Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„Þetta er sjálfsævisöguleg mynd og fjallar um æsku mína. Ég hef kynnst því mjög vel hvaða áhrif alkóhól hefur á fjölskyldur og skilur þær eftir sundurtættar og í
sárum. Ég mála þann heim sem ég þekki á raunsæjan og táknrænan hátt. Sviðið er stofan á æskuheimili mínu. Ég stend á miðju gólfinu með sjálfan mig sem lítinn
dreng á herðunum og við reynum í sameiningu að halda loftinu uppi, svo það falli ekki á börnin mín, sem eru með lokuð augun í forgrunninum.“
Sigurður Örlygsson
Fjórum íslenskum lista-mönnum hefur verið boðiðað sýna verk á sýningusem haldin verður í Kaup-mannahöfn í byrjun næsta
árs. Yfirskrift hennar er: „Hin
mörgu andlit Alkóhóls konungs
(Kong Alkohols ansigter). Sýningin
verður haldin í Sívalaturninum sem
er í elsta hluta Kaupmannahafnar.
Fyrir rúmum tíu árum var innrétt-
aður þar stór sýningarsalur. Má
geta þess líka að í þessum turni
voru handritin okkar varðveitt eftir
brunann mikla í Kaupmannahöfn
árið 1728.
65 norrænir listamenn
taka þátt í sýningunni
Danska listfyrirtækið IN-ART
stendur fyrir sýningunni í Sívala-
turninum. Að sögn stofnanda þess
og aðalhvatamanns, Aage Büchert,
hafa sextíu og fimm listamenn,
flestir frá Danmörku en einnig frá
Noregi, Svíþjóð og Íslandi staðfest
þátttöku sína í sýningunni. Þar á
meðal nokkrir þekktustu listamenn
viðkomandi landa. Íslensku mynd-
listarmennirnir sem sýna verk á
sýningunni eru Eyjólfur Einarsson,
Gunnar Örn Gunnarsson, Magnús
Kjartansson og Sigurður Örlygs-
son.
Að sögn Buchert er IN-ART ekki
rekið með gróðasjónarmið í huga
heldur til að vekja skilning á ýms-
um mannúðarmálum.
„Hin mörgu andlit Alkóhóls kon-
ungs er fyrsta þemað sem fyrirtæk-
ið fer af stað með í þessum anda,“
segir hann. „Yfirskrift sýningarinn-
ar á rætur að rekja til skrifa Jack
Londons sem leitaðist við að sigrast
á ofdrykkju sinni með því að fjalla
opinskátt um reynslu sína í bók
sem hann nefndi King Alcohol. Til-
raun Londons misheppnaðist því
miður. Hann féll fyrir eigin hendi
árið 1916 þegar hann tók of stóran
skammt af morfíni,“ útskýrir Büc-
hert.
Vilja stuðla að hreinskilinni
umræðu um áfengi
Hver er tilgangur sýningar með
þessari yfirskrift?
„Hugmyndin á bak við hana er sú
staðreynd að mynd getur oft sagt
meira en þúsund orð. Heilbrigðisyf-
irvöld nota mikla fjármuni, að
minnsta kosti í Danmörku, til að
fræða fólk um áfengisvandann.
Slíkar upplýsingar fara oft fyrir of-
an garð og neðan hjá því fólki sem
á við áfengisvanda að stríða. Við
sem stöndum að sýningunni teljum
að hún geti stuðlað að hreinskilnari
umræðu á þessu sviði, því ennþá
einkennist hún töluvert af hræsni
og því að menn vilja ekki tala op-
inskátt um vandann, þannig er það
að minnsta kosti í Danmörku. Til að
breyta þessu er nauðsynlegt að
ræða ofneysluna á breiðum grund-
velli.
Áfengi hefur haft mikil áhrif ef
litið er til evrópskrar menningar-
sögu. Sýningunni er meðal annars
ætlað að varpa ljósi á það og einnig
hve viðhorfin til áfengis geta verið
tvíbent. Menn hafa gjarnan lof-
sungið vínguðinn fyrir að hafa veitt
sér andagift en á hinn bóginn hefur
Bakkus reynst mörgum listamann-
inum afar illa.
Við sjáum líka að yfirvöld hafa
hræsnisfulla afstöðu til áfengis. Þau
fordæma neyslu þess og beita sér
fyrir alls kyns boðum og bönnum
gegn áfengi. Á hinn bóginn hagnast
ríkið á sölu áfengis. Þessi sannindi
eru ekki ný en eru enn í fullu gildi.“
Ekki skilyrði að hafa
ánetjast Bakkusi
Það kemur fram í máli Bücherts
að á sýningunni verða ekki aðeins
sýnd málverk heldur einnig högg-
myndir, ljósmyndir og myndbanda-
list. Þá er í bígerð að sýna brot úr
þekktum listrænum kvikmyndum
(film collage) sem fjalla um of-
drykkju. „Við vorum að hugsa um
að tvinna tónlist inn í myndlist-
arsýninguna því margir tónlistar-
menn hafa farið flatt á kunnnings-
skapnum við Bakkus en þá sagði
starfsfólk sýningarsalarins, sem er
með skrifstofu í turninum, að há-
vaðinn myndi æra þau, svo við
hættum við,“ segir Büchert og
hlær.
Er það skilyrði að þeir listamenn
Mynd segir oft meira en
mörg orð
Snemma á næsta ári
verður opnuð norræn
myndlistarsýning í
Kaupmannahöfn sem á
að veita innsýn inn í
huga þeirra sem hafa
kynnst dekkri hliðum
áfengisins. Hildur
Einarsdóttir ræddi við
Aage Büchert aðal-
hvatamann þessarar
óvenjulegu sýningar.
Morgunsár í Laugardal, 1998–2001
Kristján Pétur Guðnason. Myndin er í eigu Kjarvalsstaða.
„Ég varast að útskýra inntak mynda minna og vona að þær geti staðið óstuddar. Þessi mynd sýnir mann í einsemd og varpar það eflaust ljósi á hugarheim skap-
andans. Ef til vill er eitthvað í henni sem höfðar til annarra því hlýtur viðfangsefni hennar að snerta samkennd manna.
Magnús Kjartansson.
Mementó, 1993
180x240 cm, olía.
3.74x180 cm, olía.