Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 14

Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar VW Polo var frumsýndur í nýrri gerð. HÖRÐ samkeppni er milli bílaframleiðenda á smábíla- markaði í Evrópu. Framleiðsla hvers bíls skilar ekki miklum hagnaði en þarna er engu að síður eftir miklu að slægjast þar sem salan er mikil. Einnig sjá framleið- endur sér hag í því að framleiða smábíla í þeim tilgangi að draga úr meðaltalsmengun frá framleiðslubílum sín- um. Þrír framleiðendur kynntu nýja bíla í þessum flokki, þ.e. Ford með nýjan Fiesta, VW með Polo og Citroën með C3. Ford hefur ekki komið með nýja kynslóð af Fiesta síðastliðin 11 ár og er nýi bíllinn greinilega hluti af fjölskyldunni, þar sem fyrir eru Ka, Focus og Mondeo. Þótt lítill sé rúmar hann fimm manns og farangur þeirra einnig. Fiesta kemur á markað snemma á næsta ári. C3 leysir af hólmi Saxo og verður mun betur búinn og talsvert stærri en hann. Mesta athygli vekur að þak- ið er nánast allt úr gleri og Citroën segir að farang- ursrýmið verði það mesta í þessum flokk bíla. Polo er 154 mm lengri en fyrri gerð og verður fáanlegur bæði í þrennra og fimm dyra gerð. Þá sýndi Honda smábílinn Jazz í fyrsta sinn í Evrópu. Hann keppir í efsta verð- flokki í smábílaflokknum. Hann verður aðeins fáanlegur fimm dyra og er eins og lítill fjölnotabíll í laginu. Nissan sýndi hugmyndabílinn mm.e, sem gefur hug- mynd um hvernig ný Micra mun líta út. Hörð samkeppni á smábílamarkaði Citroën C3 er með glerþaki og rúmar fimm manns og farangur. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Ford Fiesta er stærri og rúmbetri en áður. mm.e sýnir í hvaða átt verður farið með nýjan Nissan Micra. Honda sýndi smábílinn Jazz. PEUGEOT 406 stallbakurinn kom á markað 1995, langbakurinn 1996 og kúpubakurinn 1997. Kúpubakurinn er því orðinn talsvert aldraður en hann ber aldurinn vel, enda glæsi- lega hannaður frá upphafi. Þar höfðu hönd í bagga Pininfarina á Ítalíu. Segja má að kúpubakurinn sé sjálf- stæður bíll því yfirbyggingin er ekki breytt mynd af yfirbyggingu stall- baksins heldur algerlega sjálfstæð hönnun. Hann er rennilegur og lang- ur og með sléttum og fallegum lín- um. Framendinn er sportlegur og þar eru halogenlugtir. Af ljónsmerk- inu þekkir maður tegundina en ekki þar fyrir; hann ber fjölskyldusvipinn þótt sportlegri sé en aðrir í þessari bílalínu. Hann er sex sentimetrum lengri en stallbakurinn, 4,62 m, og fimm sentimetrum lægri. Við prófuðum á dögunum kúpu- bakinn með tveggja lítra, 135 hest- afla vélinni. Þetta er tveggja dyra bíll með fjórum sætum, 2+2. Hurð- irnar eru stórar og gluggar karma- lausir. Þegar bíllinn er opnaður kem- ur rifa á gluggann sem lokast sjálfkrafa þegar hurðinni er lokað. Þetta kemur í veg fyrir lofthögg inni í bílnum, sem er allur hinn þéttasti. Þrátt fyrir laglegar ytri línur er bíll- inn ekki jafn spennandi að innan. Mælaborðið er ósköp hefðbundið og margt sem minnir á fólksbílinn, eins og stórt stýrið og gírstöngin, ásamt svörtum skífum í mælum með hvít- um tölum. Sæti eru efnismikil og formuð og skorða ökumann vel af. Þau eru með hæðarstillingu í handvirkri sveif og mjóbaksstuðningi. Tveir litlir vasar eru á hurðum, glasahaldari milli sæta og nokkuð rúmgott hanskahólf, en aðrar hirslur er ekki að finna. Þannig er ekkert sem kemur sér- staklega á óvart í innanrýminu, nema ef vera skyldi íhaldssemi. Tveir fullorðnir komast fyrir í aft- ursætum og er vel búið að þeim. Þar eru mótuð sæti og armhvíla milli sæta ásamt þriggja punkta beltum og hnakkapúðum. Hægt er að opna lúgu aftur í skott svo skíðin komist fyrir í bílnum. Góðir aksturseiginleikar Eitt höfuðeinkenni Peugeot er góðir aksturseiginleikar. Bílar fyrir- tækisins eru vel einangraðir frá vegi og með gott veggrip sem helgast af velheppnuðum undirvagni og fjöðr- un. Kúpubakurinn er engin undan- tekning. Hann líður áfram áreynslu- laust og þótt fremur lágur sé, fer hann létt með allar venjulegar hindr- anir innanbæjar, eins og hraðahindr- anir og illa farna vegi. Hann er frem- ur léttur í stýri en nákvæmur, og bíllinn sem var prófaður er með fimm gíra handskiptum kassa, og leikur skiptingin í höndunum, létt og ratvís. Vélin er tveggja lítra og skilar að hámarki 135 hestöflum við 6.000 snúninga á mínútu. Þetta er þokka- lega öflug vél sem skilar bílnum í 100 km hraða úr kyrrstöðu á 8,4 sekúnd- um. Sem sagt alveg ágætasta aflrás, togar vel og hefur góða millihröðun, sem hentar vel á þjóðvegunum. Upp- takið sjálft er alveg þokkalegt en bíllinn sjálfur, og sérstaklega und- irvagninn, myndi alveg þola enn afl- meiri vél. Hún er líka til, því bíllinn er líka fáanlegur með þriggja lítra V6 vél sem skilar 207 hestöflum. 406 kúpubakurinn hefur í raun upp á flest það að bjóða sem sóst er eftir í bílum sem þessum, laglegt út- lit og góða vél ásamt rómuðum und- irvagni Peugeot. En manni virðist sem hressa mætti upp á innrétt- inguna í þessum bíl og líklega verður þess skammt að bíða því Peugeot er meðbreytingar á 406-línunni í bígerð og hlýtur kúpubakurinn þá að fylgja með. Rennilegur 406 kúpubakur Morgunblaðið/Billi Peugeot 406 Coupé heldur sér vel. Stýrið er fremur stórt og „analógískir“ mælar eru á dökkum fleti. Mælaborðið er dimmt og dálítið þreytulegt. Þokkalegasta farangursrými er í bílnum þótt aðgengið sé þröngt. Vél: 1.997 rúmsentímetrar, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 135 hestöfl við 6.000 sn./mín., 190 Nm við 4.100 sn./mín. Hjólhaf: 2,7 metrar. Lengd: 4,62 m. Breidd: 1,78 m. Hæð: 1,36 m. Eigin þyngd: 1.460 kg. Hröðun: 8,4 sekúndur. Hámarkshraði: 208 km/ klst. Umboð: Bernhard ehf. Peugeot 406 2.0 Coupé gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Peugeot 406 Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.