Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 7
Börn eru pottþétt-
ir ferðafélagar
Til Græn-
lands í
fæðingar-
orlofinu
ÓTILGREINT breskt fyrirtæki hyggst opna Bítla-
hótel í Liverpool innan fáeinna missera. Miðað er
við að hótelið verði 120 herbergja og tilbúið árið
2003. Gert er ráð fyrir að nóttin í tveggja manna
herbergi muni kosta rúmar átta þúsund krónur og
er hugmyndin sú að herbergi hótelsins verði nefnd
eftir þekktum bítlalögum eða bítlaminnum. Enginn
eftirlifandi meðlima hljómsveitarinnar fyrrverandi
tengist starfsemi hótelsins. Hin síðustu ár hefur
borið á auknum straumi ferðamanna til Liverpool,
heimabæjar bítlanna fjögurra þar sem tónlist
þeirra rekur sífellt á fjörur nýrra kynslóða. Í Liver-
pool hefur til þessa verið boðið upp á Magical
Mystery útsýnisferð um bæinn og meðal annars
komið við á æskuheimilum Johns, Pauls, Georges
og Ringos, ekið að Strawberry Field og eftir Penny
Lane. Við höfnina er Bítlasafnið síðan til húsa og
eilítið ofar í bænum má sjá hluta Cavern-klúbbsins
þar sem Bítlarnir spiluðu einum 300 sinnum áður
en þeir urðu heimsfrægir.
Bítlahótel í Liverpool
STÖÐUG aukning er hjá Flug-
leiðum í sölu farmiða á Netinu,
bæði hér heima og erlendis, að
sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Flugleiða.
Flugleiðir hafa boðið viðskipta-
vinum sínum undanfarin ár að
kaupa flugfar til allra áfangastaða
félagsins, auk þess að bjóða kaup
á flugi til þúsunda áfangastaða um
heim allan beint á netinu. Viðkom-
andi fær farseðilinn síðan sendan.
Á sama tíma hóf félagið starf-
semi Netklúbbs Flugleiða sem
vaxið hefur hröðum skrefum síðan
og er í dag stærsti netklúbbur
landsins, að sögn Guðjóns.
Á þessu ári var í fyrsta skipti
byrjað að bjóða meðlimum í Net-
klúbbnum sérstök vildarkjör á öll-
um flugferðum félagsins til Evr-
ópu, auk þess að bjóða áfram hin
vinsælu Netklúbbstilboð á
ákveðna áfangastaði bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. Þessi
skipti. Ýmis flugfélög hafa tekið
þau upp með ágætum árangri. En
vegna þess að Flugleiðir veita
fulla þjónustu flugfélags, það er
að selja flug og ýmiskonar ferða-
þjónustu annarra flugfélaga og
þjónustuaðila um allan heim, þá
teljum við hagsmunum viðskipta-
vina enn best þjónað með því að
hafa farseðla.“
þjónusta er í þróun hjá félaginu,
segir Guðjón og er gert ráð fyrir
að þjónusta og vöruframboð verði
aukið og bætt í vetur.
Farmiðalaus viðskipti
ekki á dagskrá
„Við fylgjumst vel með alþjóð-
legri þróun þessara mála, til
dæmis hvað varðar miðalaus við-
Sífellt fleiri kaupa far-
miða í gegnum Netið
Morgunblaðið/Jim Smart
Viðskiptavinum Flugleiða hef verið boðið undanfarin ár að kaupa flugfar
til allra áfangastaða félagsins í gegnum Netið.
TESTOFA í veitingahúsi við sjávarsíðuna í Corn-
wall hefur hreppt verðlaun fyrir besta tebolla Bret-
lands, samkvæmt This Week in Britain. Staðurinn
nefnist Trenance Cottage
Tearoom and Gardens og
hefur verið útnefndur besta
testofan, af breska ter-
áðinu. Hópur dómara heim-
sótti breskar testofur á laun
í apríl og maí fyrr á þessu
ári og lagði mat á bragð-
gæði, styrk og hitastig, svo
eitthvað sé nefnt.
Önnur atriði sem lögð
voru til grundvallar við valið
var útlit leirtausins sem
notað var við framreiðsl-
una, viðmót starfsfólks og
þekking á tei, og er greint frá því að umræddir
dómarar hafi verið svo ánægðir með Trenance
Cottage tehúsið að þeir gáfu eigendunum, Bob og
Judy Poole, hæstu einkunn í nánast öllum flokkum.
Bretar drekka 165 milljónir tebolla á degi hverj-
um og er þess vænst að samkeppnin hjálpi heima-
mönnum í þeirri viðleitni að laga hinn fullkomna te-
bolla.
Besta breska teið í Cornwall
EKKI verður
í boði áætl-
unarflug til Tor-
onto í Kanada í
vetur eins og
verið hefur
undanfarin ár, á
vegum SAS og
Air Canada, að
því er kemur fram í Berlingske Tidende. Flogið
verður þangað fram í október en eftir það verður
ekki beint flug milli Skandinavíu og Kanada, í það
minnsta fram á næsta vor. Eins og kunnugt er
hætta Flugleiðir áætlunarflugi sínu til Halifax með
haustinu.
SAS flýgur ekki til Kanada
Á TAÍLANDI nánar til-
tekið í borginni Pattayja,
skammt frá Bangkok, hef-
ur verið rekið gistiheimili
á vegum Íslendingsins
Magnúsar Karlssonar frá
því fyrir jólin í fyrra.
Gistiheimilið Geysir hef-
ur verið vel sótt af Íslend-
ingum, sér í lagi yfir vetr-
artímann, en margir kunna
vel að meta að vera nálægt
löndum sínum auk þess
sem þeir fá íslenskan mat
ásamt taílenskum á staðn-
um, að sögn Magnúsar.
„Við erum með þrjú her-
bergi eins og er, sem
henta einkar vel einstak-
lingum en til stendur að
bæta við herbergjum fyrir
áramótin.“
Hótelið segir Magnús
vera vel staðsett, í um 100
metra fjarlægð frá strönd-
inni
Magnús hefur dvalið í
Taílandi frá árinu 1997 en
hann er kvæntur þarlendri
konu, Siriworraluck Bo-
onsart, og eiga þau lítinn
son.
Ætlunin er að fjölga herbergjum á Gistiheimilinu Geysi.
Íslenskt gisti-
heimili á Taílandi
Gistiheimilið hefur net-
fangið: geysir@torg.is.
Síminn er
006638413711
Gistiheimilið stendur
við Soibowling.
NÝR veitingastaður, sem enn hef-
ur ekki hlotið nafn, var opnaður á
Flughóteli í Keflavík um miðjan
júní síðastliðinn. Sverrir Þór Hall-
dórsson veitingamaður sagði að
viðtökur hefðu verið vonum fram-
ar frá opnun. Þrír salir eru í hót-
elinu einn aðalsalur, sem rúmar
um 60 manns, kaffitería fyrir um
50 manns og veislusalur fyrir 80
manns í sæti og er hann leigður út
fyrir fundi og ýmis veisluhöld.
„Aðalsalurinn er opinn á kvöldin
en kaffiterían er opin frá 5:45 að
morgni til 17:30. Þar er boðið upp á
salatbar, súpu, brauð og einn heit-
an rétt en enga skyndibita,“ sagði
hann. „Í aðalsal er sérstakur mat-
seðill sem byggist á gömlum hefð-
um. Í sumar hefur að vísu verið
lögð áhersla á fisk og lambakjöt
fyrir útlendingana en nú fer ég að
breyta matseðlinum og færa yfir í
búning fyrir Íslendinga og setja
meiri rjóma út í matinn en leiðin að
hjarta Íslendinga að vera með með
áfengi og síðan rjóma og sykur í
matnum.“
Íslendingar
vilja rjóma,
áfengi og sykur
Gönguferð á Krít
með menningarívafi
Sími 585 4140
4 sæti laus vegna forfalla
í vikuferð 26. september.
Fararstjóri er
Tryggvi Sigurbjarnarson.
FJÖRUKRÁIN í Hafn-
arfirði opnar formlega í
dag veitingasal með
grænlensku og færeysku
sniði. Jóhannes Viðar
Bjarnason eigandi Fjöru-
krárinnar segir veit-
ingareksturinn tengjast
Vestnorræna menning-
arhúsinu sem starfrækt
er á sama stað, þar sem
meðal annars hefur verið
boðið upp á gistingu og
grænlenska og færeyska
listviðburði. Fjörukráin
mun áfram bjóða matar-
gestum upp á sinn hefð-
bunda matseðil og segir
Jóhannes færeysku og
grænlensku réttina ein-
ungis viðbót. Meðal rétta
á hinum nýja matseðli eru færeyskt
skerpukjöt og hnettir, sem Jóhannes
segir fiskibollur með sérstöku sniði,
og sauðnaut og ýmiss
konar fiskmeti frá Græn-
landi. Veitingasalur
Fjörukrárinnar hefur
verið stílfærður með fær-
eyskum og grænlenskum
munum og munu lista-
menn frá fyrrgreindum
löndum skemmta gestum
sjálfan opnunardaginn og
á næstunni, auk Jóns
Möller, sem lengi hefur
spilað fyrir gesti á staðn-
um. Fjörukráin verður 12
ára næsta vor og segist
Jóhannes búast við 400
manns í vestnorrænan
mat í dag. Segist hann
ennfremur telja að nýju
réttunum verði vel tekið,
bæði af Færeyingum og
Grænlendingum búsettum hér á
landi, sem og þeim sem vilji reyna
eitthvað nýtt.
Matur og list frá Fær-
eyjum og Grænlandi
Fjörukráin í Hafnarfirði breytir um svip
Morgunblaðið/Þorkell
Fjörukráin hefur feng-
ið nýjan svip með
ýmsum munum frá
Færeyjum og Græn-
landi. Jóhannes Viðar
Bjarnason eigandi
glímir við ísbjörn.