Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sælkerar á sunnudegi
Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir
FYRIR utan hvað ber erufalleg og oft og tíðummikil listasmíð, eins ogt.d. brómber og hindber,eru þau sum hver hlaðin
andoxunarefnum sem vernda frum-
ur gegn ótímabærri öldrun. Þetta á
við um bláber, trönuber, jarðarber
og hindber. Í bókinni Hættum að
eldast! eftir Jean Carper segir að
bláber innihaldi t.d. meira af and-
oxunarefnum sem kallast antósýan-
ín en nokkur önnur fæða, þrefalt
meira en rauðvín og grænt tesem
inniheldur næstmest. Bláber og
trönuber hindra sýkingar í þvag-
rás. Í bókinni segir ennfremur að í
einni rannsókn hafi komið í ljós að
gamalt fólk sem borðaði mest af
jarðarberjum var með lægstu tíðni
alls kyns krabbameins. Ber eru
sérstaklega rík af C-vítamíni sem
er alhliða andoxunarefni og yng-
ingarlyf. Ekki skal því undra að
myrta (heiti ýmissa sígrænna
runna og trjáa af einni ættkvísl
samnefndrar ættar, einkum haft
um brúðarlauf) sem er náskyld blá-
berjalyngi skuli vera helguð feg-
urðargyðjunni Venus. Í myrtuskógi
við Champs Élysées hitti Eneas
Dido og undir myrtugreinum
skyldi ekki talað um neitt nema ást.
Þeim mun meiri ástæða til að
borða meira af berjum, sem eru svo
sannarlega nærandi bæði fyrir lík-
ama og sál. Hér fylgja nokkrar
hugmyndir að berjabláum morgn-
um.
Belgískar vöfflur (fást t.d. í Ný-
kaup) með sýrðum rjóma (36%) og
bláberjum, skógarberjum, rifsberj-
um og möndluflögum sáldrað yfir.
Berjate með aldinkjöti úr gran-
atepli drukkið með.
Snittur með mascarpone og berjum
Snittubrauð er skorið í sneiðar
og sneiðarnar steiktar upp úr
smjöri og flórsykri stráð yfir.
Sneiðarnar eru svo smurðar með
mascarponeosti og ber sett ofan á.
Drykkur með snittum: Hindber
maukuð í matvinnsluvél ásamt
sódavatni eða kampavíni.
BERJASÚPA
1 fíkja
1 dl blönduð ber
2 dl vatn
2 msk. síróp
nokkrar kardimommur
1 kanilstöng
Helmingur berjanna er soðinn í 2
dl af vatni ásamt kryddi og sírópi.
Hellið súpunni í djúpan disk og
sáldrið restinni af berjum yfir
ásamt niðursneiddri fíkjunni.
Perur soðnar í ávaxtasafa
2 perur soðnar 2 dl af ávaxtasafa,
t.d. appelsínu- eða ástaraldinsafa
og heilum stjörnuanís. Borið fram
með rjóma og sesamfræjum.
Frískandi morgundrykkur er Ab
mjólk með hindberjum eða bláberj-
um og ferskri myntu.
Sósur með ávaxtasushi
Setjið saman í matvinnsluvél
sætt mangóchutney og hindberja-
síróp (fæst t.d. í Kaffi Tár) og
maukið vel eða maukið vatnsmel-
ónu í matvinnsluvél og bætið fersk-
um myntublöðum út í.
Álfheiður Hanna Friðriksdóttir
Stílisti: Kristín Björgvinsdóttir
Fylgihlutir: Moonsoon
Berjabláar
á bleikum
náttkjólum
Ávaxtarúllur með mangochutney og berjasírópi.
Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir
Vöfflur með sýrðum rjóma og berjate.
Snittur með mascarpone.
Soðin pera og berjasúpa.
ENN og aftur skal sjónumbeint að Bordeaux-vínum áhreint út sagt frábæru verði.Vínin frá Chateau Anniche
vöktu fyrst athygli á vínsýningu í
Perlunni fyrir allnokkrum árum og
nú nýlega komu þau í reynslusölu í
fyrsta skipti, en þau hafa verið fáan-
leg á sérlista um allnokkurt skeið.
Chateau Anniche Blanc 2000 er
hvíta útgáfan. Ferskur og aðlaðandi
ilmur, græn engi, blóm og perur.
Mikill og góður Sauvignon í þessu
víni, ljúft og ægilega gott fyrir verðið,
það er um þúsund krónur.
Chateau Anniche Rouge 1999 er
rauðvínið og hér eru það beiskar
möndlur og dökkur rauður ávöxtur
sem ráða ferðinni, vínið smákryddað.
Ágætasta vín, einfalt en með góðri
uppbyggingu og karakter. Bordeaux
þarf ekki að vera dýrt til að vera gott.
Nýtur sín frábærlega með mat.
Örlitlu dýrara er rauðvín frá Friuli
í norðausturhluta Ítalíu, sem nú er í
reynslu. Þetta svæði er þekktast fyr-
ir að vera eitthvert besta (ef ekki það
besta) hvítvínssvæði Ítalíu en rauð-
vínin eru oft einstaklega vel heppnuð.
Það á við í þessu tilviki, því hér er um
margslungið vín að ræða sem býður
upp á nýja upplifun í hverjum sopa.
Vínið heitir Frattina Lisone-Par-
maggiore Cabernet Sauvignon 1999,
mikið tóbak, jafnt vindla sem pípu,
sviti, mynta og kínverskt te. Marg-
breytilegt og spennandi vín. Fyrir
1.260 krónur er þetta skylduvín fyrir
alla þá sem hafa gaman af að prufa
eitthvað nýtt.
Steingrímur Sigurgeirsson
Vín vikunnar