Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 B 13 bílar SSANGYONG kom fram á Frankfurt- sýningunni sem sjálfstæður fram- leiðandi í fyrsta sinn í nokkur ár. Fyrirtækið hefur fengið nýtt merki, sem er hið sama og hefur verið merki Chairman lúxus- bílsins frá Ssang- yong. Við þetta tækifæri kynnti fyrirtækið einnig nýjan jeppa sem framleiddur verður samhliða Musso og Korando. Bíllinn heitir Rexton og er hinn glæsilegasti útlits, jafnt að utan sem innan. Hann hefur mjúk- ar og ávalar línur sem gerir að verkum að hann virkar alls ekki stór en í raun er hann stærri og mun rúmbetri en Musso og gerður fyrir sjö manns. Eins og í Musso eru vélarnar smíðaðar af SsangYong með leyfi frá Mercedes-Benz og stuðst er við þekkta tækni frá þýska fram- leiðandanum. Bíllinn verður fram- leiddur með fimm vélargerðum, þ.e. 3,2 lítra, 219 hestafla og 2,3 lítra, 140 hestafla bensínvélum og 2,9 lítra 120 hestafla dísilvél. Rex- ton er með gormafjöðrun og sí- tengdu fjórhjóladrifskerfi frá Borg Warner. Bíllinn kemur á markað í Evr- ópu í júní á næsta ári. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Rexton - ný lína frá sjálfstæðum SsangYong. Eins og lúxusbíll að innan, rúmgóður og sjö manna. Rexton frá SsangYong AÐ minnsta kosti þrír nýir fólks- bílar, sem ætla má að nái umtals- verðri sölu í Evrópu, voru kynntir í Frankfurt. Fyrstan að nefna er Skoda Superb. Það eru heldur bet- ur breyttir tímar hjá Skoda, sem nú er að fullu í eigu VW. Octavia sýndi fyrst að Skoda er kominn með sam- bærileg gæði og VW og síðan kom Fabia smábíllinn fram og ítrekaði þetta. Superb er ekki nýtt nafn frá Skoda því á fjórða áratugnum framleiddi fyrirtækið bíl með sama nafni. Superb er stór millistærð- arbíll í lúxusflokki með ekki ósvip- aðar línur og VW Passat. Hann verður boðinn með fimm vélargerð- um, þar af þremur bensínvélum, 115 hestafla, tveggja lítra, 1,8 lítra, 150 hestafla og 2,8 lítra V6 vél sem skilar 193 hestöflum. Að innan er bíllinn klæddur leðri og skreyttur viði. Gullfalleg ný Primera Nissan sýndi í fyrsta sinn í heim- inum fimm dyra hlaðbaksgerð af nýjum Primera, en stallbakurinn og langbakurinn fóru í sölu í Japan í janúar sl. Evrópugerðirnar verða allar smíðaðar í Sunderland í Eng- landi. Síðustu breytingar á Primera hafa ekki verið róttækar en nú kveður við allt annan tón. Bíllinn er allur mjög ávalur, framlugtir eru stórar og ná upp á vélarhlífina og þakið er kúpulaga. Bíllinn er líka gerbreyttur að innan og flest stjórntæki og mælar eru fyrir miðju mælaborði, eins og í X-Trail jeppanum. Bíllinn verður fáanlegur með alls kyns búnaði sem fram til þessa hefur einungis staðið til boða í dýrustu gerðum bíla. Þar á meðal er skjár í mælaborði sem sýnir út- sýni aftur fyrir bílinn í stað hefð- bundins baksýnisspegils. Einnig verður boðið upp á hraðastilli með ratsjá sem stjórnar og viðheldur til- tekinni vegalengd í næsta bíl á und- an. Bíllinn kemur á markað á næsta ári. 190 hestafla Corolla T-Sport Sala á Toyota Corolla hefur dreg- ist saman hérlendis en talsmenn Toyota á Íslandi eru vongóðir um að sú þróun snúist algerlega við þegar ný Corolla kemur á markað innan tíðar. Í Frankfurt sýndi Toyota bílinn í öllum útfærslum, þ.e. þrennra og fimm dyra hlað- baksgerðum, stallbaksgerð og lang- baksgerð. Þetta er einhver róttæk- asta breyting sem gerð hefur verið á Toyota og tekur hún mið af þeirri þróun sem orðið hefur í Evrópu síð- ustu misseri, t.a.m. mikilli sölu í litlum fjölnotabílum, en fimm dyra Verso-hlaðbakurinn er með sæta- kerfi sem er að finna í þeirri teg- und bíla. Hægt er að taka aft- ursætin úr bílnum á einfaldan hátt en jafnframt færa sætin fram og til baka eftir þörfum og stilla halla á sætisbaki. Í öllum gerðum hefur verið lögð áhersla á að stækka nýt- anlegt innanrými og í því skyni er hjólhafið á nýjum undirvagni bílsins haft 13 cm lengra en í fyrri gerð. Corolla verður nú fáanleg með tveimur gerðum dísilvéla í fyrsta sinn. Þetta eru nýtísku samrásar- dísilvélar, 90 og 110 hestafla. Einn- ig verða í boði þrjár bensínvélar, 1,4 og 1,8 lítra og T-Sport-útfærsl- an, sem er framhjóladrifin eins og aðrir bílar í þessari línu, fær 1,8 lítra VVTL-i vél sem skilar 190 hestöflum og er með sex gíra hand- skiptan gírkassa. Þrír nýir „sölubílar“ kynntir í Frankfurt Skoda Superb vakti mikla athygli. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Toyota Corolla Verso er fjölnotabílsútgáfan. Ávalar og kúptar línur einkenna nýjan Nissan Primera. JAGUAR, lúxusbílaarmur Ford, kom gestum á Frankfurtarsýning- unni á óvart með hugmyndabílnum R-Coupe. Þetta er lágbyggður, fjög- urra manna kúpubakur og er greini- lega tilraun Jaguar til að ná fyrri stöðu í Evrópu sem leiðandi afl í hönnun. R-Coupe er einstaklega glæsilegur bíll og aflmikill er hann líka. Undir langri vélarhlífinni er V8 vél og skiptingin er í stýrinu eins og í Formula 1 bílum. Bíllinn er rétt tæpir fimm metrar á lengd og lík- lega einn fallegasti hugmyndabíll sýningarinnar í Frankfurt. Jaguar R-Coupe hug- myndabíllinn. Glæsileiki frá Jaguar - Tangarhöfða 2 - sími 567 1650 - www.bilabudrabba.is - Opnunartími: Virka daga frá kl. 8:30-18:00. Lokað á laugardögum. Við bjóðum 15-35% afslátt af vörum í verslun út september! Hljómtæki, aukahlutir, kastarar, útivistarfatnaður, verkfæri, hreinsi- og bætiefni, hjólreiðagrindur, barnabílstólar og margt fleira. sKomið og gerið góð kaup.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.