Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 18
Ungstirni með var- anlegt stjörnublik? Kirsten Dunst í Virgin Suicides og Crazy/ Beautiful  ÞEIR góðu og sérstæðu kvikmyndagerðarmenn Joel og Ethan Coen eru búnir að klúðra samn- ingum við Fox-félagið um framleiðslu næstu myndar þeirra bræðra To the White Sea. Þar átti Brad Pitt að fara með hlutverk flugmann B-29 sprengju- vélar sem skotinn er niður yfir Japan í heimsstyrj- öldinni síðari. Samningarnir fóru út um þúfur vegna þess að Coenbræður og Fox náðu ekki saman um kostnaðaráætlun fyrir myndina. To the White Sea er byggð á skáldsögu eftir James Dickey (Deliver- ance) og er David Webb Peoples (Unforgiven) skrifaður fyrir handritinu. Coen-bræður í klandri Coenbræður: Allt í klemmu?  LEIKKONAN Glenn Close segir að nýja myndin hennar, The Safety Of Objects, sem frumsýnd var á Toronto- hátíðinni í vikunni, sé erfiðasta verkefni sem hún hafi glímt við á 30 ára ferli. Hún fjallar um baráttu móður fyrir lífi sonar síns en hann liggur í dái. „Myndin snýst um mikilvægi lífsins og ástarinnar til okkar nánustu, um mikilvægi and- legra og tilfinningalegra verð- mæta í stað efnislegra,“ segir Close. Ungur leik- stjóri The Safety Of Objects, Rose Troche, byggði handrit sitt á sjö smásögum eftir A.M. Homes. Erfiðasta mynd Glenn Close Glenn Close: Móðir með sorg í hjarta.  NICOLE Kidman hefur gengið til liðs við George Clooney, sem hún lék áður með í The Peacemaker, þar sem hann er að undirbúa fyrsta leikstjórnarverkefni sitt, Confessions Of a Dangerous Mind. Það hefur gengið á ýmsu við undirbúning þess- arar myndar og gerð hennar hefur oft verið blásin af. Meðal þeirra sem tengdir hafa verið verkefninu á einum tíma eða öðrum eru Johnny Depp, Mike Myers, Ben Stiller, Sean Pennog leikstjórinn Bryan Singer (The Usual Suspects, X-Men). En nú er Miramax-fyrirtækið komið með hana á koppinn og Clooney leikstýrir og leikur. Myndina byggir Charlie Kaufman handrits- höfundur (Being John Malkovich) á samnefndri skáldsögu um sjónvarpsþáttastjóra sem í reynd er leigumorðingi á vegum CIA. Kidman liðsinnir Clooney George Clooney: Leikstýrir Nicole Kidman.  CHRISTIAN Slater, Amanda Peet, Patricia Ar- quette og Thomas Jane hafa tekið að sér aðal- hlutverkin í gamanmyndinni Rain Falls, sem fjallar um nágranna sem eiga í makaskiptum. Handrits- höfundurinn Marlene King (If These Walls Could Talk, Now and Then) mun leikstýra hér fyrstu mynd sinni eftir eigin handriti. Slater og fleiri í makaskiptum  PETER heitinn Sellers var einn mesti gamanleikari kvik- myndasögunnar og hæfileikar hans fjölþættir. Það er því ekki vandalaust að velja leikara til að leika þennan mikla leikara eins og framleiðendur standa nú frammi fyrir. Handritshöf- undurinn og leikskáldið Lee Hall, sem samdi Billy Elliot, hefur skrifað kvikmynda- handrit um ævi Sellers og er undirbúningur að tökum haf- inn, væntanlega undir stjórn Stephens Frears. Einkum eru þrír leikarar taldir eiga möguleika á að hreppa hlutverkið, Bretarnir Steve Coogan og Ali G og Hollywoodstjarnan Kevin Spacey. Coogan er með vinsælustu grínistum Breta um þessar mundir, einkum þekktur úr sjónvarpi fyrir túlkun á rabb- þáttastjóranum Alan Partridge en fyrsta bíómynd hans, The Parole Officer, var nýlega frumsýnd. Ali G er „listamannsnafn“ Sacha Baron Cohen, sem einnig er kunnur úr sjónvarpi en er að leika í fyrstu bíómynd sinni, Ali G In Da House. Myndin um Sell- ers er bresk-bandarísk samframleiðsla og vilja Bandaríkjamennirnir Spacey en Bretarnir annan hvorn landa sinn. Slegist um Sellers Kevin Spacey: Leikur hann Peter Sellers? HINN 10. október frumsýnir Skífan bandarísku gamanmynd- ina Jay and Silent Bob, sem hugs- anlega verð- ur ein af opn- unarmynd- unum í Smárabíói. Með helstu hlutverk fara Kevin Smith, sem jafnframt er leikstjóri og hand- ritshöfundur, og Jason Mewes en aðrir sem fram koma í mynd- inni eru m.a. Jason Biggs, Ben Affleck og Matt Damon. Myndin segir frá því þegar titilpersón- urnar reyna að eyðileggja fyrir kvikmyndagerðarmönnum, sem þeim finnst að hafi ekki verið heiðarlegir. Jay og Þögli- Bob Jason Biggs: Leikur hjá Kevin Smith. HINN 28. september frumsýna Sambíóin gamanmyndina The Princess Diaries. Með helstu hlutverk fara Julie Andrews og Anne Hathaway en myndin seg- ir frá ungri stúlku í San Franc- isco sem kemst að því að hún er raunverulega prinsessa í litlu Evrópuríki. Leikstjóri er Garry Marshall en framleiðandi er Whitney Houston. Dagbækur prinsessu Prinsessan frumsýnd: Hathaway, Marshall og Andrews. HINN 23. nóvember frumsýnir Regnboginn bandarísku gamanmynd- ina Joe Dirt eða Jóa skít með David Spade í aðal- hlutverki. Spade leikur vitgrannan mann sem heldur af stað í leit að foreldrum sínum, sem yfirgáfu hann þegar hann var ungabarn. Leikstjóri er Dennie Gordon en með önnur hlutverk fara Christopher Walken, Dennis Miller og Fred Ward. Jói í Regn- boganum David Spade: Upprunans leitað. HINN 5. október verður frumsýnd í Sambíóunum myndin The In Crowd. Með helstu hlutverk fara Susan Ward, Lori Heuring, Matt- hew Settle og Nathan Bextonen leikstjóri er Mary Lambert. Mynd- in segir frá ungri konu sem útskrif- ast frá geðsjúkrahúsi og fær vinnu í fínum sveitaklúbbi hinna ríku þar sem hún kynnist nýjum vinum. Í klíkunni Heppin með hamborgarana? „Heppni felst að vissu leyti í því að fá ekki það sem við héldum að við vildum heldur það sem við höfum, því þegar við höfum fengið það erum við vonandi nógu greind til að skilja að það er einmitt það sem við hefðum viljað ef við hefðum vit- að það,“ sagði skáldjöfurinn. Og erum við vonandi nógu greind til að skilja hvað hann meinti. É g treysti mér ekki til að geraágreining við þessa augljósuspeki, en leyfi mér þó að hugleiða hvort það geti ekki líka flokkast undir heppni að fá ekki endilega það sem við höfum heldur eitthvað í viðbót, jafnvel það sem við höldum að við viljum. Í þessum dálkum hefur oft verið fjargviðrast yfir því sem við höfum hér á kvik- myndamarkaðnum og óskað eftir því sem við höfum ekki. Það sem við höfum eru amerískir hamborgarar, misvel matreiddir úr misgóðu hrá- efni. Þeir berast hingað í löngum bunum og eru flestir markaðssettir sem væru þeir stórbrotnir sælkera- réttir. Hamborgarar geta verið fín- ir, en fátæklegur kostur í öll mál.. Áður en ég felli þetta þreytta lík- ingamál vil ég segja: Ég er örugg- lega ekki einn um að langa annað slagið í danskt smörrebröd, norska hreindýrasteik, sænskar kjötbollur eða finnskt… öh… vodka. Allt of sjaldgæft er að okkur gef- ist kostur á að sjá kvikmyndir frá okkar næstu grönnum og frændum, myndir sem spretta upp úr um- hverfi sem við skiljum best og lýsa að öðru jöfnu lífi sem líkist okkar. Langt er síðan norrænar myndir hristu af sér þá fordómafullu klisju, sem einkenndi menningarumræðu fyrir tveimur eða þremur áratugum og helgaðist mest af pólitískum skylmingum hér innanlands, að þær væru upp til hópa hrútleiðinlegar vandamálamyndir. Við vitum að frá Norðurlöndunum hafa að und- anförnu komið vel gerðar, skemmti- legar, spennandi og kannski um- fram allt manneskjulegar myndir. Fyrirtaks dæmi um það er sænska myndin Tillsammans eftir þann höf- und sem hvað mestar vonir eru bundnar við á okkar menning- arsvæði, Lukas Moodyson. Jafn fyr- irsjáanlegt og það er hvimleitt er að norrænir kvikmyndagerðarmenn eru byrjaðir að apa eftir amerískum markaðsmyndum. Dæmi um það er hin norræna myndin, sem gengið hefur í bíói hérlendis í sumar, sú danska Blinkende lygter, sem þó er frísklegri en venjuleg amerísk formúlumynd. Báðar þessar myndir hafa fengið þokkalega aðsókn. Það sýnir að þetta er þakklát útvíkkun á fram- boðinu. Því er spurt: Af hverju þurf- um við að vera á kvikmyndahátíð- inni í Toronto í Kanada, sem lauk í gærkvöldi, til að sjá úrval af því nýj- asta í norrænni kvikmyndagerð? Toronto-búar og gestir þeirrar borgar hafa þannig verið svo heppnir að fá ekki bara það sem þeir hafa, heldur eitthvað annað, sem þeir höfðu ekki en hefðu kannski viljað ef þeir hefðu vitað það. Til dæmis norsku smellina Ell- ing eftir Petter Næss, sem segir frá manni sem útskrifast af geðsjúkra- húsi til að takast óverndaður á við veruleikann, og Svalir og geggjaðir eftir Knut Erik Jensen, sem er heim- ildamynd um norskan karlakór og hefur verið kölluð norræn Buena Vista Social Club. Þessar myndir hafa til þessa náð 10% af öllum seld- um bíómiðum í Noregi á árinu. Fleiri dæmi eru nýjustu myndir danska leikstjórans Bille August og sænsku leikstjóranna Jans Troell og Colins Nutley. Af hverju þurfum við að vera svo heppin að búa í Kanada til að geta séð þessar myndir? Tölur segja að norrænar myndir hafi aukið hlut sinn á heimamarkaði upp í 20–35%, sem er með því hæsta í heiminum. Af hverju sjást þær þá tæpast á þeim stóra heima- markaði sem er Norðurlöndin öll? Því miður dugir ekki heppnin ein til að breyta þessu. Það þarf vilja og markvisst starf til að amerískir hamborgarar verði ekki að norræn- um þjóðarétti. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson FYRSTA frumsýning á íslenskri bíómynd á þessu ári verður fimmtudaginn 18. október þegar Mávahlátur eftir Ágúst Guð- mundsson fer á tjaldið og hefjast almennar sýningar daginn eftir. Mávahlátur er byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Bald- ursdóttur. „Þetta er besta mynd, sem ég hef gert,“ segir leikstjórinn í samtali við Morgunblaðið. Ágúst er að ganga frá hljóð- blöndun Mávahláturs í Kaup- mannahöfn nú um helgina og held- ur síðan til München í Þýskalandi þar sem fram fer svokölluð „nega- tívklipping“ og litgreining film- unnar. Tökur stóðu yfir á Íslandi í átta vikur og hefur vinnan að mestu gengið eins og ráð var fyrir gert. Kostnaðaráætlun Mávahlát- urs nam um 160 milljónum króna en framleiðendur eru Ísfilm, fyr- irtæki Ágústs og Kristínar Atla- dóttur framleiðanda, þýska fyr- irtækið Hope and Glory, Archer Street í Bretlandi og Alien Pro- ductions í Danmörku. Mávahlátur gerist í íslensku þorpi á fyrri hluta sjötta áratugar 20. aldar og fjallar um stúlkuna Öggu og samskipti hennar við um- hverfið, þar sem verður nokkur röskun þegar hin dularfulla Freyja snýr aftur utan úr heimi. Öggu leikur Ugla Egilsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir Freyju, Kristbjörg Kjeld ömmuna og þýski leikarinn Heino Ferch leikur læknissoninn Björn Theodór, sem kvænist Freyju. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur Dódó, eins og í leiksviðsgerð Borgarleikhússins. Ágúst Guðmundsson skrifaði sjálfur handrit Mávahláturs. 17. júní hátíðahöldin: Birna sýslumannsdóttir (Hall- dóra Geirharðsdóttir) stillir sér upp í "fluguna" ásamt stúlkum úr fimleikadeild Skautafélagsins. „Það er fleira en kuldinn sem drepur menn“: Agga (Ugla Egilsdóttir) kemst óþægilega nærri sannleik- anum þegar hún á að greiða hár Freyju frænku sinn- ar (Margrét Vilhjálmsdóttir). Ástarfundur í skreiðarhjöllum: Freyja (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Björn Theodór (Heino Ferch). Ágúst Guðmundsson frumsýnir Mávahlátur 18. október Besta mynd sem ég hef gert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.