Vísir - 03.08.1979, Side 16
- litið inn til indriða G.
á góðvíðrisdegi
Indriði G. Þorsteinsson er meb skáldsögu i smiðum sem kemur út i haust.
Þátt fyrir annir við skriftir og undirbúning kvikmyndar gefur
Indriði sér tima til að renna fyrir lax. Hér er hann með fluguboxið
sem tengdafaðir hans átti á undan honum.
Kvikmyndin á að gerast árið
1936. Þvi þarf að huga vel að þvi
að allt umhverfi, hús, farartæki
og klæðnaður sé i samræmi við
ártalið.
Bill af gerðinni Dixie flier frá
árinu 1919 kemur nokkuð við
sögu. Hann er fenginn frá
Akureyri, en var dekkjalaus.
Þvi þurfti að panta á hann dekk
frá Bandarikjunum, sem voru
sérstaklega gerð fyrir bilinn.
Þetta er eitt dæmi um það hvað i
mörgu er að snúast i sambandi
við myndina.
Laxinn og bókmennt-
irnar.
Þrátt fyrir að Indriði hafi i
mörg horn að lita þá gefur hann
sér tima að renna fyrir lax.
,,Ég geymi fluguboxin min,
sem ég erfði frá tengdaföður
minum Friðriki Ólafssyni
skólastjóra, hér i hillunni hjá
bókunum. Lax og bókmenntir
fara vel saman”, sagði Indriði
og tók fram tvö flugubox. „Hér
áður var ég með maðk, en siðan
ég fékk flugurnar er ég stein-
hættur þvi”.
Þegar hefur Indriði dregið
fimmtán laxa á land i sumar,
t.d. úr Viðidalsá, og ölfusá.
Þægilegt að slúðra á
Borginni
A sólardögum jafnt sem aðra
daga fer Indriði niður á Hótel
Borg, svo fremi sem hann er I
bænum.
,,Ég sit venjulega við fram til
klukkan þrjú á daginn við vinnu.
Þá fer ég á Borgina og fæ mér
þar appelsin á sumrin, en ann-
ars kaffi. Þar er þægilegt að
slúðra um pólitik og mann-
ganginn i þjóðfélaginu”.
—KP.
„Ég fer aldrei i sund eða sólbað svo veðrið
hefur ekki mikil áhrif á mig”, sagði Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur i spjalli við Visi, þegar
við litum inn til hans einn góðviðrisdaginn.
Indriði sat við skriftir i vinnuherbergi sinu, en
hann vinnur nú að skáldsögu sem kemur út hjá
Almenna bókafélaginu i haust.
í ritvélinni var blað með upphafi nýs kafla.
„Sláturhússballið” stóð efst á siðunni. En hvað
þar gerðist fáum við ekki að vita fyrr en i haust.
Kvikmyndað i
Svarfaðardal.
Unnið er nú að fullum krafti
að undirbúningi kvikmyndar
sem gerð er eftir sögu Indriða
„Land og synir”.
„Þetta er mikið fyrirtæki og i
mörgu að snúast. Ég sé um fjár-
málahliðina hér i bænum og á
bara við brosandi fólk i bönk-
um”, sagði Indriði.
Alls verða um 30 manns við
störf i Svarfaðardal. Ágúst
Guðmundsson er leikstjóri
myndarinnar.
„Ég bregð mér norður i ágúst
og fylgist með hvernig fólkinu
liður”, sagði Indriði.
Sláturhússball heitir fyrirsögnin á kaflanum sem var i ritvél
Indriða þegar Visismenn litu tii hans.
Visismynd JA.
„Lax og
bðkmenntir
fara vel
saman”
MYNDVERKIÐ LATH)
VEBRAST ÚTII GARÐI
- Guðrún Á. Þorkelsdðttir sýnír í Suðurgölu 7
„Ég vinn mikið með náttúru-
efni t.d. er hér eitt verk á sýning-
unni sem ég vann þannig að ég
setti ofinn dúk út I garð og lét
hann veðrast þar i tvo mánuði”,
sagði Guðrún A. Þorkelsdóttir, i
spjalli við VIsi. Hún sýnir nú verk
sin i Galleri Suðurgötu 7.
Guðrún stundaði nám við
Myndlistar-oghandiöaskólann og
lauk þaðan prófi frá textildeild-
inni árið 1976. Siðan hélt hún til
framhaldsn&mstil Stokkhólms og
Hollands, en þar hefur hún dvalið
meira og minna s.l. þrjú ár.
Á sýningu Guðrúnar eru 9 verk.
Þeta er fyrsta einkasýning henn-
ar, en hún á verk á Samnorrænni
farandsýningu sem var opnuð i
Gautaborg i júni i sumar. Sú
sýning kemur hingað til lands á
næsta ári.
Sýningin i Suðurgötu 7 er opin
til 15. ágúst.
—KP.
Guðrún A. Þorkelsdóttir viö tvær mynda sinna.
Visismynd JA.