Vísir - 20.08.1979, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Mánudagur 20. ágúst 1979
FORD GRANADA 2.3
Til sölu er Ford Granada 2.3 árg. 1978/ ekinn 15 þús.
km. Bíllinn er til sýnis Hlaðbrekku 11/ Kópavogi/
eftir kl. 18 í kvöld og næstu kvöld. Uppl. í síma
42574.
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
i póstkrofu
Altikabúðin
Hverfisgotu 72. S 22677
m
Smurbrauðstofan
BJORISJIfSJhJ
Njálsgötu 49 - Simi 15105
opió6-1
...:
Munió verolau
fyrir Vísisrallió
Plötuþeytir
nsson
Óóal auglýsir eftffi#§
spreyta sig i diskote
Hafió samband við s
lötupeytum sem viljá
list aó eigin vali.
Nýtt VIDEO
„Má ðg ekkl elga hann, pahhl? Hann er bara nokkurra vikna gamaiir
Kaupfélagið, — eins og tslendingar i verslunarferð i London kalla gjarnan stórverslun Marks & Spencer
— er i eigu gyðinga og hefur orðið skotspónn haturs araba I London i garðgyðinga og zionisma.
Arabar og
gyðlngar
í Lonflon
Sumar gamalgrónar verslunar-
götur i London hafa fengið á sig
nýjan svip siðustu tvö árin. Sá
svipur er arabiskur.
Það er oliuauðurinn, sem gefur
þennan nýja svip. Arabiskir oliu-
furstar hafa fengið mikið dálæti á
London.
Heilu og hálfu göturnar, eins og
til dæmis Park Lane alla leið frá
Marble Arch fram hjá ræðu-
mannahorninu til Hyde Park-
hornsins. Þar eru arabiskir bank-
ar og fyrirtæki i röðum sólarmeg,-
in á strætinu jafnt i bókstaflegri
merkingu sem i fjármálalegu til-
liti.
Þar fyrir utan hefur svo verið
mjög i tisku hjá oliusjeikunum að
kaupa hallir og óðalsetur i dreif-
býlinu á Englandi. Við það verða
menn minna varir.
En á götunum i London eru
arabarnir áberandi orðnir. Ýmist
i aftursæti Ro'ls-Royce með ein-
kennisbúinn ekil i framsætinu,
eða þá I búðarápi með halarófu
af eiginkonum og börnum i eftir-
dragi.
Bretar láta sér þetta vel lika.
Að minnsta kosti hafa þeir ekkert
á móti peningum arabanna. Það
vill þó bera á þvi, að um leið og *
greiðsla hefur verið innt af hendi,
og hinn arabiski viðskiptavinur
snýrfrá, sé skopast honum á bak,
og ekki alveg græskulaust, þvi að
auður vekur öfund. Það er heldur
ekki laust við, að almenningi
sárni, sem horfir á burgeisana
strá um sig með peningum á
sama tíma, sem stjórn landsins
áminnir almenning um að sýna
ráðdeild og sparsemi og herða
enn sultarólina. Og útyfir þykir
fólki taka, þegar millarnir not-
færa sér ýmis hlunnindi, sem
breskur skattborgari er aðnjót-
andi, eins og niðurgreidd sjúkra-
hús- eða læknisþjónustu.
Um leið er farið að bera á
nokkru, sem Bretar hefðu frekar
viljað vera án, en virðist hafa
flust inn með arabafurstunum og
milljónunum þeirra. Það er rig-
urinn milli araba og gyðinga.
1 siðustu viku tók Lundúnalög-
reglan fasta arabiska konu, sem
skrifað hafði hnjóðsyrði um gyð-
inga og zionisma á marmarasúl-
urnar fyrir framan stórverslun
Marks & Spencer i Chelsea.
Verslunarkeðjan Marks & Spenc-
er er i eigu gyöinga.
Konan hafði auk’. hatursorðanna
gegn gyðingum krotað með sver-
um tússteiknipenna: „Lengi lifi
Khomeiny æðstiprestur, sem
berst gegn hernámsaðilum. —
íslömsku bræður. Peningarnir,
sem þið verslið fyrir i þessari
búð, hitta aftur islömsk hjörtu I
blýkúluformi.”
Atvikið var táknrænt fyrir þann
rig, sem upp er kominn meðal
kaupahéðna i London. Arabar
vilja af pólitiskum ástæðum ekki
versla við gyðinga eða fyrirtæki i
eigu gyðinga, og þá ekki Marks &
Spencer. I London er að finna
fulltrúa flestra þjóða heims og
flestra hagsmunahópa, sem i
eigin heimalandi ræðast ekki við
öðru visi en með vopnum. Þetta
er farið að brjótast fram i við-
skiptum þeirra i London.
Sjálfsagt eru gyðingar ekki
heldur ginnkeyptir fyrir þvi að
eiga viðskipti við arabiska banka
eða fyrirtæki, þótt þeir leggi
kannski meiri dul á það en arab-
ar, sem hvetja sinna þjóða fólk til
að sniðganga gyðingafyrirtæki.
Gyðingafjármagn og hagsmun-
ir hafa lengi sett sinn svip á
breska kaupsýslu. Margir af
auðugustu konum og körlum
Bretlands eru gyðingar. Einn sá
auðugastivar kannski sir Charles
Clore, sem andaðist í sumar, og
lét eftir sig 50 milljón sterlings-
punda dánarbú. Clore var alla
sina ævi eindreginn zionisti, og
þegar októberstriðið braust út i
austurlöndum nær 1973. gaf hann
Israelsriki eina milljón sterlings-
punda til striðsrektrarins.
Svo að slagorð arabisku kon-
unnar á marmarasúlum Marks &
Spencer voru kannski ekki út i
hött.